Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 72

Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 72
72 Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 Þau Bjarney og Hlynur hafa búið á Svana- vatni í 4 ár. Keyptu jörðina í nóvember 2018 og fluttu í apríl 2019. Segjast hjónin vera í miklum endurbótum á húsakosti og séu að vinna að því að byggja upp hrossaræktarbú og tamningastöð með góðri aðstöðu til þjálfunar. Býli? Svanavatn. Staðsett í sveit? Austur-Landeyjum. Ábúendur? Bjarney Jóna Unnsteinsdóttir, Hlynur Guðmundsson og Unnsteinn Heiðar Hlynsson. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Bjarney, Hlynur og Unnsteinn, tíkurnar Gríma og Katla og kettirnir Gunnar og Vigfús. Stærð jarðar? 250 ha. Gerð bús? Hrossaræktarbú og tamningastöð. Fjöldi búfjár? 10 kindur, 10 hænur og 60 hestar. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hér er byrjað á því að annar aðilinn gefur öllu morgungjöf á meðan hinn skutlar yngsta búmanninum í leikskóla á Hvolsvelli. Síðan taka við tamningar og útreiðar ásamt almennum umhirðustörfum í hesthúsinu. Síðan endar dagurinn á kvöldgjöf. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu bústörfin eru að temja/ þjálfa góða hesta. Leiðinlegustu bústörfin eru sjálfsagt að fara út með skítahjólbörurnar. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Við erum í miklum framkvæmdum á útihúsum eins og er svo að vonandi eftir 5 ár verður komin falleg heildarmynd á bæinn. Stefnan er að reyna að koma hrossum úr okkar eigin ræktun á framfæri. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör og egg. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Soðið súpukjöt, einfalt og gott og klikkar aldrei. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegasta atvikið er sjálfsagt enn þá dagurinn sem við fluttum starfsemina yfir á Svanavatn. Hlutirnir voru kannski ekki alveg tilbúnir en einhvern veginn reddast þetta alltaf :) Nú eru páskar og þá gerum við eins og Jesús gerði; eldum lambakjöt. En af því að við erum að gera eins og Jesús þýðir ekkert að vera að bauka með rauðkál og rabarbarasultu. Nei, við gerum þetta með miðausturlensku þema. Til að matur smakkist austrænni en það sem fæst á Seyðisfirði þarf að nota nokkrar kryddtegundir sem eru kannski ekki alltaf í skúffunni. Cummin, kóríanderfræ, negull, kardimommur, túrmerik og ef stemningin og buddan leyfir, smá saffran. Svo auðvitað það sem alltaf ætti að vera til; engifer, hvítlaukur, laukur og steinselja. Trixið við að elda góðan mat sem minnir á matargerð fjarlægra landa og stranda þarf að æfa bragðlaukana. Það er að nota úr þessari kryddflóru sem hentar og sleppa eða nota minna af því sem ekki þykir jafn gott. Mér persónulega finnst t.d. kanill ekki henta á neitt nema grjónagraut og snúð. Þannig sleppi ég honum gjarnan úr uppskriftum. Að því sögðu er mikill munur á því kanildufti sem við setjum út á téðan graut og t.d. velvaldri kanilstöng. Og jafnvel kanilstangirnar geta verið mismunandi afbrigði og tilbrigði. Jafnvel er sumt sem selt er sem kanill alls ekki kanill heldur bara spýtubörkur með kanilbragði, sem er einmitt nokkurn veginn það sem kanill er en það er önnur saga. Þannig er um að gera að smakka kryddin og mynda sér sína eigin skoðun á því sem þykir gott og því sem betur á heima í ilmkerti. Páskalamb Grunnaðgerðin í þessu ferli er að gera kryddblöndu og vera ekkert að spara kryddið. Mylja kóríanderfræ og pipar, slatta af hvoru. Bæta svo við smá cummin við. Cummin er eitt af þessum kryddum sem breytir íslenskum mat í útlenskan en lítið fer langt þannig að gott er að gæta sín á því. Þá er gott að setja saman við örlítið af kardimommum, slatta af lauk – og hvítlauksdufti, chili og paprikukryddi. Reykt paprika er líka fullkomin í þetta ferðalag. Búa til slatta af þessu. Rúmlega hálfan desílítra ef ekki bara heilan. MSG er líka einstaklega útlenskt og gott. Einfaldara að komast yfir það í kryddblöndum með það sem fyrsta hráefni. Aromatið gamla góða er til dæmis stútfullt af því. Líka hægt að kíkja í heildsölurnar eftir MSG-inu en þá gæti þurft að kaupa þrjú kíló eða svo. Próteinið Gamli góði hryggurinn hefur af einhverri ástæðu týnst svolítið að undanförnu. Lærið virðist allsráðandi í lambakjöti nútímans. En hryggurinn og jafnvel bógurinn henta oft mun betur í ákveðna matargerð eins og hægeldun. Enda mun fitumeiri bitar. Best er að salta og búa til kryddhjúp nokkru áður en eldamennskan hefst. Allt upp í hálfan sólarhring, en ef enginn tími er í slíkt er það allt í lagi. Bæta þá örlítið í frekar en hitt. Kryddunin fer svona fram: Kjötið er smurt þunnu lagi af olíu og salt er stráð vel yfir. Ekki of mikið en alls ekki of lítið heldur. Sérstaklega ef ofninn bíður heitur. Þá er sirka helmingnum af kryddinu blandað við smá mæjónes, já mæjónes, og blöndunni smurt rækilega á alla fleti lambabitans. Einn laukur er skorinn niður í hringi og kjötið sett ofan á. Pakka herlegheitunum inn í bökunarpappír og svo álpappír. Elda við rétt um 125 gráður í 2-3 tíma og svo opna álpappírinn og hækka hitann í 185 gráður. Þangað til rétt skorpulag næst. Hvíla kjötið í svolítinn tíma, allt upp í klukkutíma, en fimmtán mínútur er það allra minnsta. Sósurnar Rauða sósan þarf ekki að vera mjög flókin. Út í blandara fara ein dós af niðursoðnum tómötum og svo bætast við 4-6 hvítlauksrif, paprika eða ferskt chili, restin eða þar um bil af kryddblöndunni, smá ólífuolía eða smjör, laukurinn sem var undir kjötinu ásamt öllum kjötsafa sem finna má í ofnskúffunni. Salt og einhver sýra eftir smekk. Sítrónusafi eða smá edik. Blanda þangað til allt er orðið að mauki. Hita þá í potti eða á pönnu í nokkrar mínútur. Hvíta sósan er svo enn einfaldari en sú rauða. Sýrður rjómi, grísk jógúrt, skyr eða eitthvað þvíumlíkt blandast við örlítinn rjómaost, sítrónusafa, kóríanderkrydd, steinselju (best söxuð fersk en þurrkuð virkar fínt) og hvítlauksduft. Gott að blanda sósuna með að minnsta kosti klukkutíma fyrirvara, helst daginn áður. Þannig dreifist bragðið um sósuna. Sérstaklega ef notuð er þurrkuð steinselja. Má líka nota kóríanderlauf í staðinn. Smakka til með salti og sýru. Hitt meðlætið Grjón, kúskús, búlgúr eða kjúklingabaunir eiga allt vel við. Hvað af þessu sem verður fyrir valinu er gott að sjóða það upp úr kjötsoði eða bæta súputeningi eða góðum kjötkrafti við soðvatnið. Flatbrauð einhvers konar er svo ljómandi viðbót, hvort sem það eru pönnusteiktar tortíur, pítubrauð eða eitthvað flóknara og heimabakað. Ljómandi millivegur að kaupa pitsudeig og búa til lítil flatbrauð úr þeim. Gleðilega páska. Svanavatn BÆRINN OKKAR MATARKRÓKURINN Haraldur Jónasson haradlur@gmail.com Mið-Austurlönd að Glettingi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.