AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Qupperneq 50

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Qupperneq 50
leysingaflóða er veitt inn í aðrennslisgöngin frá Hálslóni til virkjunarinnar, sem skilar miðluðu, þ.e. jöfnu rennsli til Lagarfljóts, og minnkar þannig sumarrennslið. Vatnsrennsli til Lagarfljóts mun hins vegar tvö- til þrefaldast frá október til apríl (mynd 6), þ.e. á lágrennslistímabilinu, þegar nóg rými er fyrir viðbótarrennsli í farvegi Jökulsár í Fljótsdal og Lagarfljóts, en vatnsborði þess er á þessum tíma árs að miklu leyti stjórnað með lokum Lagarfossvirkjunar (Landsvirkjun 2001). Hálslón; foH 09 vistkerfisbrcyting- ar í úrskurði sínum leggur Skipulagsstofnun áhersl- u á að ekki hafi verið nægilega metin áhrif af mótvægisaðgerðum gegn áhrifum Hálslóns á jarðvegsrof og áfok. Fjórar skýrslur sérfræðinga voru ritaðar um þessi efni fyrir úrskurð Skipu- lagsstofnunar og 2-3 skýrslur og minnisblöð hafa birst eftir úrskurðinn, m.a. greinargerð sem lýsir mögulegum varnaraðferðum gegn sandfoki úr strandsvæðum lónsins (Hönnun o.fl. 2001). Ólafur Arnalds á Rannsóknastofnun land- búnaðarins (2001) hefur ritað minnisblað, eftir úrskurð Skipulagsstofnunar, varðandi rannsóknir á foki við Hálslón og segir þar: „Það er afar mikil- vægt að hafa í huga að verkfræðilegar aðgerðir, svo sem myndun varnargarðs, jarðvegsdæling og vökvun eru forsendur þess að stöðva megi fok sem líklega verður frá jarðvegi neðan lónbotns á meðan ekki er fullt í lóninu. Slíkar aðgerðir eru forsenda þess að ekki myndist áfoksgeirar og þar með keðjuverkun foks og uppblásturs sem borist geti áfram inn á Vesturöræfi austan Hálslóns. Einnig verður að tryggja að rofabörð í jaðrinum séu ekki virk, fyrst og fremst með verkfræðilegum aðgerðum”. Ólafur Arnalds (2001) mælir líka með líffræði- legum mótvægisaðgerðum og ritar: „Hafa verður í huga að svæðið við Hálslón stendur hátt og ársúr- koma er lítil og aðstæður því erfiðar. Þó verða að teljast góðar líkur á að hægt sé, með markvissum aðgerðum, að hafa áhrif á þrótt og grósku gróðurs...”. Ólafur vitnar einnig í skrif Náttúru- fræðistofnunar íslands, þar sem segir: „Náttúru- fræðistofnun tekur undir þá skoðun að verkfræði- legar aðgerðir geti verið árangursríkar til að stem- ma stigu við rofi en telur jafnframt að líffræðilegar aðgerðir komi til greina, sé rétt að þeim staðið”. Ennfremur: „Við fyrirhugað Hálslón er grávíðir mjög algengur í mjög mörgum gróðurlendum. Því má ætla að friðun og væg áburðargjöf muni auka vöxt hans og þekju verulega og þar með minnka hættu á rofi”. Landgræðsla ríkisins hefur mikla reynslu af bar- áttu við áfoksgeira, t.d. á Hólsfjöllum og Mývatns- öræfum, þar sem veðurfar er líkt og við Hálslón, og leggur til, að til þess að stöðva myndun eða framrás áfoksgeira, verði sáð melgresi og grasfræi í foksvæði og þau friðuð fyrir beit með rafgirðing- um (Ólafur Arnalds 2001). Þá leggur Ólafur áhers- lu á að til þess að varnaraðgerðir heppnist verði rekstraraðilar virkjunarinnar að hafa sívirkt eftirl- itskerfi í gangi. Skipulagsstofnun hefur hins vegar vakið athygli á því að áhrif þessara mótvægisað- gerða hafa ekki verið metin. Aðrir þættir: Hér koma vangaveltur um ýmis atriði sem höf- undi finnst geta skipt máli í umræðu um umhverf- isáhrif Kárahnjúkavirkjunar. Bundið slitlag Mikilvægt er að helstu umferðarvegir og vinnu- vegir á virkjunarsvæðinu verði lagðir bundnu slitla- gi eða rykbundnir strax og framkvæmdir hefjast til að koma í veg fyrir að rykský leggist yfir landið á lygnum sólardögum, eins og sést við slíkar að- stæður við ýmsa fjölfarna hálendisvegi, eftir að bundna slitlaginu sleppir, t.d. á Þjórsár/ Tungnaár- svæði. Þjöppuð þurrsteypa Þar sem því verður við komið hefur það vænleg áhrif á umhverfið ef hægt er að nýta sem mest af bergmulningnum sem kemur úr jarðgöngum, t.d. í stíflur úr svonefndri RCC-steypu, en það er sementsrýr þjöppuð þurrsteypa, sem er meðhönd- luð eins og venjuleg möl, flutt á vörubílum eða með færiböndum, lögð út og þjöppuð með valtara. Hluti Kárahnjúkavirkjunar er svonefnd Hrauna- veita, sem veitir efstu drögum ánna á hálendinu austan Eyjabakka til Jökulsár í Fljótsdal. Kanna þarf þann möguleika að stíflurnar í Hraunaveitu verði reistar úr þjappaðri þurrsteypu, en þá nægir bergmulningurinn úr jarðgöngum veitunnar nokk- urn veginn í það verk. Þá þyrfti mun færri efnis- námur, ef nokkrar, og litlir sem engir mulnings- haugar yrðu við jarðgangamunnana. 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.