Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 30
30 Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 LÍF&STARF Kristján Bahadur Edwards fluttist yfir hafið ungur að árum með foreldrum sínum, Fjólu Ósk Bender og Jim Edwards, er föður hans bauðst starf við að veiða tígrisdýr. Má segja að lífshlaup Kristjáns sé á margan hátt ævintýralegt, en faðir hans, ásamt félaga sínum, keypti Tiger Tops veiðinýlenduna í Chitwan þjóðgarði Nepal árið 1971 eftir að hafa komist í óvænt kynni við bróður konungsins í Nepal, sem vakti með honum áhuga á því landsvæði. Kristján, þá ársgamall, steig sín fyrstu skref í framandi landi og varð snemma altalandi á nepalskri tungu. Átta ára gamall skildu leiðir foreldra hans og var hann sendur til náms við heimavistarskóla á breskri grund þar sem hann lauk skólagöngu sinni, útskrifaður úr háskóla í Skotlandi. Eftir skilnaðinn fluttust móðir hans og ung systir aftur til Íslands en æviskeið Kristjáns í Nepal var rétt að byrja. Fyrstu skrefin Þótt Tiger Tops hafi í fyrstu verið þekkt sem nafn veiðiskála á svæði Chitwan í Nepal, umbreytti Jim, faðir Kristjáns, í samstarfi við bróður sinn, John, og félaga sinn, bandaríska vistfræðinginn Chuck McDougal, fljótlega þeirri hugmynd og hóf rekstur vistvænnar ferðaþjónustu. Tekið var fyrir allar veiðar og áhersla lögð á skoðunarferðir dýralífs, hægt var að sitja fíla og gista á staðnum. Jim Edwards var vel tengdur maður og nýtti sér það er hann sannfærði nepölsk stjórnvöld um að breyta 360 ferkílómetra svæði Chitwan, þar sem skálinn var staðsettur, í þjóðgarð árið 1973. Félagarnir létu ekki þar við sitja og komu meðal annars á fyrsta langtímaeftirliti með tígrisdýrum sem enn er starfrækt í dag, aðstoðuðu við að liðsinna krókódílum í útrýmingarhættu og komu á fót styrktarsjóðnum International Trust for Nature Conservation (ITNC), sem miðaði að því að vernda heimshluta þar sem dýralífi er ógnað af athöfnum manna – þá með mikilli áherslu á verkefni í Nepal. Árið 2016 var svo tekin sú ákvörðun að hætta öllum ferðum þar sem gestir sátu á fílum og þess í stað hefur gestum verið boðið að fara í gönguferðir með þeim. Settir voru upp sérstakir garðar ætlaðir fílunum og þeim veitt meira sjálfræði og frelsi enda eigendur Tiger Tops brautryðjendur í velferð fíla. Í dag, fimmtíu árum síðar, hefur hún heldur betur aukist að umsvifum. Meðal annars hafa verið byggð þó nokkur gistihús til viðbótar. Þar má nefna Karnali Lodge, Tharu Lodge, Elephant Camps og Tiger Mountain Lodge, þar sem náttúruverndarvitund er efld á allan þann hátt sem hægt er. Fylgir öll starfsemi undir nafni Tiger Tops skýrri umhverfisstefnu sem miðar að því að draga úr kolefnissporum og vernda umhverfið. Notast er við sólarorku, lífræna ræktun grænmetis til neyslu og útvistun fer fram eins staðbundið og hægt er. Öll smíði húsnæðis og þess sem til fellur er þannig í höndum innfæddra, auk þess sem samstarf ríkir meðal þorpsbúa og forsvarsmanna Tiger Tops er kemur að félagslegri og efnahagslegri valdeflingu. - Framhald á bls. 32. Ævintýrin gerast enn – Frumkvöðullinn Kristján Edwards tekinn tali Hvert lífið tekur mann er óvíst að segja. Sumir una við sitt í rólegum gangi á meðan aðrir verða þátttakendur í mun æsilegri takti. Það er ekki annað hægt að segja en að þegar fyrstu skrefin eru tekin tæpum 8.000 km frá fæðingarstaðnum sé það vísun á örlítið óvanalegra líf en ella. Sigrún Pétursdóttir sigrunpeturs@bondi.is Þótt landslagið minni mikið á íslenska sveit situr þessi yurt í Mongólíu. Nýfæddur fílsungi á svæði Tiger Tops, nefndur Kailash Prasad. Mongólsku tjöldin eru afar notalegt og væsir ekki um gesti. Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is stalogstansar.is VARAHLUTIR Í KERRUR 2012 2021 Kristján Bahadur Edwards óskar eftir samvinnu við landeigendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.