Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023
Kynntu þér einn vinsælasta
trjákurlara Evrópu. Hreinir Garðar
er umboðsaðili Först á Íslandi.
hreinirgardar.is
571-2000
MEIRI KRAFTUR
MEIRI AFKÖST
Skannaðu mig!
alveg nýr gagnabanki fyrir honum,“
segir Kristín og Bjarni bætir við:
„Ég skrifaði doktorsritgerð þar
sem við þróuðum tölfræðiaðferð til
að meta líkur á langtíma endingu
munngerva. Þessi aðferð líkist BLUP
útreikningum. Við notumst mikið við
tölfræði á bak við okkar ræktun og
höfum sett okkur ákveðin skilyrði
sem við reynum að halda í vali á
stóðhestum og ræktunarhryssum,“
segir Bjarni en hugmyndafræðin hjá
þeim er mjög einföld; rækta undan
hryssum sem eru með ákveðna
útgeislun og fyrstu verðlaun fyrir
byggingu og hæfileika, mæður
þeirraa og ömmur þurfa líka að
standast sömu kröfur.
„Þetta er mjög feminísk
ræktunarstefna en þetta er ekki
flókið, ef þú horfir á tölfræði þá
skiptir hryssan bara svo gríðarlega
miklu máli. Stóðhesturinn getur ekki
bjargað öllu, ég hef reiknað út alls
konar í tengslum við hrossaræktina
og við vöndum valið vel. Það er
kannski engin tilfinning í þessu – en
það er mikil tölfræði,” segir Bjarni
og brosir.
Kristín er nú kannski ekki alveg
sammála þessu en oft fara hestar
sem hrífa þau í brautinni á listann
yfir líklega hesta til undaneldis.
Blaðamaður bendir þeim á að margir
af bestu hestunum hafi nú orðið til
undan lágt skrifuðum hrossum og er
Bjarni snöggur að svara því.
„Það köllum við tilviljunargæðinga
en samkvæmt mínum útreikningum
eru ekki nema 7% líkur, eða 1 af 18,
á því að það gerist. Orri frá Þúfu, sem
er án efa mesti kynbótahestur allra
tíma, er dæmi um tilviljunargæðing
undan ósýndri hryssu þannig að
sem betur fer eru ekki allir að beita
tölfræðinni eins og við.“
Langt fram úr villtustu
útreikningum
Á Landsmóti síðasta sumar var
Sindri frá Hjarðartúni sýndur.
Sindri, sem er ræktaður af Óskari en
í eigu þeirra Kristínar og Bjarna, sló
hæfileikamet Spuna frá Vesturkoti
og Arion frá Eystra-Fróðholti og er
nú hæfileikamesti íslenski hesturinn.
Hesturinn var sýndur af Hans Þór
Hilmarssyni en hann og kona hans
Arnhildur Helgadóttir eru bústjórar
í Hjarðartúni.
„Við kaupum Sindra veturgamlan
og þegar við tókum hann inn til
frumtamningar létum við hann hlaupa
í reiðhöllinni. Okkur leist strax vel á
hann. Hann þróaðist vel og vorum við
Hansi farnir að gera okkur vonir um
að hann færi kannski einhvern tímann
yfir 9,0 fyrir hæfileika. Að hann myndi
slá metið ímyndaði ég mér aldrei,“
segir Bjarni og Kristín skýtur inn í
að hans villtustu útreikningar hefðu
aldrei komist að þessari niðurstöðu.
„Það var alveg merkilegt að fá
að upplifa þetta. Ég sat í brekkunni
og hreifst svo af hestinum. Síðan
allt í einu í miðri sýningu þá fattaði
ég að þetta var hesturinn minn. Ég
get alveg tárast yfir fallegu tölti en
að sjá hest getur oft snert listrænar
taugar hjá mér, bara eins og þegar
maður hrífst af fallegri tónlist eða
einhverju slíku. Þarna greip hann
mig alveg,“ segir Kristín. Þau Bjarni
eru ævintýralega ánægð með árangur
Sindra og ræktunarbúsins síðustu ár
en Hjarðartún hefur verið tilnefnt
sem ræktunarbú ársins þrjú ár í röð.
„Gallinn við þetta hjá okkur er
kannski að þetta hefur byrjað aðeins of
vel. Til að ná góðum árangri þá þarftu
góða aðstöðu, góðan hestakost og
gott samstarfsfólk. Við höfum verið
ótrúlega heppin með allt þetta þrennt.
Ef eitthvað af þessu er ekki í lagi þá
er þetta aldrei að fara virka.“
Sindri frá Hjarðartúni og Hans Þór Hilmarsson í verðlaunaafhendingu á
Landsmóti þar sem Sindri stóð efstur í flokki 7 vetra og eldri stóðhesta.
Mynd / Henk Petersen
Þau Bjarni og Kristín hafa átt í góðu samstarfi með þeim Óskari og Ásu, fyrrum eigendum Hjarðartúns. Hér á góðri
stundu á Landsmóti, f.v. Bjarni, Kristín, Arnhildur Helgadóttir á Völu frá Hjarðartúni, Klara Sveinbjörnsdóttir á Dagmar
frá Hjarðartúni, Birgitta Bjarnadóttir á Dimmu frá Hjarðartúni, Óskar og Ása Margrét Jónsdóttir. Mynd / Louisa Lilja
Í kjölfar hestaferðar árið 2004 keyptu hjónin sitt fyrsta hross.