Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 FRÉTTIR Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Fjármálaáætlun ríkisstjórnar Íslands: Skilyrði sköpuð til 25% vaxtar í íslenskri garðyrkju Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra kynnti fyrir skemmstu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára. Þar er gert ráð fyrir að útgjöld ríkisins til landbúnaðar verði svipuð frá ári til árs, en markmið eru um að skapa skilyrði til 25 prósenta framleiðsluaukningar á grænmeti – bæði í útiræktun og ylrækt. Í yfirliti um útgjaldaramma fyrir málefnasvið ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2024 til 2028, sést að gert er ráð fyrir að útgjöld stjórnvalda til landbúnaðarmála standi nokkurn veginn í stað miðað við verðlag þessa árs; verði 21.173 m.kr. árið 2024, 21.261 m.kr. árið 2025, 21.123 m.kr. árið 2026, 21.198 m.kr. árið 2027 og 21.173 m.kr. á árinu 2028. Í kafla fjármálaáætlunarinnar um landbúnað, í málaflokki um stjórnun landbúnaðarmála, er áætlun um vaxtarþróun í garðyrkjunni. Þar er gert ráð fyrir að skilyrði verði sköpuð til að framleiðsla á útiræktuðu grænmeti og ylræktuðu grænmeti muni aukast um 25 prósent frá síðasta ári til ársins 2028. Í útiræktun fari framleiðslan úr 1.170 tonnum í 1.460 tonn. Í ylræktinni fari framleiðslan úr 3.485 tonnum í 4.350 tonn. Strax á næsta ári á að skapa skilyrði til tíu prósenta vaxtar í þessum greinum á þessum tveimur árum. Þá er gert ráð fyrir að skilyrði skapist til að auka hlutfall á lífrænt vottuðu landbúnaðarlandi, þannig að það verði komið í átta prósent árið 2028, úr minna en einu prósenti á síðasta ári. Það markmið er í takti við tillögur sem nýverið var skilað til matvælaráðherra um eflingu lífrænnar framleiðslu á Íslandi. Gert er ráð fyrir að strax á næsta ári verði hlutfallið komið í tvö prósent. /smh Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er gert ráð fyrir að skilyrði verði sköpuð til talsverðrar framleiðsluaukningar í garðyrkju. Mynd /ghp Upprunavísun á vörur frá Kjarnafæði Fyrirtækið Kjarnafæði reið á vaðið með PDO upprunamerkingu á vörum sínum úr íslensku lambakjöti. Eins og sagt var frá í síðasta Bændablaði fékk íslenska lamba- kjötið verndaða upprunatilvísun í Evrópu (PDO) og er þar með komið í hóp með þekktum evrópskum landbúnaðarafurðum á borð við parmaskinku og parmesan ost. „Við erum að byrja að nota þetta merki og munum auka notkun þess jafnt og þétt í framhaldinu. Við erum afar stolt af því að vinna íslenskt lambakjöt í góðu samstarfi við bændur og fögnum því að þessi einstaka gæðavara fái viðurkenningu sem slík. Upprunamerki geta hjálpað til við að auka traust á vörum í síharðnandi samkeppni,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Kjarnafæði Norðlenska. Markmiðið með merkingunni er að vernda vörur sem eru framleiddar og unnar á tilteknu landsvæði, með því að nota viðurkennda þekkingu staðbundinna framleiðenda og hráefni frá viðkomandi svæði. „Það er alltaf styrkur í því að upplýsa viðskiptavininn um uppruna og eðli þeirrar vöru sem í boði er,“ segir Ágúst Torfi. /ghp Íslenskt heiðalamb frá Kjarnafæði með PDO upprunavísun og upprunamerkingu Icelandic lamb. Mynd / Aðsend Bændablaðið kemur næst 27. apríl Strandveiðifélag Íslands: „Stórútgerðin reynir að grafa undan trúverðugleika strandveiða“ Kjartan Páll Sveinsson er nýkjörinn formaður Strand- veiðifélags Íslands. Hann hefur miklar áhyggjur af framtíð strandveiða. „Alveg frá því að kerfinu var komið á 2009 hefur stórútgerðin fundið strandveiðum allt til foráttu og reynt að grafa undan trúverðugleika þeirra, en við verðum að halda áfram að berjast fyrir okkar tilverurétti. Kerfið er tilkomið af baráttu og verður eingöngu viðhaldið með baráttu. Ef við treystum á það að við eigum eðlislægan rétt á strandveiðum, þá verður þetta tekið af okkur. En við höfum þó réttlæti og almenningsálit með okkur í liði, og slagkraftur 700 strandveiðimanna er gríðarlegur, þannig að ég geng inn í þetta hlutverk með bjartsýni,“ segir hann. Vertíðin er fjórir mánuðir Að sögn Kjartans eru að jafnaði á bilinu 600-700 bátar á strandveiði á hverri vertíð. „Okkur er mjög þröngur stakkur sniðinn. Vertíðin er fjórir mánuðir, maí til ágúst, en svo erum við stoppuð af þegar potturinn klárast. Þannig þurftum við að hætta seinasta sumar þegar þriðjungur var eftir af vertíð. Svo megum við bara róa mánudaga til fimmtudaga, fjórtán tíma á dag, og landa 774 kílóum eftir hverja veiðiferð.” Fjögur sterk rök fyrir strandveiðum Kjartan telur til nokkur rök fyrir því að styrkja strandveiðikerfið. „Í fyrsta lagi eru veiðar með handfærum umhverfisvænar, hvort sem litið er til kolefnisspors, röskunar á lífríki sjávar eða plastmengunar. Í öðru lagi er afli strandveiða fyrsta flokks vara sem er afar eftirsótt um allan heim. Í þriðja lagi eru strandveiðar mikilvægur liður í því að styrkja brothættar byggðir og glæða sjávarpláss lífi á ný. Kosturinn við strandveiðar er að þær eru grasrótarlausn á byggðavandanum og þeim fylgir enginn kostnaður fyrir skattgreiðendur, þar sem strandveiðiflotinn leggur miklu meira til ríkisins en hann tekur út. Í fjórða lagi opna strandveiðar dyr fyrir þá sem vilja stunda sjósókn óháð duttlungum stórútgerðarinnar, enda er kerfið sprottið af úrskurði mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um rétt til atvinnufrelsis og rétt til að velja sér búsetu,“ segir Kjartan Páll. /mhh Aðalfundur Strandveiðifélags Íslands var haldinn 5. mars síðastliðinn á eins árs afmælisdegi félagsins. Á fundinum var Kjartan Páll Sveinsson kjörinn formaður félagsins. Mynd / Aðsend Innflutningur á kjúklingakjöti í febrúar nam tæpum 130 tonnum. Tæp fjórtán tonn komu frá Úkraínu. Í tölum Hag- stofunnar kemur fram að tæp 74 tonn hafi komið frá Danmörku, rúm 20 tonn frá Litáen og 19,8 tonn frá Póllandi. Þá komu 520 kíló frá Hollandi og 255 kíló frá Spáni. Meðalinnflutningsverð á kíló reyndist 627 krónur. Uppgefið verð er hæst fyrir kjúklingakjöt frá Danmörku, 899 krónur, en lægst frá Spáni, 432 krónur. Það sem af er ári hafa verið flutt inn tæp 390 tonn af alifuglakjöti. Á meðan hefur verið framleitt rúm 1.530 tonn hér á landi. Innflutningurinn er því um 20% af því kjöti sem í boði er á markaði. /ghp Kjúklingainnflutningur í febrúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.