Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 57

Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 57
57Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 S IG N A - w w w .s ig n a .i s Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 • www.velfang.is • Óseyri 8 • 603 Akureyri KUHN jarðtætarar. Slurry Kat haugsugur og brunndælur. KUHN � ölsáðvélar. Kuhn pinnatætarar. Schäff er liðlé� ngar. Pichon haughrærur. VERKIN TALA Fransgard fl aghefl ar TUME grassáðvélar. Öflug liðsheild í vorverkin Til sölu jörðin Kanastaðir í Rangárþingi eystra. Um er að ræða myndarlegt kúabú í fullum rekstri. Helstu upplýsingar Húsakostur jarðarinnar er töluverður, m.a. 10.302 m2 fjós frá árinu 2008. Í fjósinu eru tveir mjaltaþjónar, 120 legubásar og öll önnur nauðsynleg aðstaða. Öll aðstaða í fjósinu er góð til mjólkurframleiðslu. Einnig er á jörðinni myndarlegt tveggja íbúða hús samtals rúmir 300 m2 í allgóðu ásigkomulagi. Allur húsakostur og þá sérstaklega nýja fjósið býður upp á mun meiri framleiðslugetu. Landgæði eru umtalsverð og því auðvelt að auka framleiðslu til muna þess vegna. Jörðin er talin vera rúmir 370 hektarar og er meginhluti þess lands vel nýtanlegur. Ræktað land er um 115 hektarar og gæti verið umtalsvert meira. Framleiðsluréttur er nú 422.000 lítrar. Áhugaverð jörð sem gefur mikla möguleika til aukinnar mjólkurframleiðslu vegna landgæða og húsakosts. Jörðin selst með bústofni, vélum og framleiðslurétti. Bústofns-, véla- og tækjalistar og nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteignamiðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson í síma 892 6000 eða magnus@fasteignamidstodin.is ákveðnum skráningarþáttum, þá kom lyfja- og sjúkdómaskráning oftast upp. Notkun á Lamb Snjallforriti Eins og áður hefur komið fram var spurt um notkun á Lamb Snjallforriti. Af þeim sem svöruðu könnuninni voru 40 sem sögðust vera notendur að Lamb Snjallforriti eða tæplega 10% af þátttakendum. Rúmlega 11% þátttakenda sögðust hins vegar hafa prófað Lamb Snjallforrit en væru ekki lengur notendur, flestir gáfu upp þá ástæðu að þeir teldu forritið ekki hafa nýst sér sem skyldi. Notendur Lamb Snjallforrits voru langoftast að nýta sér pörun við örmerki, skráningu á sauðburði og þungaskráningu á haustin og nefndu þá jafnframt þessa þætti sem helstu kosti við forritið. Næstu skref Út frá niðurstöðum notenda könnunar Fjárvís má draga þá ályktun að sauðfjárbændur kalli sterkt eftir því að Fjárvís þróist úr því að vera fyrst og fremst skráningarkerfi yfir í að vera verkfæri sem bændur geta notað sem vinnutæki við dagleg störf með notkun í gegnum snjalltæki og með samskiptum við jaðartæki s.s. örmerkjalesara. Sú krafa kemur sterkast fram hjá yngri bændum á stærri búum. Sú útgáfa af Fjárvís sem notendur vinna með í dag var opnuð í mars árið 2015. Forritið eins og það er í dag er barn síns tíma og hefur ekki náð að fylgja eftir þeirri þróun sem hefur orðið t.d. í því hugbúnaðarumhverfi sem Fjárvís er forritað í. Tíð mannaskipti á forriturum sem unnið hafa að Fjárvís hefur einnig gert það að verkum að ekki hefur náðst nægjanlega góð samfella í þróun á forritinu. Fyrir ári síðan var samið við Stefnu hugbúnaðarhús um vinnu við Fjárvís, fyrst til reynslu en síðan til áframhaldandi vinnu við skýrsluhaldskerfið í ljósi þess frábæra árangurs sem sú vinna hefur skilað. Á síðasta ári var lögð áhersla á það að klára ýmis verkefni sem hafa setið á hakanum í lengri eða skemmri tíma. Einnig var lögð mikil vinna í að geta lesið inn arfgerðagreiningar úr átaksverkefnum í riðuarfgerða- greiningum inn í Fjárvís og að gera notendum kleift að vinna með þær. Nú í byrjun þessa árs var áhersla lögð á að aðlaga kerfið að nýjungum í vinnslu kynbótamats og birtingar á þeim. Það er hins vegar ljóst að nauðsynlegt er að fara í uppfærslu á kerfinu áður en lagt er í frekari vinnu við þróun. Því verður lögð áhersla á það næstu vikur að uppfæra forritunarmál Fjárvís. Það þýðir að öll nýsmíði verður tímabundið lögð til hliðar. Sem dæmi um það má nefna að ný útgáfa af vorbókum verður að bíða þar til uppfærsla hefur verið gerð þannig að nýjar vorbækur koma ekki núna heldur fyrir árið 2024. Það er auðvitað leiðinlegt að þurfa að láta löngu tímabærar breytingar bíða örlítið lengur en áætlað var en á hinn bóginn mun uppfærsla á Fjárvís í nýjasta hugbúnaðarumhverfi gefa okkur möguleika á að gera ýmsa hluti sem ekki eru mögulegir í Fjárvís eins og það er í dag, s.s. að gera Fjárvís skalanlegt í snjalltæki og að gera það sveigjanlegra að kröfum um aukna gagnaöflun, og nútímalegri framsetningu. Þess ber einnig að geta að síðustu mánuði hefur verið unnið markvisst að því að koma á virkum samskiptum við jaðartæki, s.s. örmerkjalesara, til að koma til móts við þá sauðfjárbændur sem nýta sér þá tækni. Við viljum að lokum þakka þeim notendum Fjárvís sem tóku þátt í könnuninni fyrir sitt framlag. Það er gríðarlega mikilvægt að fá að heyra sjónarmið ykkar hvað varðar framtíð í þróun Fjárvís. Hér hefur verið stiklað á stóru varðandi helstu niðurstöður úr könnuninni en auðvitað kom ýmislegt annað fram sem að sjálfsögðu verður tekið með í hugmyndabankann fyrir framtíðarþróun á Fjárvís. Þess ber einni að geta að margt kom fram í könnuninni sem snerti breiðara svið en forritið sjálft, t.d. áherslur í ræktunarstarfi. Þeim athugasemdum og tillögum hefur verið komið áfram til þeirra sem vinna að þeim verkefnum. Stefnt verður að því að gera sambærilegar notendakannanir fyrir Huppu og Jörð í vor og í sumar þannig að notendur þeirra forrita fái einnig tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri varðandi áframhaldandi þróun skýrsluhaldsforritanna. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, verkefnastjóri hjá RML.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.