Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 Viðtökur á efni leikfélagsins Hugleiks hafa ætíð verið frábærar, sumar frábærari en aðrar, sbr. þessa stuttfrétt haustið 1998 í tbl. Degi. Leikfélagið Hugleikur var stofnað í Reykjavík það herrans ár 1984 og því elsti starfandi áhugaleikhópur Reykjavíkur, nú á leið inn í sitt fertugasta aldursár. Nafnið Hugleikur er fengið úr Heimskringlu þar sem konungi nokkrum að nafni Hugleikur er lýst á þann hátt að hann hafi „auðugur verið mjög og sínkur af fé, hafði í hirð sinni alls konar leikara, harpara og gígjara og fiðlara; hann hafði og með sér seiðmenn og alls konar fjölkunnugt fólk“. Litskrúðugur semsé og hressilegur – líkt og leikfélög eiga að vera! Íslensk frumsamin verk Leikhópurinn hefur þá sérstöðu meðal íslenskra leikfélaga að þau verk sem fara á svið eru nær öll samin af meðlimum félagsins, auk þess sem umfjöllunarefnið er oftar en ekki sprottið úr íslensku þjóðlífi. Vitnað er í sögu þjóðarinnar, þjóðsagnaarfinn og gullaldar- bókmenntirnar, en einnig stinga nútímalegri verk upp kollinum af og til. Tugi leikrita í fullri lengd og hundruð stuttverka standa eftir hópinn en auk áherslu á íslensk, frumsamin verk hefur söngur og tónlist jafnan sett svip sinn á sýningarnar. Gaman er því að segja frá því að mörg leikrit félagsmanna hafa verið tekin til sýninga hjá öðrum áhugaleikfélögum um land allt. Leikhópur Hugleiks hefur reynt að þróa sérstakan stíl innan sinna vébanda sem nefndur hefur verið hugleikskur leikmáti eða bara hugleikska – en þó hefur þótt erfiðleikum bundið að skilgreina þann ritstíl og leikmáta. Samkvæmt vefsíðu félagsins kemur fram að skilgreiningin felist í „togstreitu milli hefðar og nýsköpunar eða skerspennum milli nútímalegra spunakenninga og húmanískra leiklausna.“ Árið 2006 fékk leikfélagið Hugleikur viðurkenningu á degi íslenskrar tungu, auk þess sem leiksýningin Rokk var valin athyglis- verðasta áhugaleiksýningin 2009- 10 af Þjóðleikhúsinu. Fjórum árum síðar hlaut 30 ára afmælissýning félagsins, Stund milli stríða, sömu viðurkenningu, eða árið 2014. Svo stiklað sé á stóru er áhugavert að geta sýningar leikkonunnar og skáldsins Júlíu Hannam, en fyrir síðustu áramót sýndi Hugleikur stuttverkin „Í öruggum heimi“, nokkra bestu stuttþætti hennar með einvala liði leikara og leikstjóra. Fertugasta afmælisár Hugleiks Eins og staðan er núna er formaður Hugleiks, Sesselja Traustadóttir, afar spennt fyrir komandi ári. Styrkur var veittur þeim til handa frá Reykjavíkurborg vegna afmælis- ársins – sem þau eru afar þakklát fyrir og sjá því fram á glaum og gleði árið á enda. Nú um miðjan apríl, þann 15. nánar tiltekið, frumsýnir Hugleikur verkið Húsfélagið í leikhúsi Kópavogs, Funalind 2, þar sem án efa verður glatt á hjalla, enda fyrsta leiksýning félagsins síðan árið 2019. Aðalpersónur verksins eru þau nafntoguðu Gunnar, Njáll, Bergþóra og Hallgerður ... en þau eru ekki ein í húsfélaginu enda verða á sviðinu tólf persónur ásamt hljómsveit. Fjallar Húsfélagið, jú, um húsfélag þar sem margar mikilvægar ákvarðanir þarf að taka – af alls konar mismunandi fólki á mismunandi stöðum í lífinu. Meðal annars verður svo ruslaflokkunarsöngur sunginn af hjartans lyst, áhorfendum til skemmtunar og allvíst að sviðið muni iða af lífi. Dans og söngur eru í stóru hlutverki, sitt lítið af hverju fyrir auga og eyra. Leikstjóri verksins, Gunnar Björn Gunnarsson, beitir þar töfrum sínum, en hann hefur, auk annars, leikstýrt nokkrum áramótaskaupum. Áætlaðar eru tíu sýningar og má nálgast miða á vef Hugleiks, www. hugleikur.is. /SP MENNING Límtréshús, bogahús og færanlegar byggingar Hýsi.is Færanlegar byggingar Bogahús Límtréshús Leikfélagið Hugleikur: Húsfélagið Sýningar Leikfélags Vest- mannaeyja á hinu klassíska verki Rocky Horror hefjast von bráðar, þann 6. apríl nk. Sýnt verður á Heiðarvegi 19, Vestmannaeyjum, miðasala fer fram á staðnum og eru áætlaðar tólf sýningar – frumsýningin þann 6. apríl kl. 20.00. Daginn eftir verður sýnt bæði klukkan 19 & 22, en er seinni sýningin svokölluð „POWER“-sýning þar sem leikarar setja sprengikraft í leik sinn á sviðinu og má búast við sannkallaðri flugeldasýningu. Frekari sýningar eru svo frá 14.-30. apríl, en upplýsingar varðandi þær má fá í síma 868 2139. Leikfélag Hólmavíkur hefur nú í sýningu gamanleikinn Maður í mislitum sokkum. Var frumsýninginn þann 26. mars sl. en áætlaðar eru fimm sýningar, sú síðasta laugardaginn fyrir páska. Sýnt er í félagsheimilinu Sævangi þar sem Sauðfjársetrið er til húsa, en eins og vani er hjá leikfélaginu verður haldið í leikferð er sýningum lýkur – a.m.k. eftir sauðburð. Áhugasamir geta nálgast miða í síma 693 3474 og hefjast sýningar alla jafna klukkan 20. Rétt er að minna á að í Sauðfjársetrinu er hægt að panta súpu fyrir sýningar. Leikfélag Hofsóss sýnir Saumastofuna í Höfðaborg á Hofsósi, en frumsýning verksins var þann 28. mars sl. við mikinn fögnuð áhorfenda. Alls verða sýningarnar níu talsins, sú síðasta þann 14. apríl klukkan 20.30. Miðaverð fyrir fullorðna er 3.500 kr., ellilífeyrisþegar borga 3.000 kr. og börn 2.500 kr. Miðapantanir og frekari upplýsingar eru í s. 834-6153. Ranglega var farið með símanúmer upplýsinga í 6. tbl. Bændablaðsins, en leiðrétt hér með. Á döfinni ... Í nóvembermánuði árið 1985 setti Hugleikur upp verkið „Skugga-Björgu“, eins konar „kynbreyttan Skugga-Svein“ að sögn Ingibjargar Hjartardóttur bókasafnsfræðings, í viðtali við Morgunblaðið í tilefni sýningar, en hún fór með hlutverk Kötlu skræku í sýningunni. Hér eru þau Unnur Guttormsdóttir í hlutverki Gvends smala og Eggert Guðmundsson sem Jón sterki áður en þeir halda á grasafjall í leikverkinu Skugga-Björgu. Mynd / timarit.is Frá æfingum á leikritinu Húsfélagið sem verður frumsýnt þann 15. apríl nk. Mynd / aðsendar Leikendur úr einþáttungnum „Hver er þessi Benedikt?“ eftir Júlíu Hannam. Á myndinni eru þær Mamiko D. Ragnarsdóttir og Hrefna Hjörvarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.