Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 Alifuglarækt: Íslensk kjúklingaframleiðsla getur annað allri innanlandsneyslu – Úrgangur framleiðslunnar sparar innflutning á hundruðum tonna á tilbúnum áburði Í DEIGLUNNI Þrjú fyrirtæki sjá um slátrun og sölu alls alifuglakjöts hérlendis: Ísfugl, Matfugl og Reykjagarður. Ísfugl er þeirra minnst en Matfugl og Reykjagarður af svipaðri stærð. Framleiðslan þeirra er dreifð víða um land, en fer þó að langmestu leyti fram á Suðvestur- og Suðurlandi. Á 23 bæjum á landinu er stundað eldi á kjúklingum og kalkúnaeldi má finna á fjórum stöðum. Á níu stöðum fer fram eldi á stofnfuglum. Hjónin Jón Magnús Jónsson og Kristín Sverrisdóttir eru bændur á Reykjabúinu í Mosfellsbæ og framleiða kjúklinga og kalkúna. Þau eru jafnframt eigendur að Ísfugli. Ísfugl framleiðir ekkert kjöt en fjórir bændur sjá um framleiðslu fyrir fyrirtækið. Ísfugl selur einungis íslenska kjúklinga- og kalkúnaafurðir. Mikil framleiðsla er í Ölfusi, en einnig í Bláskógabyggð og í Hvalfjarðarsveit. Jón Magnús er alinn upp á Reykjum í Mosfellsbæ í hringiðu kjúklingaræktar enda var faðir hans einn af frumkvöðlum búgreinarinnar. Ræktun holdakjúklinga hófst á sjöunda áratug síðustu aldar og varð brátt eftirsótt matvara. Saga Ísfugls er nokkuð þekkt. „Faðir minn, Jón M. Guðmundsson, fer út í kjúklingarækt árið 1960 og kynnir sér í kjölfarið þessa ræktun í Bandaríkjunum. Hann stofnsetur kjúklingabú og sláturhús uppi á Reykjum árið 1964 og fer að markaðssetja kjúklingakjöt í Reykjavík. Í kjölfarið bættust svo fleiri framleiðendur við.“ Árið 1978 stofnaði og byggði faðir Jóns ásamt öðrum kjúklingaframleiðendum sláturhúsið Ísfugl. Reykjabúið var hluthafi í því fyrirtæki alla tíð en til þess að gera langa sögu stutta þá keyptu hjónin Jón Magnús og Kristín framleiðslufyrirtækið Ísfugl árið 2012. Strangar sjúkdómavarnir Kjúklingaframleiðsla fer fram undir miklu eftirliti hér á landi. Allir stofnfuglar koma hingað til landsins sem egg og eru aldir upp á einangrunarstöðvum án alls samneytis við önnur fuglabú. Við átta vikna aldur er blóðsýni tekið úr fuglum og skimað fyrir helstu sjúkdómum. Með þeim hætti er útilokað að nýir sjúkdómar berist til landsins. Úr þessum stofnhænum eru svo um sex milljónir ungar nýttir til kjúklingaframleiðslu innanlands á ári. Dagsgamlir fara ungarnir í sótthreinsað eldishús. Þar eru þeir aldir við kjöraðstæður í 30-35 daga þar sem þeir hafa ávallt frjálsan aðgang að fóðri og vatni. Undirburður er þurr og hitastig eftir þörfum fuglsins. Um tvö kíló af fóðri þarf til að rækta eitt kíló af kjúklingakjöti. „Þetta er mikil starfsemi sem á sér stað, framleiðsla unga, uppeldi kjúklinga, slátrun, vinnsla og sala. Íslensk kjúklingarækt starfar eftir viðlíka reglum og gilda í nágrannalöndum okkar. Íslenska reglugerðin er sniðin eftir evrópskri fyrirmynd og því sem gildir í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Þó eru kröfur um hámarksþéttleika umtalsvert lægri hérlendis en í Evrópu eða sambærilegt við Noreg og Svíþjóð,“ segir Jón Magnús. Framleiðslan starfar undir eftirliti Matvælastofnunar sem fylgist með öllum stigum framleiðslunnar. Þetta felur m.a. í sér að starfsmaður stofnunarinnar er við hverja slátrun og fer þá yfir ástand fuglanna og skráir öll frávik. Bændur þurfa að taka campylobaktersýni og salmonellusýni úr öllum eldishópum áður en þeir fara í slátrun. Annað sýni er síðan tekið í sláturhúsi til staðfestingar. Með slíku eftirliti eru afar litlar líkur á að kjúklingur sýktur af salmonellu – eða camfýlobakter rati á markað. Ef salmonellusýking kemur upp í kjúklingahópi er honum fargað. Ef slíkt greinist í kjöti eftir slátrun er það innkallað. Í Evrópusambandinu eru kröfur ekki eins strangar. „Styrkleiki íslenskrar framleiðslu er sú góða vara sem við höfum tækifæri á að framleiða hér í nærumhverfi neytenda, án sýklalyfja og sjúkdóma. Fyrst og fremst er velferðin fólgin í að við erum ekki með sjúkdóma sem eru landlægir í kjúklingarækt í nágrannalöndum okkar. Við erum til að mynda með meiri vöxt og minni afföll heldur en öll Norðurlöndin geta státað af. Þetta skýrist af stærstum hluta af því heilbrigði sem hér er í íslenskum alifuglum,“ segir Jón Magnús. Í reynd skara tvö lönd fram úr þegar kemur að vaxtarhraða kjúklinga. Ísland og Nýja-Sjáland. „Við eigum það sameiginlegt að vera eyjur úti í miðju hafi þar sem viðhafðar eru mjög strangar reglur um innflutning á lifandi búfé og dýrum.“ Gætu aukið framleiðsluna Staðsetning okkar er þó að vissu leyti líka veikleiki íslenskrar kjúklingaframleiðslu. Fóður er innflutt og framleiðslan er dýr. Einingar eru smáar miðað við í nágrannalöndum. Innviðaupp- bygging og framleiðslukostnaður er hár. Jón Magnús bendir á að hér sé enginn eiginlegur hvati til innlendrar framleiðslu. Þvert á móti. „Innanlandsframleiðsla stendur í stað og neysluaukning er borin uppi af innflutningi. Þetta á ekki eingöngu við kjúklingarækt. Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum að við færum að flytja hér inn lambakjöt? Að Íslendingar framleiddu ekki nóg af lambakjöti fyrir sig! Það er enginn hvati í íslenska kerfinu til að láta íslenska framleiðslu njóta Sími 570 9090 • frumherji.is Komdu með hestakerruna á næs skoðunarstöð og hafðu hana klára rir vorið og sumarið. Kjúklingur er vinsælasta kjötafurð á Íslandi. Árið 2022 var framleitt um 9.500 tonn af kjúklingakjöti en sala þess nam rúmum 9.225 tonnum. Alls var 1.815 tonn af kjúklingakjöti innflutt, reyndist hlutdeild þess um 23,6% af markaðnum og hefur aldrei verið meiri síðan innflutningur hófst árið 2011. Á meðan hefur innlenda framleiðslan svo til staðið í stað síðan árið 2017. Því hefur aukning á neyslu kjúklingakjöts eingöngu verið svarað með innflutningi. Íslenskur alifuglabóndi segir að vel sé hægt að auka innanlandsframleiðslu svo hún anni allri eftirspurn. Til þess þurfi hins vegar pólitískan vilja sem byggir á því að innanlandsframleiðsla á landbúnaðarvörum hafi forgang fram yfir innflutta vöru. Guðrún Hulda Pálsdóttir gudrunhulda@bondi.is Hjónin Kristín Sverrisdóttir og Jón Magnús Jónsson, bændur á Reykjabúinu og eigendur Ísfugls, inni í einu kjúklingaeldishúsi sínu í Ölfusi. Myndir / ghp Hámarksþéttleiki eldisfugla á Íslandi er umtalsvert lægri en í Evrópu- sambandinu og utan þess. Ungarnir hafa alltaf aðgan að fóðri og vatni, undirburður er þurr og hitastig eftir þörfum fuglsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.