Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 68

Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 68
68 Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 LESENDARÝNI „Íslenska lambakjötið“ í hæsta gæðaflokki Í byrjun mánaðarins urðu mikil tímamót þegar Framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins samþykkti að veita „íslensku lambakjöti“ upprunavottun ESB (en. Protected Designation of Origin - PDO) fyrst allra íslenskra lanbúnaðarvara. Við óskum Íslandi til hamingju með sína fyrstu upprunavottun. „Íslenskt lambakjöt“ er því orðið verndað afurðaheiti fyrir kjöt hrein ræktaðra íslenskra lamba sem hafa verið fædd, alin og slátrað á Íslandi. Upprunamerki ESB eykur lagalega vernd bænda og framleiðenda, neytendavernd og tryggir vernd gegn ólöglegum viðskiptaháttum líkt og eftirlíkingum. Þar að auki eykur uppruna- vottunin virði afurða, enda nýtur upprunamerkið mikillar virðingar sem gæðamerki um alla Evrópu. Aðrar gæðavörur sem eru verndaðar undir PDO upprunamerki ESB eru til dæmis Kampavín, Kalamata ólífur og Prosciutto parmaskinkur. Framkvæmda- stjórn Evrópu- s a m b a n d s i n s tilgreindi í rök- stuðningi sínum fyrir samþykkt- inni að „Sauðfjár- rækt á sér langa og ríka menningar- hefð á Íslandi og margir telja að án sauðfjár hefði Ísland verið óbyggilegt fyrir landnema fyrir mörgum öldum. Sauðfé hélt þjóðinni gangandi: kynslóðir Íslendinga hafa reitt sig á kjöt þess, og sauðskinnið og ullin verndaði þá fyrir kuldanum.“ Fram kemur að „íslenskt lamba- kjöt“ einkennist fyrst og fremst af mikilli mýkt og villibráðarbragði sem stafar af fjölbreyttri fæðu fjárins þegar það gengur frjálst og óhindrað um fjöll og dali. Þetta er líklega ekkert nýtt fyrir þér, kæri lesandi, en fyrir íbúum meginlands Evrópu er þetta einstakt og virðingarvert. Hvernig getur upprunamerkið gagnast íslenskum landbúnaði? Eins og með aðrar vottaðar gæðavörur getur þessi uppruna- merking aukið verulega virði íslensks lambakjöts, varðveitt hefðbundna framleiðsluhætti, og aukið eftirspurn eftir lambakjöti. Upprunamerkingin viðurkennir menningararfleið tiltekinna svæða, sérstöðu landbúnaðarvara þeirra og eykur samkeppnishæfni smábænda og framleiðenda á alþjóðlegum mörkuðum. Við hjá Sendinefnd Evrópu- sambandsins erum stolt af því að „íslenskt lambakjöt“ hefur hlotið þá viðurkenningu sem það á sannarlega skilið og fylgjumst spennt með mögulegum nýjum umsóknum um upprunavottun ESB í framtíðinni. En aftur, til hamingju, Íslendingar. Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra Evrópu- sambandsins á Íslandi. Lucie Samcová- Hall Allen. Að loknum dimmum vetri beinist athygli blómaáhugafólks að pottaplöntunum sem þá eru oft orðnar hálf ræfilslegar, fölar og guggnar. Þegar sólarinnar nýtur aftur breyta þær um svip og fá endurnýjaðan þokka og ekki úr vegi að rifja upp hvað hægt er að gera til að þeim líði sem best. Vor- og sumarumhirða potta- plantna er um margt ólík umhirðu þeirra að vetri, þegar mesta áskorunin er að halda þeim í horfinu, láta þær njóta þeirrar birtu sem völ er á og dregið er úr vökvun og áburðargjöf. Vorið felur í sér aðrar áskoranir. Plönturnar þurfa þá miklu meiri vökvun og þær þurfa aukna næringu til að njóta sín sem best og bæta við vöxtinn. Blómin sem höfð voru á bjartasta stað yfir veturinn getur þurft að færa frá suðurgluggum. Sumar tegundir geta hreinlega eyðilagst af of mikilli beinni birtu að sumrinu. Blöð geta sviðnað, blómin standa stutt og plöntunum hættir við ofþornun. Suðurglugginn getur verið versti óvinur pottablómanna á sumrin. Umpottun Vorið er rétti tíminn til að huga að umpottun, sé hennar þörf. Rétt er að skoða rótarkerfið og ef það er orðið mjög þétt mun plantan launa fyrir nýja og góða pottamold með auknum vexti og grósku. Nýi potturinn þarf að vera nokkrum sentímetrum víðari en sá fyrri. Ef plantan er mjög stór getur verið erfitt eða ómögulegt að umpotta henni. Þá er reynandi að setja kraftmikla pottamold yfir moldina sem fyrir er og vökva ofan frá fyrstu vikurnar, til að næringin seytli úr henni niður til rótanna. Sumar plöntur eins og kaktusar og margir þykkblöðungar þurfa ekki mjög næringarríka mold og þá er gott að blanda dálitlum vikri saman við pottamoldina sem notuð er. Pottahlífar ættu að vera nógu rúmgóðar til að vel lofti niður á milli brúna hlífar og potts, allan hringinn. Loftraki Loftraki í híbýlum er oftast talsvert lægri en plönturnar kjósa helst. Til að draga úr álagi vegna mikillar birtu og aukins lofthita er gott ef hægt er að hækka loftrakann. Úða ætti plönturnar reglulega með fínum vatnsúða. Annað gott ráð er að láta plöntur standa í víðri skál með rökum vikursandi, þannig má hækka loftrakann umhverfis plönturnar. Einnig er hægt að hafa plöntur margar saman, þó þannig að vel fari um þær. Sá raki sem plönturnar gefa sjálfar frá sér er til þess fallinn að hækka rakastigið nokkuð og plönturnar fá líka skugga hver af annarri. Vökvun og næring Þegar kemur að vökvuninni er helsta reglan að þar gildir engin regla, önnur en að vökva hvorki of mikið né of lítið. Blómapottar í beinni sól geta þornað mjög hratt. Ræktandinn þarf að fylgjast með jarðrakanum, t.d. með því að athuga með fingri hvort moldin sé rök í tveggja sentímetra dýpt eða svo. Einnig gefur þyngd pottsins til kynna hvernig ástatt er. Plöntur með þykk og leðurkennd lauf og stöngla eru líklegar til að þola meiri þurrk en þær sem hafa þunn og stór lauf. Blómstrandi plöntur mega ekki þorna. Plöntur sem standa í leirpottum þorna mun hraðar en séu þær í plastpottum. Ef ekki eru notaðar skálar undir blómapottana þarf að hafa þær í pottahlíf til að auðvelda vökvun. Dökkleitir pottar og pottahlífar geta tekið til sín mikinn hita frá beinni sól og er hætt við að ræturnar skemmst þess vegna. Pottaplönturnar þurfa ekki á áburðargjöf að halda nema frá vori og fram á haust. Flestir nota fljótandi pottaplöntuáburð. Auðvitað skiptir máli hvaða tegund ræktuð er, en rétt er að varast of mikla áburðargjöf. Farið eftir leiðbeiningum á umbúðunum og notið jafnvel heldur minna af áburði en þar er gefið upp. Plöntur í miklum vexti má vökva með áburðarblöndu við hverja vökvun, aðrar þurfa aðeins næringu í annað eða þriðja hvert sinn sem vökvað er. Sumarleyfið Í sumarfríinu er gott að eiga góðan nágranna til að vökva plönturnar. Að öðrum kosti er hægt að koma plöntunum fyrir á skuggsælum stað, vökva þær hraustlega og hafa hitastigið í lægra lagi. Flestar plöntur þola vel að hafast við vel vökvaðar í gluggalausu herbergi í 1-2 vikur án þess að láta verulega á sjá. Ingólfur Guðnason brautastjóri garðyrkju- framleiðslu hjá Garðyrkju- skólanum Reykjum FSu GARÐYRKJA Í 4 tbl. Bændablaðsins 2023 birtist grein sem ég hélt fyrst að væri eftir talsmann eiturefnaframleiðanda. Greinin er eftir starfsmenn Landbúnaðarháskóla Íslands, þá Hrannar Hilmarsson og Egil Gautason og ber titilinn „Notkun varnarefna í íslenskri akuryrkju“, og undirtitill er „Varnarefni geta verið umhverfisvænn kostur.“ Já, kæri lesandi, lestu þetta aftur – „notkun eiturs, getur verið „umhverfisvænn kostur“. Í greininni f inna þeir Hrannar og Egill að því að notkun Íslendinga á i l lgres ise i t r i , sveppaeitri og skordýraeitri sé svo lítil á Íslandi s a m a n b o r i ð v ið önnur Norðurlönd að Ísland skipi sér í flokk með þróunarlöndum vegna lítillar eiturefnanotkunar í akuryrkju. Markaðsdeildir eiturefnaframleiðenda hafa reyndar fyrir löngu fundið út að almenningi þykir ekki góð tilhugsun að borða eitur. Því var orðið varnarefni fundið upp, það hljómar jú betur og truflar neytendur síður. Ég ætla ekki að rengja þær tölur sem þeir félagar setja fram um magn eiturs sem notað er á Íslandi eða á Norðurlöndunum. Höfundarnir eru báðir starfsmenn LbhÍ við tilraunir og kennslu í landbúnaði og hafa án efa aðgengi að traustum gögnum til að stilla þessum samanburði milli Norðurlandanna upp. Ég vil því þakka þeim fyrir að upplýsa okkur um að íslenskir bændur standi sig betur í þessum efnum en bændur í löndunum í kringum okkur og vona ég að svo verði áfram. Ég sé þetta sem stórt tækifæri fyrir íslenska bændur til að styrkja þá ímynd að íslenskar landbúnaðarvörur séu hágæðavara. Ég efast ekki um að Hrannar og Egill séu færir á sínu sviði og grein þeirra sé sett fram af góðum hug með það að markmiði að benda bændum á leiðir sem geta aukið uppskeru og dregið úr hættu á tjóni. Ég vil hins vegar setja spurningamerki við það sem mér finnst skína í gegnum skrif þeirra, að „hámarks uppskera, hvað sem það kostar“ sé hið eina rétta sem stefna skuli að í landbúnaði. Ef ekkert annað en hámarksafköst skiptir máli, hafa þeir félagar ef til vill rétt fyrir sér þegar þeir tala fyrir aukinni eiturnotkun í akuryrkju á Íslandi? Með sömu rökum er víða um heim verið að blanda sýklalyfjum í fóður eldisdýra, því rannsóknir sýna jú fram á að íblöndun sýklalyfja hraðar vexti dýra, gefur meira kjöt og því meiri afköst framleiðslueiningarinnar. Sú hugsun að hámarka framleiðslu og skammtímahagnað án tillits til hagsmuna umhverfis, eldisdýra, vinnuafls eða annars hefur valdið stórkostlegum vandamálum víða um heim jafnt í landbúnaði sem og öðrum atvinnugreinum. Hrannar og Egill eru annars vegar tilraunastjóri og hins vegar lektor við eina landbúnaðarháskóla landsins. Í stefnu skólans kemur m.a. fram að hlutverk skólans sé að „skapa og miðla þekkingu á sviði sjálfbærrar nýtingar auðlinda, umhverfis, skipulags og matvælaframleiðslu á norðurslóðum.“ Einmitt í ljósi þessa kvikna margar spurningar og ég sakna þess að þeir félagar taki sér tíma í að miðla til okkar, bæði bænda og almennings hvaða aðrar leiðir gætu verið færar til að auka uppskeru og minnka líkur á uppskerubresti af völdum sjúkdóma eða plága. Ég held að þeir hafa þekkinguna til þess. Þó eiturnotkun geti vissulega í einhverjum tilfellum verið réttlætanleg eða nauðsynleg, þá ætti hún að vera síðasta úrræðið. Eða hvað? Forfeður okkar komust að því að sáðskipti draga mjög mikið úr sjúkdómaálagi og næringarefnaþurrð í jarðvegi. Í grein Hrannars og Egils segir orðrétt: „ Það er hins vegar ekki raunhæft að gera ráð fyrir að öll kornrækt sé í sáðskiptum við túnrækt og því verður meiri þörf fyrir varnarefni með aukinni kornrækt hérlendis.“ Í alvörunni? Er þessi framtíðarsýn það sem okkar færustu sérfræðingar hjá framsæknum háskóla, sem vill stuðla að nýsköpun, sjá fyrir sér? Væri ekki betra fyrir bændur að reyna að haga ræktun þannig að öllum ráðum sé beitt til að minnka líkur á að sjúkdómar komi upp? Varla er túnrækt eini möguleikinn þegar kemur að sáðskiptum? Í greininni er fullyrt: „... varnarefni verði sífellt minna skaðleg eftir því sem vísindum fleygir fram.“ Er það alveg víst að þessi nýju efni séu minna skaðleg eða er það möguleiki að framleiðendur efnanna segi okkur það þar til annað kemur í ljós? Slík dæmi þekkjum við úr fortíðinni. Eiga neytendur kannski rétt á því að efnin séu skaðlaus en ekki bara minna skaðleg? „Íslenskt – þú veist hvaðan það kemur“ Kannanir hafa sýnt að Íslendingar treysta íslenskum bændum og kjósa íslenskar vörur fram yfir innfluttar. Ein ástæðan þess er ímynd um hreinleika, s.s. að sýklalyfjanotkun við kjötframleiðslu og eiturefnanotkun við akuryrkju sé minni en í útlöndum. Þessu hafa íslenskir bændur verið duglegir að halda á lofti. Getur verið að einmitt þar liggi tækifæri fyrir íslenska bændur, að stunda arðbæran landbúnað og fá hærra verð fyrir afurðir sínar þar sem þær eru hreinni og framleidddar í meiri sátt við umhverfið en í útlöndum? Við Íslendingar getum og eigum að mínu mati að framleiða mun meira af þeirri matvöru sem við neytum hér. Við eigum hins vegar ekki að gefa afslátt af gæðum þó það sé gert í útlöndum. Það geta auðvitað komið upp vandamál sem bændur geta ekki leyst sjálfir og þurfa þá að treysta á fræðimenn og menntastofnanir, sem hafa ekki bara þekkinguna heldur líka metnað til að finna nýjar lausnir á vandamálum gærdagsins. Gunnar Bjarnason. Höfundi er annt um íslenskan landbúnað og góða ímynd hans. Eitur á akra í nafni umhverfisverndar? Gunnar Bjarnason. Endurræsum pottaplöntur eftir veturinn Pottaplönturnar þurfa ekki á áburðargjöf að halda nema frá vori og fram á haust. Myndir / Guðríður Helgadóttir Þegar kemur að vökvun pottaplantna er helsta reglan sú að þar gildir engin regla, önnur en að vökva hvorki of mikið né of lítið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.