AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.2001, Page 68
Prager Strasse, Dresden, 1998
Opin samkeppni innan Evropu, 86 tillögur. Verö-
launuö tillaga.
í lok heimsstyrjaldar var Dresden i rústum.
Prager Strasse var algjörlega nýuppbyggt á tím-
um kommúnista, þannig aö 150 m langt íbúðarhús
viö eina hliöina og 3 stórar hótelbyggingar á móti
mynduðu umhverfi í stíl funktionalisma eftirstríðs-
áranna. Þessar byggingar eru tákn ákveðins tíma-
bils í sögu Dresdenborgar og eru þess vegna
undir verndarvæng, þó aö margir myndu ekki sjá
eftir þeim.
Verkefniö var að „blása lífi“ í þetta fremur óaölaö-
andi umhverfi og um leiö aö skipuleggja mjög stórt
(200,000 m2) nýtt verslunar- og skrifstofuhúsnæöi
svo og álíka feikn af íbúðum.
Ég kynntist Dresden þegar ég var aö vinna viö
útfærslu á opinberu verkefni (Feuerwache Dres-
den) á árunum 94 /95 og heillaðist þá af borginni.
Samblandiö af gömlu menningunni og áhrifum
kommúnisma ásamt uppbyggingu síðustu ára er
einstakt. Stórhuga mælikvarði Barrokktímabilsins
gerir meöalstærð aö stórborg, sem minnir á París
og álíka borgir.
Úr umsögn dómnefndar:
Á frumlegan hátt myndast í Prager Strasse nýtt
borgarrými. Stóra íbúðarhúsinu er breytt þannig
aö heillandi borgarhlið myndast. Þar er kvik-
myndahöll CoopHimmelblau annarsvegar sett á
sviö og hinsvegar verður til alveg nýtt útirými, sem
er heillandi.
Meö allri skipulagsuppbyggingu tengjast austur-
og vesturhlutar borgarinnar á sannfærandi hátt
saman.
66