Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 LÍF&STARF Kæli- og frystiklefar í öllum stærðum og gerðum Margar gerðir af vélbúnaði fyrir kæli- og frystiklefa Mikið úrval af hillum Járnháls 2 - 110 Reykjavík Sími 440 - 1800 www.kaelitaekni.is Kælitækni er leiðandi í sölu og uppsetningu á kerfum með náttúrlegum kælimiðlum Mekka pottaplönturæktunar er í Hveragerði. Einungis tveir framleiðendur rækta pottaplöntur allan ársins hring og eru þeir báðir starfræktir í blómabænum. Annar þeirra er Birgir Steinn Birgisson hjá garðyrkjustöðinni Ficus. Páskarnir eru háannatími hjá Birgi, sem færir tilteknum stórverslunum 25.000 hátíðarliljur ´Tete a tete´ til sölu og dreifingar ásamt fleiri fallegum gullituðum blómum. Birgir ræktar pottaplöntur og sumarblóm og dreifir þeim í umboðssölu í helstu stórmarkaði. Hátíðarliljurnar ́ Tete a tete´eru þeim gæðum gæddar að eftir að þær hafa prýtt híbýli landans er hægt að planta þeim út í garð. Að tveimur árum liðnum koma þær svo upp aftur og blómstra þegar jörð þiðnar. Birgir ræktar um 250.000 inniplöntur og 150.000 sumarblóm yfir árið. Hann hefur ekki tölu á tegundum og segir að handtökin séu þónokkur. Hann fagnar pottaplöntuáhuga landans, sem sannarlega glæðir heimilin huggulegheitum og tryggir rekstrargrundvöll framleiðenda á borð við hann. „Á tíu ára tímabili átti fólk ekki að hafa blóm heima hjá sér. Allar auglýsingar í Bo Bedre og Hús&híbýli sýndu steríl heimili.“ Það reyndust erfið ár fyrir framleiðendur. „Svo kemur hrunið. Þá fer fólk meira að spá í hlutina heildrænt. Ungt fólk fór að versla plöntur og gera umhverfi sitt huggulegra en líka til að auðga súrefni á heimilinu. Síðan í hruninu hefur bæði áhugi og sala á pottaplöntum vaxið.“ Birgir segir þessa tískubylgju í kjölfar hruns ekki tilviljun. „Eldri garðyrkjubændur sögðu alltaf að þegar þjóðfélagið horfist í augu við vandamál þá aukist sala á plöntum. Ég varð var við það í heimsfaraldrinum. Fyrsta mánuðinn seldi ég ofboðslega lítið því enginn fór út úr húsi. En svo jókst salan og ég hef aldrei selt jafn mikið og á því tímabili, enda vildi fólk hafa fallegt heima hjá sér því það þurfti að hanga þar svo mikið.“ Birgir á sér uppáhaldsplöntu. „Hortensía er drottning blómanna. Hún er erfið, þarf að drekka mikið og lætur ekki gleyma sér. Þú getur fengið hana aftur í blóma með því að hafa hana inni í óupphituðu gróðurhúsi yfir vetur. Hún myndar ný blóm við kulda. Með því að klippa hana svo vel niður í marsmánuði þá tekur hún við sér og blómstrar aftur í júlí eða ágúst.“ /ghp Gular plöntur í algleymi – Ræktar 25.000 hátíðarliljur fyrir páska Mikið úrval fagurra blóma má finna hjá garðyrkjustöðinni Ficus. Ástareldur, gulir páskalyklar og hátíðarliljurnar ´Tete a tete´ blasa við, en á síðustu myndinni sjást þær síðastnefndu í kæli. Birgir og starfsmenn hans voru í óðaönn að pakka hátíðarliljunum ´Tete a tete´ til dreifingar í stórverslunum um land allt. Þær eru þeim gæðum gæddar að eftir að þær hafa prýtt híbýli landans er hægt að planta þeim út í garð. Hortensíur eru í uppáhaldi hjá Birgi. Hann ræktar þær í öllum regnbogans litum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.