Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 54
54 Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 Haustið 2022 voru gerðar upp 62 afkvæmarannsóknir hrúta úti á búum hjá bændum sem töldust styrkhæfar. Í heild voru afkvæmahóparnir 629 og þar af eiga veturgamlir hrútar 375 afkvæmahópa. Umfangið er dálítið minna en haustið 2021 en þá voru búin 70 og afkvæma- hóparnir 713. Samantekt yfir niðurstöður styrk- hæfra afkvæmarannsókna sem framkvæmdar voru af bændum veturinn 2021 til 2022 er að finna á heimasíðu RML undir liðnum Forrit og skýrsluhald. Að vanda eru niðurstöður birtar eftir sýslum og stutt umsögn fylgir um niðurstöður fyrir hvert bú. Hafa ber í huga að erfitt er að bera hrútana saman á milli afkvæmarannsókna. Hins vegar er líklegt að hrútur sem sker sig mikið úr í samanburði innan bús muni einnig sýna yfirburði sína í öðrum hjörðum. Í afkvæmarannsóknum fyrir sæðingastöðvarnar er einmitt reynt að etja saman yfirburðahrútum frá fleiri en einu búi til að styrkja samanburðinn og auka öryggi á niðurstöðunum. Í þessari umfjöllun eru ekki teknir fyrir hrútar sem voru í afkvæmarannsóknum sæðinga- stöðvanna, þótt þær afkvæma- rannsóknir hafi uppfyllt skilyrði um að vera styrkhæfar. Um þær afkvæmarannsóknir er fjallað sérstaklega í annarri skýrslu sem er aðgengileg á heimasíðu RML. Reglur um styrkhæfar afkvæma- rannsóknir 2022: • Að lágmarki 5 hrútar í samanburði og þar af a.m.k. 4 veturgamlir (fæddir 2020). • Hver hrútur eigi að lágmarki 8 afkvæmi af sama kyni ómmæld og stiguð og a.m.k. 15 afkvæmi með kjötmatsupplýsingar. • Hrútarnir skulu notaðir á sem jafnasta ærhópa þar sem aldur er blandaður. Ekki er tekinn gildur afkvæmadómur hrúta sem eingöngu eru notaðir á veturgamlar ær nema allir hrútarnir í samanburðinum séu notaðir á veturgamlar ær (gemlinga). • Að gengið sé frá uppgjöri afkvæmarannsóknar í Fjárvís.is. • Styrkupphæð miðar við 6.000 krónur á hvern veturgamlan hrút. Þór 19-307 í Innri-Múla á Barðaströnd sýnir líkt og haustið 2021 fáheyra yfirburði bæði í mati á lifandi lömbum og í kjötmatseinkunn. Hann hefur verið einn besti hrúturinn á sínu heimabúi undanfarin ár en samt með öfluga keppinauta. Þór er sonur Spaks 16-302 sem stóð á toppnum á búinu í afkvæmarannsóknum 2017-2019 og sýndi jafnan mikla yfirburði. Spakur 16-302 faðir Þórs var aðkeyptur frá Broddanesi 1 en móðir Þórs er sonardóttir Sigurfara 09-860 frá Smáhömrum og dótturdóttir Gullmola 08-314 í Innri-Múla sem var sonur Gullmola 05-552 í Broddanesi 1. Þór er greinilega frábær lambafaðir eins og hann á kyn til. Manni 21-052 frá Hriflu í Þingeyjarsveit er í öðru sæti í heildareinkunn. Þessi veturgamli hrútur er sonur Barkar 17-842 frá Kjalvararstöðum en móðir hans dóttir Dreka 13-953 sem kom á sínum tíma inn á stöð frá Hriflu. Manni varð því miður ekki langlífur og skilaði aðeins þessum eina afkvæmahópi. Athygli vekur að Börkur 17-842 faðir hans á sex syni í afkvæmarannsóknum árið 2022 og þrír þeirra rata inn á topplistann yfir þá hrúta sem ná bestum árangri í kjötmatseinkunn í þessum rannsóknum. Í þriðja sæti er 18-083 sem var í afkvæmarannsókn í Hlíð í Hörðudal en er til heimilis á Vatni í Haukadal. Þessi hrútur er fenginn frá Hesti sem lamb og er hann hálfbróðir Ramma 18-834 að föðurnum. Móðurfaðir 18-083 er sonur Tanga 13-954 frá Klifmýri. Þessi hrútur tók þátt í afkvæmarannsókn á Vatni haustið 2021, fékk prýðilegan vitnisburð og var þar í öðru sæti. Þegar raðað er eftir kjötmats- einkunn kemur Þór 19-307 í Innri- Múla efstur en um hann hefur þegar verið fjallað. Næstur kemur Oddur 21-539 í Lækjarbug í Hraunhreppi en hann er aðkeyptur frá Oddsstöðum í Lundarreykjadal. Faðir hans Krókur 20-149 er sonur Ramma 18-834 frá Hesti. Að bak móður Odds í annan ættlið standa tveir Oddsstaðahrútar sem voru á sínum tíma fengnir inn á stöðvarnar, þeir Spakur 14-801 og Náli 15-806. Hálfbróðir Odds að föðurnum, Haki 21-151 mun væntanlega etja kappi við hrúta Hestbúsins í afkvæmarannsókn þar á komandi hausti. Svarti-Pétur 20-593 í Nýpugörðum í A-Skaftafellsýslu er sonur Glæpons 17-809 frá Hesti. Hann gaf best gerðu sláturlömbin í Nýpugörðum sl. tvö haust. Móðir hans er dóttir Mávs 15-990 frá Mávahlíð. Svarti-Pétur hefur nú lokið sínu hlutverki sem kynbótahrútur. Þór 20-398 á Gilsbakka í Hvítársíðu er sonur Mjölnis 16-828 frá Efri- Fitjum. Þór hefur staðið efstur í afkvæmarannsóknum á Gilsbakka sl. tvö haust. Móðir hans er dóttir Kára 10-904 frá Ásgarði. Sá fimmti í röðinni er Örn 20-761 á Klifshaga 2 í Öxarfirði, sonur Fálka 17-821 frá Bassastöðum. Örn er sívalhyrndur enda kominn af hyrndu fé í móðurætt. Móðurfaðir hans, Ares 15-777, var mikið notaður í Klifshaga 2 og reyndist vel. Í töflu þrjú má sjá þá stöðvahrúta sem áttu flesta syni sem tóku þátt í afkvæmarannsóknum á síðasta ári. Þar kemur ekki á óvart að Viðar 17-844 frá Bergsstöðum á flesta syni. Enginn af 23 sonum hans nær hins vegar að vera efstur í heildareinkunn í afkvæmarannsókn. Glitnir 19-848 frá Efri-Fitjum á næstflesta syni, eða 18, en aðeins einn þeirra nær að standa efstur í heildareinkunn í afkvæmarannsókn. Rammi 18-834 frá Hesti á 15 syni og þrír þeirra ná að standa efstir í heildareinkunn og fleiri synir hans raða sér mjög ofarlega. Rammi hefur verið gríðarlega öflugur í að skila þykkum bakvöðva til afkomenda sinna og þykkt bakvöðvans vegur einmitt þungt í mati á lifandi lömbum undan hrútunum. Sá eiginleiki var hins vegar ekki sá sterkasti hjá Viðari 17-844 eða Glitni 19-848 þó kostir þeirra séu um margt óumdeildir. Mjölnir 16-828 frá Efri- Fitjum á 14 syni og þrír þeirra standa á toppnum í þessum samanburði á sínum heimabúum. Hjá kollóttu stöðvahrútunum á Fennir 19-857 frá Heydalsá 1 flesta syni, eða fimmtán, en enginn þeirra nær toppnum á sínu heimabúi. Viddi 16-820 frá RÁÐGJAFARMIÐSTÖÐ LANDBÚNAÐARINS Afkvæmarannsóknir hjá bændum 2022 Árni Brynjar Bragason. Hrútar með 120 eða meira í heildareinkunn Nafn Númer Faðir Faðir Heimabú Einkunn Einkunn Einkunn Einkunn Fallþungi Gerð Fita Ómvöðvi Ómfita Læri Aldur Nafn Númer Fallþungi Kjötmat Líflömb Heild Dagar Þór 19-307 Spakur 16-302 Innri-Múli 109,8 150,7 161,2 140,5 18,2 12,5 6,4 29,5 3 18,3 141,8 Manni 21-052 Börkur 17-842 Hrifla 111,4 132,5 157 133,7 18,2 11,4 7,2 34,2 2,4 18,4 141,3 18-083 Traustur 17-788 Hlíð 117,6 118,5 157,1 131,1 18,3 11,4 7,1 33,3 3 18,4 147,5 Boli 21-372 Durtur 16-994 Forsæludalur 108,3 117,4 159,6 128,4 15,7 9,7 5,2 30,3 2 17,5 128 Oddur 21-539 Krókur 20-149 Lækjarbugur 96,2 136,6 148,1 127 15,8 10,7 5,4 28,5 2,6 17,2 144,8 Svarti-Pétur 20-593 Glæpon 17-809 Nýpugarðar 102,3 136,5 132,4 123,7 15,9 11,1 6,7 29,5 3 17,9 166,5 Þór 20-398 Mjölnir 16-828 Gilsbakki 96,9 135,5 137,6 123,3 17,1 10,7 5,9 30,2 2,6 17,8 117,9 Hades 20-306 Amor 17-831 Valþúfa 99,5 129,2 138 122,3 17,7 10,7 6,1 31,3 2,6 17,4 134,6 Örn 20-761 Fálki 17-821 Klifshagi 2 106,3 135,4 124,2 121,9 15,8 10,7 5,5 29,1 2,2 17,9 139,1 Draugur 20-143 Vestri 16-144 Yzti-hvammur 107,7 128,1 129,3 121,7 16,4 11,9 6,5 32,5 2,9 18,4 150,3 Barði 20-448 Þristur 19-437 Klifmýri 113,3 125,5 125,1 121,3 18,8 11 6,7 33 2,7 17,9 152 Birtingur 19-105 Skuggi 18-293 Burstarfell 109,1 130,7 123,3 121,1 19,5 10,7 6,2 30,8 2,5 17,5 128,1 Prestur 20-363 Svarti-Pétur 18-381 Forsæludalur 108,2 117,2 136,6 120,7 15,5 9,5 5,2 29,1 2,3 17,2 130,7 Nixon 20-221 Fönix 18-131 Mýrar 2 111,2 125,7 125 120,6 20,2 12,8 7,5 30,1 3,5 18,1 Skari 21-392 Mjölnir 16-828 Teigur 108,6 125,2 126,9 120,2 18,5 11 6,4 32,2 2,3 18,2 156,7 Kjammi 20-252 Rammi 18-834 Sámsstaðir 95,8 134,2 130,2 120,1 16,3 10,5 5,9 31 3,1 17,9 134,4 Tafla 1. Hrútar sem sýna mesta yfirburði innan bús í heildareinkunn. Hrútar sem fengu 125 eða meira í kjötmatseinkunn Nafn Númer Faðir Faðir Heimabú Einkunn Einkunn Einkunn Einkunn Fallþungi Gerð Fita Ómvöðvi Ómfita Læri Aldur Nafn Númer Fallþungi Kjötmat Líflömb Heild Dagar Þór 19-307 Spakur 16-302 Innri-Múli 109,8 150,7 161,2 140,5 18,2 12,5 6,4 29,5 3 18,3 141,8 Oddur 21-539 Krókur 20-149 Lækjarbugur 96,2 136,6 148,1 127 15,8 10,7 28,5 2,6 17,2 144,8 Svarti-Pétur 20-593 Glæpon 17-809 Nýpugarðar 102,3 136,5 132,4 123,7 15,9 11,1 6,7 29,5 3 17,9 166,5 Þór 20-398 Mjölnir 16-828 Gilsbakki 96,9 135,5 137,6 123,3 17,1 10,7 5,9 30,2 2,6 17,8 117,9 Örn 20-761 Fálki 17-821 Klifshagi 2 106,3 135,4 124,2 121,9 15,8 10,7 5,5 29,1 2,2 17,9 139,1 Brúsi 21-104 Brúsi 17-127 Hólar 89,9 135,3 113,8 113 16,5 10,7 6,3 28,7 3 17,9 136,3 Kjammi 20-252 Rammi 18-834 Sámsstaðir 95,8 134,2 130,2 120,1 16,3 10,5 5,9 31 3,1 17,9 134,4 Glitri 21-567 Glitnir 19-848 Hellur 101,7 132,5 105,3 113,2 18,2 12,3 6,1 31,1 2,4 17,7 159,5 Manni 21-052 Börkur 17-842 Hrifla 111,4 132,5 157 133,7 18,2 11,4 7,2 34,2 2,4 18,4 141,3 21-509 Börkur 17-842 Nýpugarðar 97,7 131,8 127,2 118,9 15,6 10,6 6,2 29,2 2,8 17,8 146,5 Þorvaldur 21-072 Viðar 17-844 Hlíð 96,5 131,5 100,3 109,5 16,5 10,3 5,9 29,8 2,4 17,8 143,8 Hrímnir 21-073 Ísar 19-101 Burstarfell 93,7 131,1 114,7 113,2 17,9 9,9 5,8 30,3 2,5 17,6 130,6 Birtingur 19-105 Skuggi 18-293 Burstarfell 109,1 130,7 123,3 121,1 19,5 10,7 6,2 30,8 2,5 17,5 128,1 Hades 20-306 Amor 17-831 Valþúfa 99,5 129,2 138 122,3 17,7 10,7 6,1 31,3 2,6 17,4 134,6 Broddi 21-680 Hnikill 18-053 Svertingsstaðir 96,3 129 130,4 118,6 18,2 12,3 7,3 28,8 2,4 18,2 140 21-507 Börkur 17-842 Nýpugarðar 99,8 128,3 100 109,4 15,8 10,6 6,3 27,8 2,9 17,4 152,1 Draugur 20-143 Vestri 16-144 Yzti-hvammur 107,7 128,1 129,3 121,7 16,4 11,9 6,5 32,5 2,9 18,4 150,3 Nixon 20-221 Fönix 18-131 Mýrar 2 111,2 125,7 125 120,6 20,2 12,8 7,5 30,1 3,5 18,1 Lækur 18-581 15-754 Nýpugarðar 95 125,6 121,7 114,1 15,4 10,5 6,6 28,2 2,3 17,6 163,6 Blær 21-252 Kostur 19-849 Skerðingsstaðir 106,4 125,5 104 112 17,3 10,3 5,9 30 3 17,5 142,7 Barði 20-448 Þristur 19-437 Klifmýri 113,3 125,5 125,1 121,3 18,8 11 6,7 33 2,7 17,9 152 Skari 21-392 Mjölnir 16-828 Teigur 108,6 125,2 126,9 120,2 18,5 11 6,4 32,2 2,3 18,2 156,7 20-523 19-501 Svarfhóll 91,7 125,1 112,1 109,6 17 10,3 5,8 28,5 3,4 17,8 146,2 Skápur 19-069 Durtur 16-994 Litlu-Reykir 97,8 125 115,6 112,8 16,8 11,5 7 32,8 2,5 18,3 147,7 Tafla 2. Hrútar sem sýna mesta yfirburði í kjötmatseinkunn í samanburði innan bús. Þór 19-307 í Innri-Múla á Barðaströnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.