Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 61
61Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023
HAFÐU SAMBAND
UMHVERFISVÆN
HREINSISTÖÐ
Skólphreinsibúnaður fyrir
sumarbústaðinn, heimilið og
fyrirtækið.
4601706
Hreint vatn, ýtrustu
kröfur um hreinsun á
frárennsli, frá böðum,
salernum, vöskum og
þvotta- og
uppþvottavélum.
Búnaðurinn
uppfyllir ströngustu
vistfræðilegar
kröfur sem gerðar
eru á Evrópska
efnahagssvæðin.
Hreinsar fosfór
og köfnunarefni.
ENGIN LYKT - ENGIN
SITURLÖGN
hagvis@hagvis.is www.hagvis.is
Tafla 4. Efstu bú landsins samkvæmt einkunn fyrir holdfyllingu sláturlamba (gerð) þar sem fjöldi sláturlamba eru
100 eða fleiri.
Tafla 5. Efstu bú landsins samkvæmt vaxtarhraða lamba (g/dag) þar sem fjöldi sláturlamba eru 100 eða fleiri.
á heimasíðu RML yfir bú sem náð
hafa mjög góðum árangri með sína
hjörð að teknu tilliti til margra
þátta. Þessar viðmiðanir hafa verið
í mótun og tekið breytingum og þá
ekki síst núna 2022 þar sem þeim
var breytt umtalsvert. Hér má sjá
hverjar þessar viðmiðanir eru fyrir
árið 2022. Eðlilegt er að svona
viðmiðanir taki nokkuð örum
breytingum í takt við vonandi
almennt betri árangur hjá fleirum.
Bú með fleiri en 100
skýrslufærðar ær þar sem fædd
lömb eftir fullorðnar ær eru fleiri en
1,90 og lömb til nytja fleiri en 1,71,
fædd lömb eftir veturgamlar ær eru
fleiri en 0,90 reiknað dilkakjöt eftir
allar ær er landsmeðaltal (>25,0
kg), gerðarmat sláturlamba er yfir
9,5, fitumat sláturlamba er 5,4-8,0,
hlutfall gerðar og fitu yfir 1,3.
Eins ná inn á listann bú
með góðar afurðir, þ.e. reiknað
dilkakjöt eftir allar ær (>30 kg)
og nytjahlutfall >90% þó frjósemi
sé minni en 1,9 lömb fædd.
Að öðru leyti er vísað á
þennan lista á heimasíðu RML
þar sem hann er að finna meðal
annara niðurstaðna skýrsluhalds í
sauðfjárrækt árið 2022.
Niðurstöður fyrir flokkun
sláturlamba
Í skýrslum fjárræktarfélaganna
fyrir framleiðsluárið 2022
eru upplýsingar um 431.703
sláturlömb á 1.533 búum.
Meðalfallþunginn var 17,0 kg,
einkunn fyrir holdfyllingu 9,39
og einkunn fyrir fitu 6,51. Árið
2021 voru sláturlömbin 453.589.
Meðalfallþungi var þá 17,7 kg ,
einkunn fyrir holdfyllingu 9,47 og
einkunn fyrir fitu 6,77. Það er því
talsverður munur milli þessara ára
hvað varðar framleiðslumagnið,
fallþungann og fituna en munur
á gerðinni er minni en ætla mætti
miða við 700 grömmum minni
fallþunga 2022.
Um þriðjungur skýrsluhaldara
hafa náð því marki sem sett hefur
verið fram fyrir fjárstofninn í
ræktunarmarkmiðum. Þar er
miðað við að ná öllum lömbum í
R eða hærri holdfyllingaflokk og
þar af 60% í U og E. Það bú sem
nær 40% lamba í R og 60% í U
fær 9,8 í gerðareinkunn. Ef horft
er til búa með upplýsingar um 100
sláturlömb eða fleiri, þá eru það 31
% sem ná þessari einkunn.
Fitan er eiginleiki sem er
bestur á ákveðnu bili. Til þessa
hefur markmiðið verið að sem
stærstur hluti framleiðslunnar fari
í fituflokka 2 og 3. Bú sem fær
helming framleiðslunnar í hvorn
flokk fengi fitueinkunn upp á
6,5 og stendur landsmeðaltalið
reyndar um það bil í þeirri
tölu í ár. Þyngstu lömbin voru
í Norður-Ísafjarðarsýslu 18,2
kg að meðaltali. Sláturlömb í
Eyjafirði voru að meðaltali 17,9
kg og í Strandasýslu voru þau
17,8 kg. Best gerðu lömbin voru
á Ströndum (holdfyllingareinkunn
10,35). Næst þeim komu slátur-
lömb á Snæfellsnesi með 9,92 í
holdfyllingareinkunn og í þriðja
sæti eru sláturlömb í Vestur-
Húnavatnssýslu með 9,84.
Bú með besta holdfyllingu
lamba
Miðað við 100 sláturlömb eða fleiri
eru það 23 bú sem ná þeim frábæra
árangri að holdfyllingareinkunn
sláturlambanna sé 11,5 eða hærri.
Árið 2021 voru þessi bú 17 talsins
en fallþungi var meiri en áður hefur
þekkst. Hæst gerðarmat var hjá
Sigurfinni Bjarkarssyni í Brattholti
í Árborg en 108 dilkar frá honum
fengu að meðaltali 12,92 í gerð.
Næst í röðinni koma lömbin hjá
Elínu Önnu og Ara Guðmundi
á Bergsstöðum í Miðfirði. Þau
lögðu inn 1.019 sláturlömb og er
meðalgerð þeirra 12,30.
Þriðju í röðinni eru sveitungar
þeirra, Ólafur og Dagbjört á
Urriðaá. Þau lögðu inn 1.027
sláturlömb og er meðalgerð
þeirra 12,29. Frábær árangur hjá
þessum bændum sem standa í
fylkingarbrjósti sauðfjárbænda,
hvað gerð sláturlamba varðar
Vaxtarhraði
Líklega er það draumur flestra
sauðfjárbænda að fá lömbin
rígvæn úr sumarhögum, tilbúin til
til slátrunar.
Hér skiptir að sjálfsögðu
máli að eðliseiginleikarnir séu
góðir í stofninum, að ærnar sé
mjólkurlagnar og lömbin búi yfir
mikilli vaxtargetu. Umhverfisáhrifin
vega hér einnig þungt, bæði atlætið
og gæði beitilandsins. Hvergi á
landinu uxu lömbin hraðar sumarið
2022 en á Búrfelli í Svarfaðardal,
en þau þyngdust að meðaltali um
166 g/dag.
Meðal vaxtahraði á landsvísu
var um 120 g/dag. Í töflu 5 má sjá
lista yfir bú þar sem lömbin náðu
mestum vaxtarhraða. Líkt og þar
kemur fram eru þessir lambahópar
yfirleitt með lágan meðalaldur,
langt undir meðalaldri sláturlamba
haustið 2022 sem voru 140 dagar
ef skoðuð eru bú með 100 eða fleiri
sláturlömb. Gefur það til kynna
að þessi lömb hafi haft það gott
í sumarhögum og komið rígvæn
af fjalli.
Að lokum
Niðurstöður skýrsluhaldsins hjálp
okkur til að greina hvað má bæta.
Listar yfir hæstu bú hjálpa okkur
að sjá hvaða árangri er hægt að
ná og eiga að virka sem hvatning.
En til að ná góðum árangri þarf
margt að spila saman, s.s. öflugar
kynbætur, góðir búskaparhættir,
haglendið og tíðarfarið. Nánari
upplýsingar varðandi niðurstöður
skýrsluhaldsins fyrir árið 2022 má
finna á heimasíðu RML.
Eyþór Einarsson
og Árni Bragason
ráðunautar hjá RML.