Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 Sex milljóna króna tap varð á rekstri Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins á síðasta ári en rúmlega 20 milljóna króna hagnaður hafði verið á rekstrinum árið á undan. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) er dótturfélag Bændasamtaka Íslands og á Búnaðarþingi 2023 á dögunum fór Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri félagsins, yfir rekstrarafkomu og verkefnastöðu þess á síðasta ári. Karvel segir að reksturinn hafi verið mjög viðunandi á síðasta ári. „Tekjur fyrirtækisins námu 893 milljónum, þar af 349 milljónir vegna framlaga og fjármagnstekjur 6,8 milljónir. Gjöld voru 906 milljónir,“ segir hann. Að sögn Karvels voru bæði gjöld og tekjur mun hærri en gert hafi verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun. „Það ræðst fyrst og fremst af verkefnum sem ekki voru komin inn á fjárhagsáætlun og eru gegnumstreymisverkefni. Það þýðir að fjármunir streyma í gegnum fyrirtækið en verða ekki nema að litlu leyti eftir til að borga rekstur eða laun innan RML. Stærstu verkefnin af þessum toga eru erfðamengisúrval í nautgriparækt en RML gerði samning við Matís um greiningu á öllum sýnum en þeir peningar koma úr nautgriparæktarsamningi og sér RML um að greiða mánaðarlega skv. áætlun sýnagreiðslur til Matís. Hitt stóra verkefnið var riðuarfgerðagreiningar á sauðfé en allar greiningar sem voru niðurgreiddar af þróunarfé sauðfjárræktar fóru í gegnum RML. Bæði þessi verkefni nefndi matvælaráðherra sem tvö af mikilvægustu nýsköpunarverk- efnum landbúnaðarins í ræðu sinni nú á Búnaðarþingi. Traustur fjárhagur RML var forsenda þess að hægt væri að reka verkefnin þar sem mikið af útlögðum kostnaði var greiddur af RML áður en hægt var að innheimta fyrir bæði styrki og hluta bænda af kostnaði. Reksturinn var að öðru leyti í ágætis jafnvægi og í samræmi við áætlanir. Verkefnastaða fyrirtækisins er mjög góð og lítur ágætlega út fyrir þetta ár,“ segir Karvel. /smh FRÉTTIR Nýverið var sett á laggirnar verkefni sem kallast Nýmörk og er markmið þess að styrkja gróðursetningu á um einni milljón trjáplantna víðsv egar um landið á næstu fimm árum. Nýmörk er samstarfsverkefni Pokasjóðs, Landgræðslunnar og Skógræktarinnar. Pokasjóður hefur lagt verkefninu til um 150 milljón krónur en Landgræðslan og Skógræktin munu annast utanumhald og faglega vinnu við það. Gert er ráð fyrir því að plönturnar muni þekja fjögur til fimm hundruð hektara. Síðasta verkefni Pokasjóðs Bjarni Finnsson, stjórnarformaður Pokasjóðs, segir að þar sem verið sé að leggja niður sjóðinn hafi verið ákveðið að styrkja skógrækt og landgræðslu með myndarlegum hætti og loka sjóðnum þannig. „Stærstu aðilarnir sem staðið hafa að Pokasjóði eru Hagar, Samkaup og Vínbúðirnar en nú á að leggja sjóðinn niður eftir 27 ár. Sjóðurinn úthlutaði á þarsíðasta ári um hundrað milljónum og núna sem síðasta úthlutun var ákveðið að styðja einstaklinga og félagasamtök sem standa utan við bændaskóga og landshlutaverkefni í skógrækt til góðra verka. Okkur sýnist að fjárhæðin sem stendur til boða dugi til að kaupa allt að því milljón skóg- eða bakkaplöntur til útplöntunar.“ Bjarni segir að styrkurinn sé á bilinu 80 til 100 krónur fyrir hverja plöntu og hann er greiddur eftir að búið er að kaupa plönturnar. „Við úthlutum því ekki plöntum. Heldur fer fólk sjálft og finnur og kaupir plönturnar.“ Stærð lands Einstaklingar og félagasamtök sem hafa yfir að ráða land sem fallið er til skógræktar geta sótt um styrk til plöntukaupa. Stærð lands eru um þrír hektarar til tuttugu hektarar, frístundalóðir eru ekki styrkhæfar, og þarf landið að vera girt og friðað fyrir beit. Nýmörk mun styrkja plöntukaup þeirra sem hljóta styrki en viðkomandi munu sjálfir sjá um að planta þeim út í sínu landi. Auka kolefnisbindingu Með verkefninu gefst félaga- samtökum og einstaklingum tækifæri á að auka kolefnisbindingu og lögð verður áhersla á ræktun skógarplantna sem eru vel til þess fallnar, eins og ösp, birki og furu. Opið er fyrir umsóknir um styrki til plöntukaupa á vefsíðu verkefnisins www.nymork.is til 15. apríl næstkomandi. /VH Nýmörk: Styrkir til að gróðursetja milljón plöntur Nýmörk veitir félagasamtökum og einstaklingum tækifæri til að auka kolefnisbindingu þar sem lögð verður áhersla á ræktun skógar- plantna sem eru vel til þess fallnar, eins og ösp, birki og furu. Mynd / Myndasafn Bændablaðsins Hreinn Óskarsson frá Skógræktinni, Bjarni Finnsson, stjórnarformaður Pokasjóðs og Árni Bragason frá Landgræðslunni skrifa undir samstarfssamning Nýmarka. Mynd / Áskell Þórisson. Á búgreinaþingi deildar sauðfjár- bænda hjá Bændasamtökum Íslands á dögunum var samþykkt tillaga þar sem stjórn deildarinnar er hvött til að koma á auknu samtali við Matvælastofnun um dýravelferð og eftirlit með búfjárhaldi. Í umræðum um tillöguna kom fram að reynsla bænda er mjög misjöfn eftir bæjum og landsvæðum hvað varðar tíðni þessara eftirlitsheimsókna búfjáreftirlitsmanna. Í tillögunni kemur fram að það sé greininni mikilvægt að traust ríki milli bænda og neytenda um dýravelferð og aðbúnað búfjár. Skilvirkt eftirlit sé einn af þeim þáttum sem byggir undir það traust. Er því óskað eftir virku samtali stjórnar búgreinadeildarinnar við Matvælastofnun um ofangreinda þætti. Fáir búfjáreftirlitsmenn Soffía Sveinsdóttir, sviðsstjóri vettvangseftirlits hjá Matvæla- stofnun, tekur fagnandi þessari samþykkt sauðfjárbænda um virkt samtal. Hún segir skýringuna á mismunandi tíðni heimsókna til sauðfjárbænda liggja í manneklu stofnunarinnar. „Við vinnum eftir landsbundinni eftirlitsáætlun (LEMA) um tíðni heimsókna, sem byggir á áhættuflokkun okkar. Í tilfelli sauðfjárbænda er gert ráð fyrir heimsóknum þriðja hvert ár. Ef þetta stenst ekki – og heimsóknir eru stopulli – þá getur ástæðan verið mannekla hjá okkur. Staðreyndin er sú að það er til að mynda aðeins einn búfjáreftirlits- maður í Norð- vesturumdæmi og einn og hálfur í Norðaustur- umdæmi. Þeir sinna reglubundnu eftirliti en eiga einnig að forgangsraða verkefnum samkvæmt LEMA. Eftirlit í kjölfar ábendinga um illa meðferð dýra og eftirfylgni krafna um úrbætur hafa forgang fram yfir reglubundið eftirlit. Í grófum dráttum má segja að hlutfall eftirlits með annan aðdraganda en reglubundið eftirlit er um 50 prósent af opinberu eftirliti. Á síðustu misserum hefur mikill tími farið í að sinna ábendingum og svo hafa komið upp viðamikil vörslusviptingamál.“ Stöðugildum fækkað Að sögn Soffíu snýst þetta á endanum um það fjármagn sem stofnunin hefur úr að spila til þessara verkefna. „Um áramótin 2013–2014 færðist búfjáreftirlit frá sveitar- félögunum til Matvælastofnunar, 42 búfjáreftirlitsmenn, flestir í hlutastörfum, samtals 11-12 stöðugildi til Matvælastofnunar. Við þann flutning fækkaði stöðugildum búfjáreftirlitsmanna um helming, niður í sex. Þetta bitnar á reglubundnu eftirliti,“ útskýrir Soffía. Hún segir að eftirlitsskyld sauðfjárbýli séu um 2.300 talsins. Því sé áætlað að búfjáreftirlits- menn fari í heimsóknir á 780 bæi á þessu ári. / smh Búfjáreftirlit: Mannekla Matvælastofnunar ástæða misræmis í eftirlitsheimsóknum Frá búgreinaþingi sauðfjárbænda á dögunum. Soffía Sveindóttir. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins: Hærri rekstrarkostnaður með auknum umsvifum Karvel L. Karvelsson. Þingsályktunartillaga um matvælastefnu fyrir Ísland til ársins 2040 hefur verið lögð fyrir Alþingi. Matvælastefnan kemur úr Samráðsgátt stjórnvalda þar sem hún lá til umsagnar til 24. febrúar þar sem 25 umsagnir voru birtar. Stefnunni er ætlað að vera leiðandi í ákvarðanatöku til verðmætasköpunar í innlendri matvælaframleiðslu, tryggja fæðu- og matvælaöryggi og auka velferð fólks í sátt við umhverfi og náttúru. Drög stefnunnar voru kynnt á Matvælaþingi í Hörpu 22. nóvember síðastliðinn. Þar voru fengnir aðilar úr ýmsum áttum til að ræða og gagnrýna stefnuna auk þess sem opnað var fyrir spurningar almennings. Umræður á Matvælaþingi voru svo hafðar að leiðarljósi við yfirferð stefnunnar auk athugasemda sem komu fram eftir þingið. Matvælastefnan er einnig unnin með hliðsjón af áherslum matvælaráðherra og nýs matvælaráðuneytis. Auk þess eru sérstakar áherslur lagðar á fæðuöryggismál, loftslagsmál og hringrásarhagkerfi í ljósi heimsfaraldurs kórónuveiru og innrásar Rússlands í Úkraínu. /smh Matvælastefna lögð fyrir Alþingi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.