Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 65

Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 65
65Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 SJÓFATNAÐUR Í yfir 50 ár hefur Guy Cotten verið leiðandi í hönnun á bæði sjófatnaði og efnum til sjófatnaðargerðar. Hafðu samband, kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna! isfell.is • sími 520 0500 ÞEKKING • ÞJÓNUSTA • GÆÐI Varahlu�r í Bobcat en séu gæðin góð má spara allt að 25% af gefnu magni miðað við broddmjólk með slakari gæðum. Vitað er að töluverður munur er á meðalgæðum brodds á milli fjósa og sneri rannsóknin að því að reyna að finna skýringu á því hvaðan þessi munur stafaði. Bæði var skoðað til hlítar hvernig fóðrun var háttað í fjósunum, hvort lýsing í þeim hefði áhrif, sérstök fóðrun geldkúa eða einhverjir aðrir augljósir þættir. Í stuttu máli sagt þá fannst enginn teljandi munur á niðurstöðunum og virðist sem meðalgæði brodds stjórnist af öðrum þáttum og þá líklega umhverfisþáttum. Þó svo að niðurstaða rannsóknarinnar hafi ekki sýnt fram á nein bein tengsl við broddmjólkurgæði þá er niðurstaðan mikilvæg í leitinni að því hvað skýri mun á milli búa og hefur mögulega þrengt hringinn í þeirri leit. 6. Holdakúabúskapur Holdakúabúskapur er stór búgrein í Danmörku og var því nokkuð eðlilega sérstök málstofa tileinkuð þessari framleiðslugrein en í málstofunni voru flutt 5 erindi. Fram kom í einu þeirra að alls eru í Danmörku á annan tug holdakúakynja og fá bændurnir gripagreiðslur byggt á fjölda holdakúa. Þó fá þeir sem eru með færri en 20 kýr ekki styrk, enda líta Danir svo á að þá sé um áhugamennsku að ræða sem er ekki styrkhæf. Í einu erindinu var m.a. farið yfir hina fjölbreyttu möguleika sem bændur í þessari búgrein hafa varðandi markaðssetningu, en margir með holdagripi hafa fundið leiðir til að auka framlegð búa sinna með beinni sölu. Þannig stunda sumir bændanna beina sölu til neytenda með vefverslunum, aðrir selja í gegnum Facebook og enn aðrir reka smáverslanir á búum sínum. Nýjung hjá sumum er að reka sérstaka kjötsölubíla sem keyra um þéttbýlisstaði og selja kjöt á fyrirfram ákveðnum stöðum og tímum. Afar áhugaverð lausn við sölu. Beitarbúskapur tryggir lífræðilegan fjölbreytileika Í Danmörku, rétt eins og víða í Evrópu, eru holdakúabú einkar mikilvæg þegar kemur að varðveislu og viðhaldi á landi og fjölluðu tvö erindi einmitt um þetta. Nautgripir ganga ekki mjög nærri beit, sé beitarstjórn þeirra rétt, og því hefur það sýnt sig að þar sem slíkur búskapur er stundaður þá verður gróðurþekja slíks beitarlands fjölbreyttari en t.d. lands sem alls ekki er beitt! Þetta er mikilvægt umhverfis- atriði sem mikið hefur verið rannsakað í Danmörku á undanförnum árum og fá flestir holdabændur sem svona beitarbúskap stunda sérstaka styrki til þess að taka land í fóstur fyrir t.d. sveitarfélög sem eiga land. Fram kom að bændur eru að fá þetta 50-70.000 íkr. fyrir hvern hektara sem tekinn er í fóstur með þessum hætti, en þá má ekki vera með meira beitarálag en sem nemur að hámarki 250 kg lífþunga á hvern hektara svo gróðurþekjan nái sér vel á strik. Þess má geta að íslenskir hestar eru einnig oft notaðir í Danmörku í þessum tilgangi! Betri dýravelferð Danska matvælastofnunin er með sérstakt gæðakerfi sem bændur geta skráð sig til þátttöku í og standist þeir kröfurnar fá afurðir búanna sérstaka merkingu sem gefur bændunum tækifæri til þess að fá meira fyrir afurðir sínar. Inn á þetta var komið í málstofunni en þetta kerfi byggir á því að matvælastofnunin gefur búum sérstaka merkingu, mismunandi mörg hjörtu, eftir því hve langt umfram reglugerðir og lög búin ganga til þess að bæta velferð dýranna. Því lengra sem bændurnir eru tilbúnir að ganga, umfram lágmarkskröfur hins opinbera, því fleiri hjörtu geta afurðir búsins fengið. Þetta eru atriði og kröfur sem m.a. lúta að einfaldri gæðastýringu, aðbúnaði gripanna, meðhöndlun dýranna og fleiri þáttum. Neytendur geta svo valið afurðirnar út frá því hve mörg hjörtu hafa verið sett á pakkningarnar og fer verðið eðlilega hækkandi með fjölda hjarta. Sem dæmi þá geta bændur sem eru með einfalda gæðastýringu og góðan aðbúnað gripa s.s. enga gripi bundna, engar heilrimlastíur, legusvæði með undirburði og rúmt á gripum (þumalfingurreglan er 100 kg/m2) fengið 2ja hjarta vottun. Til þess að fá þriðja hjartað í þessu kerfi þarf t.d. kálfurinn að ganga undir kúnni í mun lengri tíma en hefðbundið er svo dæmi sé tekið. Í næsta Bændablaði verður haldið áfram með umfjöllun um danska fagþingið. REYKJAVÍK AKUREYRI 590 5100 klettur.is Aktu á gæðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.