AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Side 67

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Side 67
Hochschule fiir bildende Kúnste,Wett- beverb 2000, Hamburg. Sendiráð íslands í Berlín. Samk. 1996. arkitektastofa Gunnlaugs Ausstellungsgebaude Mercedes. Bald, Siegen. 1996. Baldurssonar okkrir íslenskir arkitektar hafa á undanförnum árum haslað sér völl erlendis og reka þar nú arkitekta- stofur í stað þess að snúa til baka til heimahaganna að námi loknu. Þessir aðilar hafa starfað í alþjóð- legu umhverfi og öðlast mikilvæga þekkingu og reynslu sem m.a. getur bæði nýst íslenskum fyrir- tækjum sem starfa erlendis og erlendum fyrir- tækjum sem hugsa sér til hreyfings hér á landi. Tímaritið aVs hefur ákveðið að kynna nokkra þes- sara aðila og verk þeirra í næstu heftum í þeirri von að það verði íslenskum arkitektum hvatning til þátt- töku í verkefnum á erlendri grund. ritstj. Aö loknu námi í arkitektúr viö háskólann í Karls- ruhe fann ég mér starfsvettvang i Kölnarborg. Þar var ég í liðlega 10 ár í vinnu á þekktum teikni- stofum. Áriö 1985 haslaði ég mér völl sem sjálf- stæður arkitekt, fyrst í Köln, en frá 1991 í háskóla- bænum Siegen, 80km austan frá Köln. Siðustu árin hef ég haft að meðaltali 3-4 menn í vinnu, þannig að samvinnan er mjög svo persónuleg og náin. Ég tel það mér til gæfu að hafa kynnst ströngum skóla Eiermanns og annarra sem á þessum árum voru áberandi í Karlsruhe. Undir áhrifum þessa tíma hefur nokkuð stöðugt handbragð þróast hjá okkur. En hvernig verður nú arkitektúr til? Mikilvægt er að gera sér vísvitandi grein fyrir staðháttum og samhengi. Samfelld þróun er að jafnaði heilla- drýgri en byltingar. Mannveran er mælikvarðinn, hvernig henni líður vel og hvar samvera og menn- ing getur þrifist og dafnað. Rótgróin menning Miðjarðarhafslanda heillar mig enn og aftur. Þar er lífsgleðin og orkan óskert. Oft heyri ég byggjendur okkar tala um að húsin hafi sál, sem minni á frítíma og gott andrúmsloft Miðjarðarhafsumhverfis. Það þykja mér góð laun eftir erfiðið. Skapandi og listrænn skilningur er undirstaðan fyrir fagvinnu okkar. Afgerandi er þó öryggi í fram- kvæmdum og tæknilegu eftirliti. Hér á slóðum ber hönnuður ábyrgð á að verki sé lokið innan ákveð- ins kostnaðar- og tímaramma. Verkið verður að fullnægja öllum lögum og reglum. Mikil ábyrgðar- vinna gleymist þó, þegar nýtt hús er vígt og höf- undur finnur að manneskjurnar í kringum hann geisla af lífsfjöri. Til þess var jú leikurinn gerður. Þeim sem vilja fá meiri upplýsingar um Arkitektastofu Gunnlaugs Baldurssonar er bent á www.baldursson.de 65 GUNNLAUGUR BALDURSSON ARKITEKT

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.