Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 04.04.2023, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 Gulldepla er smávaxinn og þunnvaxinn fiskur. Hún verður allt að 7 til 8 sentímetrar að lengd. Fiskurinn telst til ættar silfurfiska sem heyra undir ættbálkinn ljósbera. Ljósfæri prýða gulldeplu eins og aðra ættingja hennar. Líklega fékk gulldeplan nafn sitt af glóandi blettum, en ekki er allt gull sem glóir. Heimkynnin eru í vestanverðu Miðjarðarhafi og Atlantshafi. Hér við land verður hennar einkum vart sunnan, suðaustan og suðvestan við landið. Gulldepla heldur sig mest á 100 til 200 metra dýpi á nóttunni en á 200 til 500 metra dýpi á daginn. Hún er fæða þorsks, ufsa, síldar og fleiri tegunda. Hér hefur verið stuðst við lýsingu á gulldeplu í bókinni Íslenskir fiskar. Beinar veiðar í loðnubresti Gulldepla hefur verið þekkt hér um langan aldur en ekki nýtt þótt stöku skip hafi reynt að fanga hana. Áhugi á beinum veiðum kviknaði þó ekki fyrir alvöru fyrr en í loðnubresti árið 2009. Verkefni vantaði þá fyrir uppsjávarflotann. Huginn VE reið á vaðið í desember 2008. Aflinn var tæp 50 tonn. Nær allar útgerðir uppsjávarskipa tóku þátt í veiðum á gulldeplu fyrri hluta árs 2009. Átján skip stunduðu veiðarnar þá og varð aflinn rúm 46 þúsund tonn. Huginn VE varð aflahæstur með 7.052 tonn, Hoffell SU kom næst með 6.600 tonn og Birtingur NK var þriðji með 5.160 tonn. Árið 2010 veiddust 17.960 tonn og var Hoffell SU aflahæsta skipið með 4.258 tonn. Fjórtán skip stunduðu veiðarnar. Árið 2011 var aflinn 9.007 tonn og 9 skip að veiðum. Megnið veiddu tvö skip, Huginn VE með 3.539 tonn og Hoffell SU með 3.051 tonn. Hoffell SU var eina skipið á gulldepluveiðum 2012 en af- raksturinn var lítill. Eftir það hafa engar beinar veiðar verið stundaðar. Hoffell fór í einhver ár á eftir í ferð til að leita sérstaklega að gulldeplu en lítið sem ekkert fannst. Alls veiddust rúm 73 þúsund tonn af gulldeplu í þessari atrennu. Aflatölur í heild sem og afla einstakra skipa má finna á vef Fiskistofu. Vandkvæði við veiðar og vinnslu Ýmis vandkvæði voru við veiðar og vinnslu á gulldeplu. Lítið var vitað um göngur fisksins og hvar bestu veiðisvæðin gætu verið. Gulldeplan er veidd í flottroll. Í fyrstu var erfitt að fanga fiskinn því hann smaug í gegnum veiðarfærin miðað við algenga möskvastærð. Í samstarfi við Hampiðjuna var unnið að því að þróa veiðarfæri sem réði við þetta verkefni. Aflinn fór svo til allur í fiskmjöl en lítils háttar var prófað að frysta í blokk um borð í Hugin VE. Gulldeplan þótti erfitt hráefni í fiskmjölsvinnslu vegna þess hve hún innihélt mikið salt. Þetta vandamál var leyst með sérstökum búnaði í verksmiðjum en einnig þurfti að gæta sérstaklega að því að gulldeplan yrði fyrir sem minnstu hnjaski við veiðarnar. Við hnjask dró hún í sig salt úr sjónum. Smám saman tókst að koma salti í mjöli niður í ásættanlegt magn, að því er segir í skýrslu frá Matís frá árinu 2010. Möguleikar til vinnslu til manneldis Snemma komu fram hugmyndir um aðra vinnslu en bræðslu til að auka verðmætasköpun. Ef framhald yrði á veiðum var rætt um að nýta mætti gulldeplu í verðmætt prótínduft sem væri gott til uppbyggingar á vöðvum líkamsræktarfólks. Einnig var bent á að sjóða mætti gulldeplu niður í dósir, ekki ósvipað niðursoðnum sardínum. Þetta kemur fram í svari Sigurjóns Arasonar, yfirverkfræðings Matís til Alþingis árið 2017, við spurningu um rannsóknir á veiðum og vinnslu miðsjávarfiska. Sigurjón leggur meðal annars mat á hugsanlegt verðmæti á gulldeplu sem veidd væri til fiskmjölsframleiðslu. Þar kemur fram að 50 þúsund tonna ársafli af gulldeplu gæti skilað 1,5 milljörðum króna í aflaverðmæti og 2,3 milljörðum í útflutningsverðmæti. Hvað er gulldeplustofninn stór? Frekar litlar rannsóknir hafa farið fram á gulldeplu. Í janúar 2010 stóð Hafrannsóknastofnun fyrir sérstökum leiðangri til að kortleggja útbreiðslu og magn gulldeplu á Íslandsmiðum. Niðurstöður leiðangursins sýndu að gulldeplu var að finna frá Vesturlandi og allt austur að Austfjörðum. Mestur var þéttleikinn á því svæði sem veiðiskip voru á. Áætlað var að magn gulldeplu í leiðangrinum hafi verið um 250 þúsund tonn, þar af um 140 þúsund tonn á því svæði sem veiðar voru stundaðar. Einnig var farið í leiðangur 2016 þegar þrjú skip tóku þátt í leit og var hafsvæðið suðvestan við Ísland kannað langt út fyrir lögsögu landsins. Þekking hefur einnig fengist meðal annars í leiðöngrum á úthafskarfa. Í ástandsskýrslu Hafrannsókna- stofnunar 2013/2014 fyrir nytjastofna sjávar er lagt til að varlega verði farið í nýtingu gulldeplustofnsins. Ráðlagt var að ekki yrði veitt meira næstu árin en það sem veiddist að meðaltali á árunum 2009 til 2010, eða um 30 þúsund tonn. Fjöldi tegunda í miðsjávarlaginu Gulldepla finnst í miðsjávarlaginu svonefnda. Það er á 200 til 1000 metra dýpi suður, suðvestur og suðaustur af landinu og nær nokkur hundruð sjómílur út. Í miðsjávarlaginu er afar fjölbreytt lífríki sem er tiltölulega lítið rannsakað. Helst er horft til nýtingar laxsíldar af þeim tegundum sem finnast í miðsjávarlaginu. Laxsíld er samheiti yfir margar tegundir. Á Íslandsmiðum hafa fundist 13 tegundir af laxsíldaætt. Flestar 3 til 15 sentímetrar að lengd. Í svari Hafrannsóknastofnunar frá árinu 2019 vegna fyrirspurnar á Alþingi kemur fram að í miðsjávarlaginu fyrir sunnan Ísland hafi meðal annars fundist 100 fisktegundir af um 50 ættum. Aukin eftirspurn eftir fiskmjöli Fiskeldi fer vaxandi í heiminum og eftirspurn eftir fóðri fyrir eldisfiska hefur þar af leiðandi aukist. Fiskmjöl og lýsi er uppistaðan í fóðri fyrir eldisfiska. Flestir nytjastofnar sem eru hráefni fiskmjölsverksmiðja eru fullnýttir. Sjónir manna beinast því í æ ríkari mæli að fisktegundum í miðsjávarlaginu, einkum að laxsíld en gulldeplan þykir líka vera álitleg. Laxsíldir eru líklega sú auðlind sjávarfiska sem hvað mest er af í heimshöfunum og er ekki nytjuð í dag. Geysimikið magn lífvera er að finna í miðsjávarlögum í heimshöfunum. Talið er að heildarlífmassi allra heimshafa sé um 10 milljarðar tonna, að því er fram kemur í áðurnefndu svari Hafrannsóknastofnunar. NYTJAR HAFSINS Leitað var að nýjum nytjastofni í loðnubresti 2009: Ekki er allt gull sem glóir Gulldepla er þunnvaxinn fiskur, 7 til 8 sentímetrar að lengd. Mynd / Hafrannsóknastofnun. Kjartan Stefánsson kjartanst@simnet.is Gulldepla er fiskur sem kom nokkuð við sögu sjávarútvegs á Íslandi fyrir rúmum áratug. Gerðar voru tilraunir til veiða á henni í tvö til þrjú ár en ekki varð framhald á þeim. Hugsanlega getur gulldeplan og fleiri miðsævisfiskar skilað miklum verðmætum í þjóðarbúið ef unnt verður að ná tökum á veiðum og vinnslu. Gulldeplan þótti erfitt hráefni í fiskmjölsvinnslu vegna þess hve hún innihélt mikið salt ...“ VEIÐISVÆÐI ÓSKAST Vegna mikilla eftirspurna þá köllum við eftir nýjum veiðisvæðum í flóru félagsins. Bæði stöðuvötn og rennandi vatn. Skoðum einnig veiðisvæði á afskektum stöðum. Veiðifélagið Fish Partner er í stöðugum vexti og leitast eftir fleiri samstarfsaðilum um land allt óháð fisktegund og tegund vatnasvæðis. Vinsamlegast hafið samband við Kristján í síma 898 3946 eða á netfangið kristjan@fishpartner.com.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.