Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 27
27Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 SMIÐJUVEGI 7 200 KÓPAVOGI SÍMI 54 54 300 ISPAN.IS ER KOMINN TÍMI Á NÝTT GLER ? VIÐ FRAMLEIÐUM GLER EFTIR ÞÍNUM ÞÖRFUM • EINANGRUNARGLER • SÓLVARNARGLER • HLJÓÐVARNARGLER • ÖRYGGISGLER • HAMRAÐ GLER • HERT GLER • LAKKAÐ GLER • SPEGLAR Nýjar rannsóknir á lífríki sjávar- rifja og hafinu við Ástralíu sýna að ástand þess er mun verra en áður hefur verið talið. Ástæða þess er sögð vera hækkandi sjávarhiti og óþol núverandi lífvera við breytingunum á búsvæði þeirra. Auk þess að hækkun sjávarhita hafi neikvæð áhrif á vistkerfi hafsins mun hún draga úr fiskveiðum þar sem framboð á fæðu fyrir nytjategundir mun dragast saman. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknanna, sem birtar voru í Natur, eru um 500 af þeim 1.057 tegundum sem kannaðar voru á verulegu undanhaldi og 300 af þeim á mörkunum að vera flokkaðar í útrýmingarhættu. Rannsóknin náði meðal annars til fiska, kórala, hryggleysingja, þörunga og sjávarplantna. Aðstandendur rannsóknanna segja að hraði breytinganna sé mikill, að þær eigi sér stað fyrir augum allra sem þær vilji sjá en á sama tíma veki þær litla eftirtekt. Það sem meira er, að niðurstaða rannsóknanna er talin eingöngu vera toppurinn á ísjakanum. /VH Kóralrif út af strönd Ástralíu. Mynd / NASA Toppurinn á ísjakanum Fá viðlagastuðning vegna fuglaflensu Ítalskir bændur fá 27,2 milljónir evra í bætur frá ESB vegna 294 tilfella fuglaflensu haustið 2021. Faraldur gekk um nokkur héruð á Ítalíu milli 23. október til 31. desember 2021. Stjórnvöld gripu umsvifalaust til mikilla smitvarna til að halda aftur af útbreiðslu sóttarinnar, en þær leiddu jafnframt til mjög minnkaðrar innkomu. Bændur sem voru með kjúklingaeldi, eggjaframleiðslu, kalkúna, endur og perluhænsn urðu fyrir mestum áhrifum. Tjónið fólst helst í ónýtum vörum eða að þær væru færðar niður um gæðaflokk. Eftir formlega beðni frá ítölskum stjórnvöldum komst Framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins að þeirri niðurstöðu að ESB myndi standa undir helmingi þess kostnaðar sem ítölsk stjórnvöld hafa lagt út til að styðja við bændur á þeim svæðum sem verst voru útsett. Einungis bændur á fyrir fram ákveðnum svæðum eiga heimtingu á fjárstuðningi fyrir tjón sem gerðust í lok árs 2021. Greiðslurnar munu koma úr varasjóði landbúnaðarins og eiga að skila sér í lok september á þessu ári. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu Framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins. /ÁL Fugl á Ítalíu. Mynd / Kai Rohweder–Unsplash Metanminnkandi kúafóður hluti loftslagsstefnu Bresk stjórnvöld vilja leita leiða til að koma metanminnkandi fóðri í almenna notkun innan tveggja ára. Þessi áform voru kynnt sem hluti af vegferð breskra stjórnvalda í átt að kolefnishlutleysi. Bændur fagna þessum fyrir- ætlunum, en stjórnvöld hafa átt í samráði við stéttina varðandi útfærslu áætlunarinnar. Engin metanminnkandi lausn er komin á markað sem hefur fullnægjandi virkni, en mikil framþróun er á sviðinu og eru bundnar miklar vonir við að fullnægjandi úrræði verði aðgengileg innan tveggja ára. Frá þessu greinir Guardian. Metan sem myndast við meltingu kúa og losnar frá mykjunni er talið stuðla að fjórtán prósent losunar gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. Á Bretlandi eru 9,4 milljónir kúa og kálfa. Ef tekst að koma bætiefnunum í kjarnfóður með góðri virkni gætu stjórnvöld skyldað notkun þeirra í nokkrum þrepum með það markmið að notkunin verði sem mest. Varaformaður bresku bænda- samtakanna, Tom Bradshaw, sagði í samtali við Guardian að mest gróðurhúsaframleiðsla nautgripa komi út um framendann á þeim, ekki afturendann. Flest bendi til að bætiefnin verði gagnleg, þó enn sé óljóst hvaða áhrif þau hafi á nýtni fóðursins. Hann sagði að f rekar i rannsóknarvinnu sé þörf til að ná markmiði m i n n k a ð r a r losunar, en nokkur verkefni séu í gangi á Bretlandseyjum núna. Fleiri leiðir séu hugsanlega færar til að minnka metanlosun kúa, en á Nýja-Sjálandi fullyrða stjórnvöld að þeim hafi tekist að minnka losun síns kúastofns með kynbótum. Bresk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að einblína um of á tæknilausnir með óstaðfesta virkni í viðleitni sinni til að ná kolefnishlutleysi. Hópur 700 vísindamanna kom fram eftir að ríkisstjórnin kynnti leiðarvísi að kolefnishlutleysi og sagði stjórnvöld leggja of mikið traust á aðferðir eins og kolefnisförgun sem enn hefur ekki tekist að skala upp. /ÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.