AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Side 50

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Side 50
leysingaflóða er veitt inn í aðrennslisgöngin frá Hálslóni til virkjunarinnar, sem skilar miðluðu, þ.e. jöfnu rennsli til Lagarfljóts, og minnkar þannig sumarrennslið. Vatnsrennsli til Lagarfljóts mun hins vegar tvö- til þrefaldast frá október til apríl (mynd 6), þ.e. á lágrennslistímabilinu, þegar nóg rými er fyrir viðbótarrennsli í farvegi Jökulsár í Fljótsdal og Lagarfljóts, en vatnsborði þess er á þessum tíma árs að miklu leyti stjórnað með lokum Lagarfossvirkjunar (Landsvirkjun 2001). Hálslón; foH 09 vistkerfisbrcyting- ar í úrskurði sínum leggur Skipulagsstofnun áhersl- u á að ekki hafi verið nægilega metin áhrif af mótvægisaðgerðum gegn áhrifum Hálslóns á jarðvegsrof og áfok. Fjórar skýrslur sérfræðinga voru ritaðar um þessi efni fyrir úrskurð Skipu- lagsstofnunar og 2-3 skýrslur og minnisblöð hafa birst eftir úrskurðinn, m.a. greinargerð sem lýsir mögulegum varnaraðferðum gegn sandfoki úr strandsvæðum lónsins (Hönnun o.fl. 2001). Ólafur Arnalds á Rannsóknastofnun land- búnaðarins (2001) hefur ritað minnisblað, eftir úrskurð Skipulagsstofnunar, varðandi rannsóknir á foki við Hálslón og segir þar: „Það er afar mikil- vægt að hafa í huga að verkfræðilegar aðgerðir, svo sem myndun varnargarðs, jarðvegsdæling og vökvun eru forsendur þess að stöðva megi fok sem líklega verður frá jarðvegi neðan lónbotns á meðan ekki er fullt í lóninu. Slíkar aðgerðir eru forsenda þess að ekki myndist áfoksgeirar og þar með keðjuverkun foks og uppblásturs sem borist geti áfram inn á Vesturöræfi austan Hálslóns. Einnig verður að tryggja að rofabörð í jaðrinum séu ekki virk, fyrst og fremst með verkfræðilegum aðgerðum”. Ólafur Arnalds (2001) mælir líka með líffræði- legum mótvægisaðgerðum og ritar: „Hafa verður í huga að svæðið við Hálslón stendur hátt og ársúr- koma er lítil og aðstæður því erfiðar. Þó verða að teljast góðar líkur á að hægt sé, með markvissum aðgerðum, að hafa áhrif á þrótt og grósku gróðurs...”. Ólafur vitnar einnig í skrif Náttúru- fræðistofnunar íslands, þar sem segir: „Náttúru- fræðistofnun tekur undir þá skoðun að verkfræði- legar aðgerðir geti verið árangursríkar til að stem- ma stigu við rofi en telur jafnframt að líffræðilegar aðgerðir komi til greina, sé rétt að þeim staðið”. Ennfremur: „Við fyrirhugað Hálslón er grávíðir mjög algengur í mjög mörgum gróðurlendum. Því má ætla að friðun og væg áburðargjöf muni auka vöxt hans og þekju verulega og þar með minnka hættu á rofi”. Landgræðsla ríkisins hefur mikla reynslu af bar- áttu við áfoksgeira, t.d. á Hólsfjöllum og Mývatns- öræfum, þar sem veðurfar er líkt og við Hálslón, og leggur til, að til þess að stöðva myndun eða framrás áfoksgeira, verði sáð melgresi og grasfræi í foksvæði og þau friðuð fyrir beit með rafgirðing- um (Ólafur Arnalds 2001). Þá leggur Ólafur áhers- lu á að til þess að varnaraðgerðir heppnist verði rekstraraðilar virkjunarinnar að hafa sívirkt eftirl- itskerfi í gangi. Skipulagsstofnun hefur hins vegar vakið athygli á því að áhrif þessara mótvægisað- gerða hafa ekki verið metin. Aðrir þættir: Hér koma vangaveltur um ýmis atriði sem höf- undi finnst geta skipt máli í umræðu um umhverf- isáhrif Kárahnjúkavirkjunar. Bundið slitlag Mikilvægt er að helstu umferðarvegir og vinnu- vegir á virkjunarsvæðinu verði lagðir bundnu slitla- gi eða rykbundnir strax og framkvæmdir hefjast til að koma í veg fyrir að rykský leggist yfir landið á lygnum sólardögum, eins og sést við slíkar að- stæður við ýmsa fjölfarna hálendisvegi, eftir að bundna slitlaginu sleppir, t.d. á Þjórsár/ Tungnaár- svæði. Þjöppuð þurrsteypa Þar sem því verður við komið hefur það vænleg áhrif á umhverfið ef hægt er að nýta sem mest af bergmulningnum sem kemur úr jarðgöngum, t.d. í stíflur úr svonefndri RCC-steypu, en það er sementsrýr þjöppuð þurrsteypa, sem er meðhönd- luð eins og venjuleg möl, flutt á vörubílum eða með færiböndum, lögð út og þjöppuð með valtara. Hluti Kárahnjúkavirkjunar er svonefnd Hrauna- veita, sem veitir efstu drögum ánna á hálendinu austan Eyjabakka til Jökulsár í Fljótsdal. Kanna þarf þann möguleika að stíflurnar í Hraunaveitu verði reistar úr þjappaðri þurrsteypu, en þá nægir bergmulningurinn úr jarðgöngum veitunnar nokk- urn veginn í það verk. Þá þyrfti mun færri efnis- námur, ef nokkrar, og litlir sem engir mulnings- haugar yrðu við jarðgangamunnana. 48

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.