Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 59
59Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023
færri ær eftir að bera og allir orðnir
þreyttir eftir annasamar vikur.
Ekki verður þó allt leyst í gegnum
eftirlitsmyndavélakerfi þó slíkt komi
að góðum notum og því mikilvægt að
tryggja mönnun sauðburðarins í tæka
tíð. Næg mönnun og gott skipulag
hafa lykiláhrif á afföll á sauðburði og
þar með mikil áhrif á afkomu búsins.
Í könnun RML frá árinu 2021 þar sem
svör 300 bænda voru borin saman við
skráð afföll í skýrsluhaldi kom í ljós að
þar sem fleiri en 3 koma að sauðburði
á einhvern hátt voru afföll minni. Á
minni búum komu yfirleitt færri að
sauðburði, þar voru afföll hlutfallslega
meiri og þar komu eftirlitsmyndavélar
að meira gagni en á stærri búunum. Þar
sem sauðburðarstarfsfólk (bændur og
aðstoðarfólk þeirra) merkti við nægan
samfelldan svefn voru afföll minni.
Þegar þessi atriði eru skoðuð saman
gefur það ákveðnar vísbendingar um
að brýnt sé að hafa nægan mannskap
þannig að hægt sé að hafa fastar vaktir
sem tryggja að fólk fái næga hvíld.
Skipulag fyrir sauðburðarstarfsfólk ætti
því að taka mið af því að tryggja 7-8
klst. samfelldan svefn þegar því verður
mögulega viðkomið. Fastir matartímar
reyndust einnig hafa góð áhrif og góður
undirbúningur sauðburðarins með tilliti
til aðfanga og aðstöðu.
Verkaskipting á milli þeirra sem
koma að sauðburði þarf einnig að vera
skýr til að koma í veg fyrir tvíverknað
eða að verk falli niður. Þannig er best
að það sé ákveðinn aðili sem ber ábyrgð
á stærri verkum s.s. fóðrun, mörkun,
meðhöndlun, þrifum og tilfærslu gripa
í ein- eða fjölbýli svo fátt eitt sé nefnt.
Þá er ekki átt við að sá aðili vinni einn
verkin heldur hafi yfirsýn yfir þau og
hver sér um þau á mismunandi tímum
sólarhrings. Best er að tryggja það með
því að halda ákveðnu verklagi hvern
dag sauðburðarins og fastri rútínu á
flæði gripa í gegnum aðstöðu um
sauðburðinn.
Sjúkdómar, varnir og meðhöndlun
Er búið að bólusetja fyrir lamba-
sjúkdómum? Nokkur bóluefni eru í boði.
Það algengasta er blandaða bóluefnið
sem framleitt er á Keldum. Það veitir
vörn gegn lambablóðsótt, garnapest/
flosnýrnaveiki og bráðapest. Þá hafa
einnig verið í boði nokkrar erlendar
tegundir. Aðeins er breytilegt milli
bóluefnategunda hvaða sjúkdómum
þau veita vernd fyrir. Samkvæmt
leiðbeiningum frá Keldum er best að
grunnbólusetja ásetningslömb að hausti
og einsprauta svo allt fé tveim vikum
fyrir burð. Ef gimbrarnar hafa ekki
verið grunnbólusettar að haust þarf að
tvísprauta þær fyrir burð með tveggja
vikna millibili.
Slefsýki er einn af þeim lamba-
sjúkdómum sem getur valdið talsverðu
tjóni á vorin. Mikilvægt er því að
reyna eftir bestu getu að fyrirbyggja
þennan vágest. Ekki er leyfilegt að
gefa sýklalyfstöflur sem fyrirbyggjandi
meðferð. Bændur ættu þó að geta
fengið nokkrar töflur hjá dýralæknum
til að eiga til þess að geta brugðist strax
við ef lamb sýkist þar sem verndandi
meðferð er leyfileg. Þá er í boði bóluefni
sem vonir standa til að veiti vernd
gegn slefsýkinni. Bóluefnið kallast
Neocolipor og er framleitt fyrir svín
gegn ákveðnum stofnum E. coli sýkla
sem valda þarmasýkingu í grísum. Ekki
er komin mikil reynsla á það hér á landi
hversu mikla vernd bóluefnið veitir í
reynd en efnið var notað á nokkrum
sauðfjárbúum síðasta vor. Samkvæmt
leiðbeiningum frá innflytjanda, þá er
nóg að sprauta kindur 1 sinni tveim
vikum fyrir burð, ef þær hafa verið
grunnbólusettar.
Ef þær eru ekki grunnbólusettar
þarf að tvíbólusetja að vorinu. Fyrri
sprautun þyrfti að fara fram 5 til 7
vikum fyrir burð og seinni sprautan 2
vikum fyrir burð.
Almennt varðandi sjúkdóma á
sauðburði skal höfuðáherslan ætíð vera
beita forvörnum með því að leggja sem
mest upp úr hreinlæti. Þar skipta máli
atriði eins og að halda stíum þurrum
og þrifalegum, reyna að halda rakastigi
lágu í fjárhúsum, þrífa júgur og gera allt
sem hægt er til að forðast sjúkdóma og
þörf fyrir lyfjagjafir. Ein mikilvægast
forvörnin gegn sjúkdómum er að
tryggja að lömbin fái nægan brodd eins
snemma og hægt er.
Fóðrun
Eins og bændur þekkja er misjafnt
milli ára hversu auðvelt er að afla
úrvalsheyja. Síðustu vikur meðgöngu
og um sauðburðinn er sá tími sem
mest er um vert að eiga nóg að góðu
og lystugu heyi og mikilvægt að
geyma besta heyið hverju sinni fyrir
þennan tíma. Heyefnagreining getur
verið mjög gagnleg til að sjá hvaða
efni gæti helst vantað upp á en það
er fullseint að fara í heysýnatöku
núna ef slíkar upplýsingar liggja
ekki fyrir.
• Það er skynsamlegt að hafa hjá
fénu alhliða saltsteina allan veturinn
til að reyna að fyrirbyggja skort á
mikilvægum snefilefnum. Saltsteinar
eru ekki dýrir og getur verið dýrara
að hafa sparað sér þau innkaup ef
upp koma vandamál tengd efnaskorti
á síðustu vikum meðgöngu og á
sauðburði.
• Selen er eitt mikilvægra snefilefna
fyrir sauðfé en með því að nota
selenbættan áburð, ekki síst á tún
sem eiga að skila betri heyjunum, má
bæta selenmagn í heyinu verulega.
Ef gefið er hey af túnum sem fengu
selenbættan áburð og saltsteinar sem
innihalda selen hafa verið í boði ætti að
vera lítil hætta á vandamálum tengdum
selenskorti. Ef hvorugt hefur verið gert
er sjálfsagt að bregðast nú skjótt við og
skoða saltsteina eða bætiefnafötur sem
gætu hentað.
• Fóðurþörf ánna á síðustu vikum
meðgöngu fer mjög mikið eftir fjölda
fóstra. Það er ekki heppilegt fyrir allar
ærnar að miða fóðrun við að þær séu
allar tví- eða þrílembdar. Það getur verið
full mikil fóðrun fyrir einlemburnar
þannig að lömb þeirra verða óþarflega
stór og hætta á burðarerfiðleikum
og afföllum. Ef fóstur hafa verið
talin í ánum er sjálfsagt að nýta sér
þær niðurstöður til að flokka ærnar
í fóðrunarhópa ekki seinna en strax.
Einlembur, marglembur sérstakir
hópar og svo eru það tvílemburnar
sem eru stóri hópurinn víðast hvar.
Einlemburnar fóðraðar heldur minna en
tvílemburnar en marglemburnar meira.
Á mjög mörgum búum er áreiðanlega
til bóta að gefa marglembum dálítinn
fóðurbæti og síðan fer það eftir
heygæðunum hvort þörf er á því að
bæta aðeins við tvílemburnar líka
með fóðurbæti.
• Á síðustu vikum meðgöngunnar
stækka fóstrin hratt og þrengja að
meltingarfærunum þannig að átgeta
ánna minnkar. Þá skiptir einmitt miklu
að fóðrið sem þær éta sé auðmelt og
gangi hratt í gegnum vömbina þannig
að pláss komi sem fyrst fyrir næstu
áfyllingu. Ærin þarf að éta sem mest
þurrefni og því skiptir þurrkstig
heyjanna einnig máli þegar ákveðið
er hvað hey væri best að gefa núna.
Eftir því sem fóstrin eru fleiri því
mikilvægari eru fóðurgæðin svo ærin
nái að halda holdum að mestu út
meðgönguna. Þá hefur hún meira af
að taka þegar mjólkurframleiðslan hefst
og er ekki eins viðkvæm gagnvart því
þó ekki náist að uppfylla alveg fóður-
þarfir hennar.
• Fósturfjöldi hjá gemlingum
skiptir ekki síður máli og þarf helst
að gera einhvern greinarmun á fóðrun
einlembdra og tvílembdra gemlinga.
Til viðbótar skiptir hér máli hversu
vel gemlingarnir hafa þroskast yfir
veturinn. Ef þeir hafa vaxið lítið getur
verið varasamt að bæta miklu við
fóðrun á síðustu vikunum því sú viðbót
fer mest til fóstranna og lömbin verða
of stór miða við þroska móðurinnar.
Það verður því að meta hversu góður
þroski er kominn í gemlingana á
þessum tíma, hve miklu á að bæta
við fóðrun einlembdra gemlinga alla
vega, á síðustu vikunum. Það ætti að
vera sjálfsagt keppikefli allra bænda
að gemlingarnir hafi þyngst um að
lágmarki 10-12 kg frá hausti og fram
á þennan tíma ef hleypt hefur verið
til þeirra. En stundum hefur það bara
ekki tekist og þá er betra að fóðra
ekki of mikið síðustu vikurnar svo að
gemlingarnir eigi síður alltof stór lömb
með tilheyrandi burðarerfiðleikum og
afföllum, bæði lamba og mæðra.
Guðrún Hildur Gunnarsdóttir
Guðfinna Harpa Árnadóttir
Árni Brynjar Bragason
Eyþór Einarsson
516-2600
vorukaup@vorukaup.is
• Loft í loft
• Loft í vatn
• Vatn í vatn