Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 FRÉTTIR Gæði fyrir dýrin og þig! FB Reykjavík Korngarðar 12 570 9800 FB Selfoss Austurvegur 64 a 570 9840 FB Hvolsvöllur Duftþaksbraut 1 570 9850 www.fodur.is fodur@fodur.is Allir félagmenn Bændasamtaka Íslands á aldrinum 18-74 ára eru tryggðir með tímabundna afleysingu í allt að sex mánuði, verði þeir ófærir til starfa af völdum slyss eða sjúkdóms, samkvæmt nýjum samningi BÍ og Sjóvár. Skilyrði bótaréttar er að félagsmaður hafi verið óvinnufær að lágmarki 50 prósent í minnst þrjá mánuði, en engar bætur fást fyrir fyrsta mánuðinn. Mánaðarleg upphæð er 350 þúsund krónur til þeirra sem eru algerlega óstarfhæfir og greiðast bætur í hámark sex mánuði á bótatímanum. Bændasamtök Íslands halda skrá utan um vátryggða félagsmenn sem eru 2.463 talsins. Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri BÍ, segir hóptrygginguna tímamóta- samning og eitt skref í átt að því að koma á heildstæðri og öflugri afleysingaþjónustu fyrir bændur. „Ýmsar fyrirmyndir er að finna frá löndunum í kringum okkur, t.a.m. frá Finnlandi og Noregi, en þess má geta að sjúkra- og afleysingaþjónusta hefur verið hluti af norskum landbúnaði frá árinu 1991 og er ætlað að tryggja afleysingaþjónustu þegar veikindi eða slys ber að höndum. Óþarft er að fara mörgum orðum um mikilvægi innlendrar landbúnaðarframleiðslu með vísan til fæðuöryggis þjóðar, en í öllum málflutningi um starfsskilyrði bænda er þó tilefni til þess að árétta um mikilvægi þess að styrkja stoðir fæðuöryggis og áfallaþol samfélagsins. Er framboð skipulagðrar afleysingaþjónustu við bændur mikilvægur þáttur í því verkefni, en nýliðun í greininni gengur hægt og meðalaldur félagsmanna BÍ er um 57 ár.“ Hóptryggingin tók gildi þann 1. apríl sl. Starfsmenn BÍ upplýsa félagsmenn nánar um tilvist og efni vátryggingarinnar og þá skilmála sem um hana gilda. /ÁL-ghp Félagsmenn tryggðir Búnaðarþing: Krafturinn og frumkvæðið þarf að koma frá bændum Búnaðarþing var haldið dagana 30. og 31. mars síðastliðinn. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra ávarpaði þingið við setningu þess. Hún sagði fyrsta starfsár matvælaráðuneytisins hafa styrkt hana í þeirri trú að framtíðin væri björt fyrir íslenskan landbúnað, þrátt fyrir áskoranir í matvælakeðjunni. „Tækifærin munu hins vegar ekki raungerast af sjálfu sér, það þarf skýra sýn og markviss skref,“ sagði hún en að því hefur verið unnið síðan matvælaráðuneytið var sett á fót. „Það skiptir miklu máli þegar annars vegar er lykilatvinnugrein, eins og sú sem hér er undir, að framtíðarsýnin sé skýrari svo fyrirsjáanleikinn sé meiri. Við finnum ýmis markmið á víð og dreif í lögum, ýmsar reglur um landbúnað, alls konar markmiðsákvæði í búvörusamningum en þessa heildstæðu sýn höfum við ekki haft hingað til,“ sagði Svandís og vísaði þar með til landbúnaðarstefnu sem nýlega var dreift á Alþingi sem á að taka saman markmiðin á einn stað. Unnið hefur verið að því að skapa skilyrði fyrir aukinni kornrækt á Íslandi, sagði Svandís. „Enda er það forsenda fyrir auknu fæðuöryggi þjóðarinnar.“ Vegna þessa hefur ríkisstjórnin kynnt fjármálaáætlun þar sem framlög til landbúnaðar verða aukin um tvo milljarða króna á fjórum árum til þess að hrinda í framkvæmd aðgerðaáætlun um aukna kornrækt. Hún sagði að byltingarkennd tækni í kynbótum yrði nýtt til að hraða erfðaframförum og myndi Landbúnaðarháskólinn, í samstarfi við erlenda sérfræðinga, aðlaga bygg og hveiti að íslenskum aðstæðum hraðar en hefur verið mögulegt hingað til. „Forsendan fyrir því að við getum í sameiningu skapað bætt skilyrði fyrir landbúnaðinn er frumkvæði bænda til framfara. Krafturinn og frumkvæðið þarf að koma frá bændum. Þetta á við í öllum búgreinum, og sérstaklega um þau ykkar sem hyggja á að taka þátt í að byggja upp kornsamlög, en að mörgu þarf að hyggja á næstu mánuðum til þess að vera reiðubúin til að sækja um styrki fyrir kornþurrkstöðvar á næsta ári og árum. Það getur enginn gert það nema þið.“ Lagði áherslu á upprunamerkingar Ráðherra sagðist ekki sjá fyrir sér neinar kúvendingar á búvöru- samningum við þá endurskoðun sem er nú fyrir dyrum. Hún sagði mikilvægt að stuðningkerfin hvettu til fjárfestinga, frekar en að binda fjármagn. Með því væri stuðlað að því að við gerðum hlutina betur. Hún sagðist vilja horfa til einföldunar á kerfinu með gagnsæi og skýrleika í búvörusamningum. Svandís kom inn á stór tíðindi í baráttunni gegn riðu í sauðfjárrækt, en síðasta vetur fundust erfðavísar sem veita vernd gegn þessum vágesti. Þar með séu komin fyrirheit um lokasigur gegn riðunni. Lambakjötið fékk nýlega upprunavottun frá Evrópusambandinu. „Þannig skipar dilkakjötið okkar sér í hóp með Búrgundarvínum, parmaskinkum og ótal fleiri landbúnaðarvörum í hæsta gæðaflokki.“ Ráðherra sagði mikilvægt að afurðafyrirtæki veittu nákvæmar upplýsingar um uppruna afurða, til þess að neytendur gætu tekið upplýstar ákvarðanir. Hún sagði þörf á að setja meiri kraft í upprunamerkinguna „Íslenskt staðfest“ til þess að vernda orðspor innlendra matvæla. Kúabændur innleiddu erfða- mengisúrval í mjólkurkúm á síðasta ári og sagði Svandís markviss skref hafa verið tekin með því til að auka samkeppnishæfni kúabænda, á sama tíma og hægt væri að standa vörð um erfðaauðlindir innlendra búfjárstofna. Verkefnin voru að stórum hluta fjármögnuð af kúabændum sjálfum, sem ráðherra sagði vera til marks um þann kraft og framsýni sem býr í greininni. /ÁL Svandís Svavarsdóttir ávarpaði Búnaðarþing. Mynd / Helga Dögg Er kominn tími á bændaflokk? – Formaðurinn hvatti bændur til dáða á Búnaðarþingi Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, spurði í setningarræðu sinni á Búnaðar- þingi hvort tími væri kominn á bændaflokk. Vísaði hann með því til þess að hollenskir bændur buðu nýverið til þings og fengu gott fylgi. „Þetta fer að verða umhugsunar- vert hvernig við náum samtalinu, því við viljum gjarnan áheyrn og árangur í landbúnaði til framtíðar,“ sagði Gunnar og beindi orðum sínum til stjórnmálamanna í salnum. „Það sem truflar mig í sálinni eru óvæntar uppákomur eins og við erum að upplifa með niðurfellingu tolla á landbúnaðarvörum frá Úkraínu. Allt í einu sitjum við í þeirri stöðu að keppa við tollfrjálsan varning sem flæðir til landsins. Það er fyrirsjáanleiki sem við erum að kalla eftir,“ sagði Gunnar. Gunnar spurði jafnframt hvort bændur eigi einir að redda verðbólgunni og hvort verkalýðshreyfingin ætli að hafa áhrif á tollaumhverfi á landbúnaðarvörum. „Samkeppni knýr framleiðendur til að auka skilvirkni. Ég held að bændur séu búnir að hagræða inn að beini og ekki hafa stríðsátök hjálpað með hækkandi aðfangaverði. Eigum við von á því að verka- lýðshreyfingin geti haft áhrif á tollaumhverfi í landbúnaðarvörum til framtíðar, þar sem í mínum skilningi eigi bændur að redda verðbólgunni? Eigum við ein að gera það? Landbúnaðurinn er ein af grunnstoðum íslensks samfélags, ekki bara í fæðulegu tilliti, heldur er þetta gríðarlega mikið byggðarmál sem snýr að því að við viljum gjarnan halda blómlegu mannlífi í hinum dreifðu byggðum landsins,“ sagði Gunnar. Hann bætti við að bændur, sem jarðeigendur, gegna lykilhlutverki í bindingu kolefnis. Nú standa yfir viðræður við stjórnvöld um endurskoðun búvörusamninga. „Þá þurfum við að vanda til verka og ég hlakka til samtalsins. Við áttum fund nýlega þar sem við fórum yfir það sem okkur langar mest í. Formaður samninganefndarinnar sagði að við fengjum ekki alveg allt – en sumt,“ sagði Gunnar. Vandinn í skipulagsmálum truflar bændur, sérstaklega þá sem eru með stærri bú í alifugla- og svínarækt. „Það er gerð krafa um 600 metra radíus í kringum viðkomandi búskap og það er nánast hvergi hægt að byggja það nema á miðhálendi Íslands. Sjáum við fram á mikla fjölgun og endurnýjun í stéttinni þar sem nýir aðilar geta nálgast stuðning og hagstæðari lán til þess að kaupa framleiðslueiningar til að byggja upp sína framtíð? Eða horfum við fram á stöðnun þar sem aðgerðir stjórnvalda einkennast eingöngu af niðurgreiðslu landbúnaðarafurða til að mæta kröfu neytenda um lægra matvælaverð? Eitt er víst að í sameinuðum Bændasamtökum Íslands hafa bændur náð þeirri skynsemi að hætta að plokka augun úr hver öðrum og horfa fram á veginn, hvernig við viljum sjá íslenskan landbúnað til framtíðar,“ sagði Gunnar Þorgeirsson við opnun Búnaðarþings á fimmtudaginn. /ÁL Gunnar Þorgeirsson. Mynd / Helga Dögg Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir frá Erpsstöðum í Dalabyggð. Mynd / Helga Dögg Matvælaráðherra afhenti Helgu Elínborg Guðmundsdóttur og Þorgrími Einari Guðbjartssyni landbúnaðarverðlaunin í ár. Þetta er í 25. skipti sem ráðherra landbúnaðarmála veitir verðlaunin frá 1997. Í ár var í fyrsta skiptið óskað eftir tilnefningum til verðlaunanna og bárust sex talsins. Óskað var eftir tilnefningum um bændabýli, önnur landbúnaðarfyrirtæki eða félög sem talin eru hafa verið á einhvern hátt til fyrirmyndar í íslenskum landbúnaði á næstliðnu ári. Við valið var litið til þátta eins og frumkvöðlastarfs, nýjunga í starfsháttum eða annars árangurs sem gæti verið öðrum til fyrirmyndar í landbúnaði, svo sem á sviði umhverfisstjórnunar, loftslagsmála, ræktunarstarfs og annarra þátta í starfseminni. Helga Elínborg og Þorgrímur Einar hafa búið á Erpsstöðum í Dalabyggð í 25 ár. Í ræðu sinni sagði Svandís Svavarsdóttir þau hafa alla tíð ástundað búskap sinn af forsjá og áhuga. „Á þessum árum hafa þau eflt búið verulega, aukið ræktað land, fjölgað kúm og framleiðslu afurða. Auk þess hafa þau stundað fjölbreytta starfsemi á bænum. Má þar nefna að þau voru meðal fyrstu bænda sem gerðu samning við Vesturlandsskóga um skógrækt á bændabýlum. Árið 2008 var byggt nýtt fjós og hófst þá heimavinnsla afurða árið eftir. Á Erpsstöðum er nú tekið á móti þúsundum ferðamanna á ári hverju sem geta kynnt sér íslenskan landbúnað og bragðað á vörum sem framleiddar eru á bænum undir vörumerkinu Rjómabúið á Erpsstöðum. Hjónin hafa einnig um árabil tekið á móti nemum í starfsnám frá landbúnaðarskólum í Evrópu.“ Verðlaunagripinn í ár hannaði Unndór Egill Jónsson. Verkið er gert úr íslensku kræklóttu birki og evrópskri hnotu. /ÁL Erpsstaðabændur hljóta landbúnaðarverðlaunin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.