Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 53

Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 Kristján og Kjartan eru ekki snjallmenni á netinu Hringdu í vini og fáðu tilboð hjá fyrirtækjaþjónustu Olís, í síma 515 1100, eða á olis.is. Fyrirtækjaþjónusta Olís Alvöru fólk með alvöru þekkingu og reynslu Þeir eru til í alvörunni og vita allt um rafgeyma fyrir landbúnaðartæki – og almennt flest um vörur fyrir tæki og fyrirtæki. Helluhraun 4, Hafnarfirði sími 565 2727 & 892 7502 www.rag.is Verð 5.350.000,- Við auglýsum svo sannarlega ekki “verð frá”. VIÐ AUGLÝSUM ALDREI „VERÐ FRÁ“ SERES 3 Luxury Rafmagnsbíllinn býður upp á ríkulegan staðalbúnað og frágang í hæsta gæðaflokki! Passíusálmar Hallgríms Péturs- sonar verðir fluttir í heild sinni í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa, 7. apríl. Fimm flytjendur skipta milli sín lestrinum og vísar samsetning lesara til sögu innreiðar sálmanna í þjóðlíf Íslendinga. Lesarar að þessu sinni verða fimm, einn karlmaður og fjórar konur: Jakob Þór Einarsson, Halla Guðmundsdóttir, Halla Margrét Jóhannesdóttir og Svanhildur Óskarsdóttir auk umsjónarmanns, Steinunnar Jóhannesdóttur. Flutningnum er skipt í sex hluta og á milli þeirra er leikið á orgel kirkjunnar. Tónlistin er í höndum organista Hallgrímskirkju og kórstjóra, þeirra Björns Steinars Sólbergssonar og Steinars Loga Helgasonar. „Passíusálmarnir eru eitt notadrýgsta og mikilvægasta verk íslenskrar bókmenntasögu. Þeir urðu helsta íhugunar- og huggunarrit þjóðarinnar nánast frá því þeir tóku að birtast í uppskriftum og á prenti á seinni hluta 17. aldar. Passíusálmarnir urðu tæki Íslendinga til að eiga samtal við sál sína,“ segir Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur og leikstjóri, sem hefur umsjón með viðburðinum. „Samsetning flytjendahópsins að þessu sinni er hugsuð sem vísun til þess hvernig Passíusálmarnir héldu innreið sína í þjóðlíf Íslendinga. Karllesarinn er hugsaður sem fulltrúi skáldsins, en konurnar fulltrúar fyrir þær fjórar konur sem Hallgrímur sendi fyrstu eiginhandarritin af Passíusálmunum. Þær hétu Ragnhildur Árnadóttir frá Ytra- Hólmi, Helga Árnadóttir í Hítardal, Kristín Jónsdóttir í Einarsnesi og Ragnheiður Brynjólfsdóttir í Skálholti. Hallgrímur gerði þessar konur að fyrstu kynningarfulltrúum sínum fyrir skáldverkið.“ Passíusálmarnir eru að sögn Steinunnar dramatískt, trúarlegt skáldverk, samið af sjaldgæfri leikni og valdi á viðfangsefninu, bæði að innihaldi og fjölbreytni í bragarháttum. Þeir voru ortir til flutnings við tiltækar aðstæður og hafa sem slíkir lengi freistað tónlistarfólks sem og flytjenda talaðs máls. Fljótlega eftir vígslu Hallgríms- kirkju á Skólavörðuholti voru Passíusálmarnir fluttir í heild sinni á föstudaginn langa. Frumkvæði að þeim flutningi hafði Eyvindur Erlendsson, leikari og leikstjóri, og lagði þar með grunninn að þeirri hefð sem hefur staðið nær óslitið síðan. Hefðin hefur svo breiðst út til kirkna víða um landið. „Mikill fjöldi lesara hefur tekist á við verkefnið sem eftirsóknarvert þykir að glíma við. Það verður enginn samur maður á eftir, sem tekur þátt í heildarflutningi Passíusálmanna,“ segir Steinunn. Hún hefur tvisvar áður stjórnað flutningi Passíusálmanna í Hallgrímskirkju, en einnig nokkrum sinnum í Hallgrímskirkju í Saurbæ og víðar. Steinunn flutti Passíusálmana í Ríkisútvarpinu árið 2021. Flutningur Passíusálmanna hefst í Hallgrímskirkju kl. 13 á föstudaginn langa, 7. apríl. Honum lýkur kl. 18.15. /ghp Fyrstu eiginhandarritin fóru til fjögurra kvenna – Passíusálmarnir fluttir á föstudaginn langa Flytjendur Passíusálmanna á góðviðrisdegi í Garði Einars Jónssonar. Frá vinstri: Margrét Halla Jóhannesdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir, Halla Guðmundsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir og Jakob Þór Einarsson. Mynd / Hilmar Þorsteinn Hilmarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.