AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Qupperneq 44
JÚLÍUS SÓLNES, PRÓFESSOR í UMHVERFIS- OG BYGGINGARVERKFRÆÐI
Er Kárahnjúkavirkjun
skynsamleg framkvœmd?
m nokkurt skeiö hefur fjörug umræða
um byggingu álvers á Reyðarfirði,
með tilsvarandi virkjun fallvatna
norðan Vatnajökuls, gagntekið þjóð-
arsálina. Almenningur hefur skipað
V, sér í tvær andstæðar fylkingar, sem
eru ýmist með eða móti slíkum áformum. Ríkis-
stjórn landsins og sveitarstjórnarmenn ásamt
áhrifamönnum á Austfjörðum eru í broddi fylkingar
þess hóps, sem telur að myndarlegt stóriðjufyrir-
tæki svo sem álver á Reyðarfirði geti orðið til þess
að styrkja atvinnulíf í fjórðungnum og komið í veg
fyrir frekari hrörnun byggðar á Austfjörðum; byg-
gðaröskunin er vissulega að verða eitt stærsta
þjóðfélagsvandamál samtímans. Skiptir þá litlu
máli þótt fórna verði einhverjum náttúruverðmæt-
um á öræfunum norðan Vatnajökuls, enda hefur
það löngum verið stefna stjórnvalda á íslandi að
virkja skuli fallvötnin okkar, þótt því fylgi veruleg
umhverfisröskun. í hinum hópnum eru svo aðal-
lega náttúruverndarsinnar, sem mega ekki til þess
hugsa, að náttúruperlum verði fórnað fyrir virkjanir.
Fjöldi málsmetandi manna efast stórlega um á-
gæti stóriðju á nýjum tímum upplýsingaaldar og
ört vaxandi þekkingariðnaðar á íslandi. Og svo
eru margir, sem stórefast um arðsemi þessara
áforma burtséð frá öllum hugleiðingum um nátt-
úruspjöll. í seinni tíð hefur skilningur manna á
verðmæti hinnar ósnortnu náttúru íslands farið
vaxandi, og margir sjá öræfin norðan Vatnajökuls
sem einhvern mesta fjársjóð, sem íslendingar eiga
og geta tekið með sér inn í framtíðina. Það sé því
óðs manns æði að ætla að skemma þetta land,
sem er stærsta ósnortna hálendissvæði Vestur-
Evrópu, með stórum virkjunum. Verðmæti þess
með tilliti til þess aðdráttarafls, sem það hefur á
innlenda og erlenda ferðamenn, er af mörgum
talið margfalt á við það, sem fengist með virkjun
42