AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Side 62

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Side 62
sem mest allra hefur unniö að félagsmálum ís- lenzkra arkitekta. í Húsameistarafélagið gekk Guðmundur Kr. í apríl 1954 og varð 29. skráður félagi þess félags, en tveir stofnfélaganna voru þá látnir. Þátttaka í félagsmálum arkitekta var mjög al- menn áður en félagsmenn fylltu hundraðið og und- ravert hve þessi litli hópur átti sér stóra drauma og ákvað oft að hrinda hugmyndum sínum í fram- kvæmd. Á fyrsta aðalfundi eftir inngönguna var Guðmundur Kr. valinn einn fulltrúa Húsameistara- félagsins í Bandalagi íslenzkra listamanna og í nefnd vegna arkitektúrsýningar í Berlín. Aðeins ári síðar var hann kosinn ritari félagsins til tveggja ára, en á þeim fundi var nafni þess breytt í Arki- tektafélag íslands. Störf Guðmundar Kr. fyrir fag- félag hans eru mörg og óeigingjörn. Hann var val- inn í fyrstu menntamálanefnd félagsins 1962 og ári síðar í fyrstu stjórn Minningarsjóðs dr. Guðjóns Samúelssonar. Haustið 1958 var ákveðið að stofna Bygginga- þjónustu Arkitektafélags íslands. Guðmundur Kr. var ráðinn fyrsti framkvæmdastjóri hennar og gegndi því starfi um nokkurra ára skeið. Á þessum árum naut fyrirtækið mikils velvilja og aðsóknin í sýningarsalina var mikil. Guðmundur Kr. tók það nærri sér þegar halla fór verulega undan rekstrin- um á áttunda áratugnum og taldi að blása ætti í glæðurnar á ný. Hann var líka einn frumkvöðla að stofnun Lífeyrissjóðs Arkitektafélags íslands og fyrsti stjórnarformaður hans. Guðmundur Kr. var kosinn meðstjórnandi A.í. árin 1968 og 1972, og hann var kjörinn formaður Arkitektafélagsins 1973 og endurkosinn ári síðar. Guðmundur Kr. rak um langt árabil teiknistofu, og fékkst við mörg áberandi mannvirki af ýmsum toga. Hann kaus að hafa ekki marga í vinnu hjá sér, og sá til þess að aðeins vel útfærð verk færu út af stofunni. Þegar samstarfi þeirra Gunnlaugs lauk, sem þó var ekki alltaf með mjög formföstum hætti, vann hann ýmist einn eða með mági sínum Ferdinand Alfreðssyni arkitekt, og frá 1973 ráku þeir mágar teiknistofu saman á Ægisgötu í Reykjavík. Þar hafði einnig á tímabili aðstöðu Helga, arkitekt, dóttir Guðmundar og vann hún að verkefnum með þeim. Eftir Guðmund Kr. liggja mörg eftirtektarverð verk, sem hann vann ýmist einn eða ásamt samstarfsmönnum sínum. Guð- mundur Kr. vann mikið fyrir Rafmagnsveitur Reykjavíkur og Rafmagnsveitur ríkisins, s.s. svæðisstöðvar á Blönduósi og Hvolsvelli og í Stykkishólmi og fyrir Landsvirkjun s.s Búrfellsvirkj- un (1965), Sigölduvirkjun (1974) og Hrauneyja- fossvirkjun (1978). Hann vann aðalbyggingu Há- skólabíós með Gunnlaugi 1959 og lægri bygging- arnar með Ferdinand (á árunum 1986-92) og með Ferdinand einnig Suðurlandsbraut 18, hús Olíufélags íslands á tímabilinu 1970-79. Eftir Guð- mund Kr. liggur mikill fjöldi íbúðarhúsa, s.s. ein- býlishús á Mávanesi 7 í Garðabæ (1967) og fjöl- eignahúsin Sólheimar 25 og 27 í Reykjavík (1957). Óvæntur endir var bundinn á starfsferil Guð- mundar Kr., þegar hann fékk hjartasjúkdóm fyrir um það bil áratug. Honum fylgdu nokkur áföll, og fór svo að Guðmundur Kr. treysti sér ekki aftur til starfa. Auk Helgu, sem starfar hjá byggingarfull- trúanum í Reykjavík, eignuðust Guðmundur Kr. og kona hans, Sigrid Agnes, fjögur börn og eru þrjú þeirra á lífi. Fáir hafa meira lagt af mörkum fyrir Arkitekta- félag íslands en Guðmundur Kr. Kristinsson. Það var því löngu tímabært og eðlilegt þegar stjórn félagsins ákvað það nú í haust að gera Guðmund Kr. að fjórða heiðursfélaga sínum og fylla þar með flokk, sem í eru arkitektarnir Sigurður Guðmunds- son og Gunnlaugur Halldórsson og auk þeirra Hörður Ágústsson, listmálari og fræðimaður. Boð- að hafði verið til félagsfundar þar sem þessi gjörningur var á dagskrá, en daginn fyrir fundinn lézt Guðmundur Kr. Á aðalfundi A.í. þann 24. nóv- ember s.l. var ákvörðun stjórnar um að gera Guð- mund Kr. að heiðursfélaga Arkitektafélagsins borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 60

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.