Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 52

Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 52
52 Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 Samúel Jónsson, bóndi á Brautar­ holti í Selárdal í Arnarfirði, er einn þekktasti alþýðulistamaður sem Ísland hefur alið. Félag um listasafn Samúels var stofnað fyrir 25 árum í þeim tilgangi að vernda verk hans. Á þessum tímamótum kemur út bókin Steyptir draumar um líf og list þessa sérstæða listamanns. Samúel Jónsson, 1884 til 1969, var bóndi í Selárdal í Arnarfirði og í Krossadal í Tálknafirði. Hann ólst upp við kröpp kjör, var lengi vinnumaður í Selárdal en myndlist heillaði hann alla tíð. Sjálflærður í listinni Samúel var sjálflærður í listinni, en sem ungur maður teiknaði hann talsvert og málaði með vatnslit og olíulit. Listaferill hans hófst ekki fyrir alvöru fyrr en hann hafði efni á að kaupa sement fyrir ellilífeyrinn í þeim tilgangi að reisa listasafn og höggmyndagarð og svo bættist kirkja við, með býsönskum turni sem hann byggði einn síns liðs, kominn hátt á áttræðisaldur. Þá kom vel í ljós að Samúel var mikill verkfræðingur í sér. Kirkjuna reisti Samúel þegar sóknarnefndin vildi ekki þiggja altaristöflu sem hann hafði málað fyrir Selárdalskirkju. Höggmyndagarður, listasafn og kirkja Í þessari áhugaverðu bók er fjallað um líf og list Samúels og birtar myndir af verkum hans sem flest eru í einkaeigu, en mörg hafa glatast. Einnig eru birtar myndir sem sýna Samúel á síðustu árum hans á Brautarholti þar sem hann byggði höggmyndagarð, listasafn og kirkju. Jafnframt segir frá endurreisnarstarfinu frá því Félag um listasafn Samúels var stofnað 1998. Ólafur J. Engilbertsson er ritstjóri bókarinnar. Gerhard König skrifar um sýn og aðferðir Samúels og ásamt Kára G. Schram skrifa þeir um endurreisnarstarfið. Bókin er 160 blaðsíður að stærð, innbundin og í stóru broti og prýdd fjölda ljósmynda. Hún fæst í helstu bókaverslunum og hjá útgefendum, Listasafni Samúels og Sögumiðlun. Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur til áframhaldandi viðgerða á verkum Samúels. Nánari upplýsingar um Samúel og listasafnið er að finna á vefnum samuelssafn.is. /VH Snorri Aðalsteinsson, fyrrverandi trillusjómaður frá Höfn í Hornafirði, hefur sent frá sér ljóðabók sem hann kallar Gullvör. Að sögn Snorra veitti einveran á miðunum honum oft gott næði til að setja saman ljóð í bundnu máli og þrátt fyrir að hann hætti á sjó héldu ljóðin á ram að verða til. Í bókinni er að finna bæði ljóð og lausavísur á íslensku og ensku Heitið Gullvör er rakið til hjartagóðs verndarvættis sem heldur til í Hrafnkelsdal í Múlaþingi og gengur suður úr Jökuldal. Vætturinn er ábúendum og ekki síst börnum í dalnum hjálparhella þegar á þarf að halda og þykir það góðs vottur vitjist Gullvör einhverjum í draumi. Í kynningu segir að Snorri sé fæddur og uppalinn í Vaðbrekku í Hrafnkelsdal og að bókin líti dagsins ljós í framhaldi þess að frændi hans, Ragnar Ingi, frá sama bæ hafi kvatt hann til að gefa hana út. /VH Moldin fæðir og klæðir íbúa heimsins. Íslenskur jarðvegur er einstakur á heimsvísu, frjór en viðkvæmur – órofa hluti af íslenskri náttúru. Í bókinni Mold ert þú fjallar dr. Ólafur Arnalds um jarðveg frá mörgum ólíkum hliðum. Ólafur segir að bókin byggi á reynslu og þeirri þekkingu sem hann hefur aflað sér í námi og við rannsóknir og kennslu allt frá því að hann tók þátt í viðamiklum beitartilraunum sem starfsmaður Rannsóknastofnunar landbúnaðarins frá árinu 1976, síðan í námi í jarðvegsfræði í Bandaríkjunum og í störfum allar götur síðan. „Þau störf hafa meðal annars miðast við að skilgreina og kortleggja jarðvegsrof á Íslandi en einnig að rannsaka eðli jarðvegsins á Íslandi sem hefur getið af sér jarðvegskort af landinu. Í bókinni er lögð áhersla á moldina sem hluta af vistkerfum og náttúru landsins. Fjallað er um vatnshringrásina og af hverju moldin gegnir lykilhlutverki við verndun vatns og miðlun þess. Kolefni í mold fær mikið rými, enda gegnir jarðvegur afar mikilvægu hlutverki fyrir hringrás gróðurhúsalofttegunda auk þess að stuðla að frjósemi vistkerfa. Meira er af kolefni í mold en gróðri og andrúmslofti samanlagt.“ Mold frá mörgum hliðum Mold ert þú er efnismikil, stór og glæsileg bók þar sem fjallað er um jarðveg og umhverfismál frá mörgum hliðum. Bókin skiptist í þrjá meginhluta, grunnþætti jarðvegsfræðinnar, íslenska mold og umhverfið. Veitt er innsýn í eiginleika jarðvegs, jarðveg á Íslandi og varpað er ljósi á tengsl moldarinnar við náttúru landsins og stöðu vistkerfa. Sagt er frá afgerandi á h r i f u m frosts á n á t t ú r u l a n d s i n s og mótun landslags. Sandur og uppfok fær einnig rými, enda telst landið vera með mikilvirkustu uppsprettum ryks á jörðinni, sem mótar vistkerfi um land allt, veðurfar og jafnvel frjósemi hafsvæðanna umhverfis landið. Fjallað er um landhnignun út frá hnattrænum sjónarmiðum sem og rætur hennar. Síðan er fjallað um áhrif landnýtingar á vistkerfi hér á landi sem annars staðar í heiminum og hruni íslenskra vistkerfa er gefinn sérstakur gaumur. Síðast en ekki síst er fjallað um nauðsyn þess að endurheimta vistkerfi, enda er þessi áratugur helgaður vistheimt á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Fróðleg bók Bókin er prýdd miklum fjölda ljós- og skýringamynda sem unnar voru af Fjólu Jónsdóttur og sem auka enn á innsýn lesenda á efninu. Mold ert þú er fróðleg bók fyrir alla sem áhuga hafa á náttúrufræði auk þess sem hún ætti að nýtast við kennslu í náttúru- og umhverfisfræðum auk jarðvegsfræði. /VH HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf MENNING Jarðvegur og íslensk náttúra: Mold ert þú Altaristafla sem sýnir upprisu Krists. Máluð af Samúel Jónssyni bónda í Selárdal og varðveitt á Listasafni ASÍ. Listasafn Samúels Jónssonar í Selárdal: Steyptir draumar Gullvör – Hjartgóður vættur í Hrafnkelsdal Bændablaðið kemur næst: 27. apríl Kirkjan sem Samúel Jónsson bóndi reisti á Brautarholti í Selárdal eftir að að sóknarnefndin vildi ekki hafa altaristöfluna sem hann hafði málað í Selárdalskirkju. Myndir / Félag um listasafn Samúels
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.