Bændablaðið - 04.04.2023, Page 54

Bændablaðið - 04.04.2023, Page 54
54 Bændablaðið | Þriðjudagur 4. apríl 2023 Haustið 2022 voru gerðar upp 62 afkvæmarannsóknir hrúta úti á búum hjá bændum sem töldust styrkhæfar. Í heild voru afkvæmahóparnir 629 og þar af eiga veturgamlir hrútar 375 afkvæmahópa. Umfangið er dálítið minna en haustið 2021 en þá voru búin 70 og afkvæma- hóparnir 713. Samantekt yfir niðurstöður styrk- hæfra afkvæmarannsókna sem framkvæmdar voru af bændum veturinn 2021 til 2022 er að finna á heimasíðu RML undir liðnum Forrit og skýrsluhald. Að vanda eru niðurstöður birtar eftir sýslum og stutt umsögn fylgir um niðurstöður fyrir hvert bú. Hafa ber í huga að erfitt er að bera hrútana saman á milli afkvæmarannsókna. Hins vegar er líklegt að hrútur sem sker sig mikið úr í samanburði innan bús muni einnig sýna yfirburði sína í öðrum hjörðum. Í afkvæmarannsóknum fyrir sæðingastöðvarnar er einmitt reynt að etja saman yfirburðahrútum frá fleiri en einu búi til að styrkja samanburðinn og auka öryggi á niðurstöðunum. Í þessari umfjöllun eru ekki teknir fyrir hrútar sem voru í afkvæmarannsóknum sæðinga- stöðvanna, þótt þær afkvæma- rannsóknir hafi uppfyllt skilyrði um að vera styrkhæfar. Um þær afkvæmarannsóknir er fjallað sérstaklega í annarri skýrslu sem er aðgengileg á heimasíðu RML. Reglur um styrkhæfar afkvæma- rannsóknir 2022: • Að lágmarki 5 hrútar í samanburði og þar af a.m.k. 4 veturgamlir (fæddir 2020). • Hver hrútur eigi að lágmarki 8 afkvæmi af sama kyni ómmæld og stiguð og a.m.k. 15 afkvæmi með kjötmatsupplýsingar. • Hrútarnir skulu notaðir á sem jafnasta ærhópa þar sem aldur er blandaður. Ekki er tekinn gildur afkvæmadómur hrúta sem eingöngu eru notaðir á veturgamlar ær nema allir hrútarnir í samanburðinum séu notaðir á veturgamlar ær (gemlinga). • Að gengið sé frá uppgjöri afkvæmarannsóknar í Fjárvís.is. • Styrkupphæð miðar við 6.000 krónur á hvern veturgamlan hrút. Þór 19-307 í Innri-Múla á Barðaströnd sýnir líkt og haustið 2021 fáheyra yfirburði bæði í mati á lifandi lömbum og í kjötmatseinkunn. Hann hefur verið einn besti hrúturinn á sínu heimabúi undanfarin ár en samt með öfluga keppinauta. Þór er sonur Spaks 16-302 sem stóð á toppnum á búinu í afkvæmarannsóknum 2017-2019 og sýndi jafnan mikla yfirburði. Spakur 16-302 faðir Þórs var aðkeyptur frá Broddanesi 1 en móðir Þórs er sonardóttir Sigurfara 09-860 frá Smáhömrum og dótturdóttir Gullmola 08-314 í Innri-Múla sem var sonur Gullmola 05-552 í Broddanesi 1. Þór er greinilega frábær lambafaðir eins og hann á kyn til. Manni 21-052 frá Hriflu í Þingeyjarsveit er í öðru sæti í heildareinkunn. Þessi veturgamli hrútur er sonur Barkar 17-842 frá Kjalvararstöðum en móðir hans dóttir Dreka 13-953 sem kom á sínum tíma inn á stöð frá Hriflu. Manni varð því miður ekki langlífur og skilaði aðeins þessum eina afkvæmahópi. Athygli vekur að Börkur 17-842 faðir hans á sex syni í afkvæmarannsóknum árið 2022 og þrír þeirra rata inn á topplistann yfir þá hrúta sem ná bestum árangri í kjötmatseinkunn í þessum rannsóknum. Í þriðja sæti er 18-083 sem var í afkvæmarannsókn í Hlíð í Hörðudal en er til heimilis á Vatni í Haukadal. Þessi hrútur er fenginn frá Hesti sem lamb og er hann hálfbróðir Ramma 18-834 að föðurnum. Móðurfaðir 18-083 er sonur Tanga 13-954 frá Klifmýri. Þessi hrútur tók þátt í afkvæmarannsókn á Vatni haustið 2021, fékk prýðilegan vitnisburð og var þar í öðru sæti. Þegar raðað er eftir kjötmats- einkunn kemur Þór 19-307 í Innri- Múla efstur en um hann hefur þegar verið fjallað. Næstur kemur Oddur 21-539 í Lækjarbug í Hraunhreppi en hann er aðkeyptur frá Oddsstöðum í Lundarreykjadal. Faðir hans Krókur 20-149 er sonur Ramma 18-834 frá Hesti. Að bak móður Odds í annan ættlið standa tveir Oddsstaðahrútar sem voru á sínum tíma fengnir inn á stöðvarnar, þeir Spakur 14-801 og Náli 15-806. Hálfbróðir Odds að föðurnum, Haki 21-151 mun væntanlega etja kappi við hrúta Hestbúsins í afkvæmarannsókn þar á komandi hausti. Svarti-Pétur 20-593 í Nýpugörðum í A-Skaftafellsýslu er sonur Glæpons 17-809 frá Hesti. Hann gaf best gerðu sláturlömbin í Nýpugörðum sl. tvö haust. Móðir hans er dóttir Mávs 15-990 frá Mávahlíð. Svarti-Pétur hefur nú lokið sínu hlutverki sem kynbótahrútur. Þór 20-398 á Gilsbakka í Hvítársíðu er sonur Mjölnis 16-828 frá Efri- Fitjum. Þór hefur staðið efstur í afkvæmarannsóknum á Gilsbakka sl. tvö haust. Móðir hans er dóttir Kára 10-904 frá Ásgarði. Sá fimmti í röðinni er Örn 20-761 á Klifshaga 2 í Öxarfirði, sonur Fálka 17-821 frá Bassastöðum. Örn er sívalhyrndur enda kominn af hyrndu fé í móðurætt. Móðurfaðir hans, Ares 15-777, var mikið notaður í Klifshaga 2 og reyndist vel. Í töflu þrjú má sjá þá stöðvahrúta sem áttu flesta syni sem tóku þátt í afkvæmarannsóknum á síðasta ári. Þar kemur ekki á óvart að Viðar 17-844 frá Bergsstöðum á flesta syni. Enginn af 23 sonum hans nær hins vegar að vera efstur í heildareinkunn í afkvæmarannsókn. Glitnir 19-848 frá Efri-Fitjum á næstflesta syni, eða 18, en aðeins einn þeirra nær að standa efstur í heildareinkunn í afkvæmarannsókn. Rammi 18-834 frá Hesti á 15 syni og þrír þeirra ná að standa efstir í heildareinkunn og fleiri synir hans raða sér mjög ofarlega. Rammi hefur verið gríðarlega öflugur í að skila þykkum bakvöðva til afkomenda sinna og þykkt bakvöðvans vegur einmitt þungt í mati á lifandi lömbum undan hrútunum. Sá eiginleiki var hins vegar ekki sá sterkasti hjá Viðari 17-844 eða Glitni 19-848 þó kostir þeirra séu um margt óumdeildir. Mjölnir 16-828 frá Efri- Fitjum á 14 syni og þrír þeirra standa á toppnum í þessum samanburði á sínum heimabúum. Hjá kollóttu stöðvahrútunum á Fennir 19-857 frá Heydalsá 1 flesta syni, eða fimmtán, en enginn þeirra nær toppnum á sínu heimabúi. Viddi 16-820 frá RÁÐGJAFARMIÐSTÖÐ LANDBÚNAÐARINS Afkvæmarannsóknir hjá bændum 2022 Árni Brynjar Bragason. Hrútar með 120 eða meira í heildareinkunn Nafn Númer Faðir Faðir Heimabú Einkunn Einkunn Einkunn Einkunn Fallþungi Gerð Fita Ómvöðvi Ómfita Læri Aldur Nafn Númer Fallþungi Kjötmat Líflömb Heild Dagar Þór 19-307 Spakur 16-302 Innri-Múli 109,8 150,7 161,2 140,5 18,2 12,5 6,4 29,5 3 18,3 141,8 Manni 21-052 Börkur 17-842 Hrifla 111,4 132,5 157 133,7 18,2 11,4 7,2 34,2 2,4 18,4 141,3 18-083 Traustur 17-788 Hlíð 117,6 118,5 157,1 131,1 18,3 11,4 7,1 33,3 3 18,4 147,5 Boli 21-372 Durtur 16-994 Forsæludalur 108,3 117,4 159,6 128,4 15,7 9,7 5,2 30,3 2 17,5 128 Oddur 21-539 Krókur 20-149 Lækjarbugur 96,2 136,6 148,1 127 15,8 10,7 5,4 28,5 2,6 17,2 144,8 Svarti-Pétur 20-593 Glæpon 17-809 Nýpugarðar 102,3 136,5 132,4 123,7 15,9 11,1 6,7 29,5 3 17,9 166,5 Þór 20-398 Mjölnir 16-828 Gilsbakki 96,9 135,5 137,6 123,3 17,1 10,7 5,9 30,2 2,6 17,8 117,9 Hades 20-306 Amor 17-831 Valþúfa 99,5 129,2 138 122,3 17,7 10,7 6,1 31,3 2,6 17,4 134,6 Örn 20-761 Fálki 17-821 Klifshagi 2 106,3 135,4 124,2 121,9 15,8 10,7 5,5 29,1 2,2 17,9 139,1 Draugur 20-143 Vestri 16-144 Yzti-hvammur 107,7 128,1 129,3 121,7 16,4 11,9 6,5 32,5 2,9 18,4 150,3 Barði 20-448 Þristur 19-437 Klifmýri 113,3 125,5 125,1 121,3 18,8 11 6,7 33 2,7 17,9 152 Birtingur 19-105 Skuggi 18-293 Burstarfell 109,1 130,7 123,3 121,1 19,5 10,7 6,2 30,8 2,5 17,5 128,1 Prestur 20-363 Svarti-Pétur 18-381 Forsæludalur 108,2 117,2 136,6 120,7 15,5 9,5 5,2 29,1 2,3 17,2 130,7 Nixon 20-221 Fönix 18-131 Mýrar 2 111,2 125,7 125 120,6 20,2 12,8 7,5 30,1 3,5 18,1 Skari 21-392 Mjölnir 16-828 Teigur 108,6 125,2 126,9 120,2 18,5 11 6,4 32,2 2,3 18,2 156,7 Kjammi 20-252 Rammi 18-834 Sámsstaðir 95,8 134,2 130,2 120,1 16,3 10,5 5,9 31 3,1 17,9 134,4 Tafla 1. Hrútar sem sýna mesta yfirburði innan bús í heildareinkunn. Hrútar sem fengu 125 eða meira í kjötmatseinkunn Nafn Númer Faðir Faðir Heimabú Einkunn Einkunn Einkunn Einkunn Fallþungi Gerð Fita Ómvöðvi Ómfita Læri Aldur Nafn Númer Fallþungi Kjötmat Líflömb Heild Dagar Þór 19-307 Spakur 16-302 Innri-Múli 109,8 150,7 161,2 140,5 18,2 12,5 6,4 29,5 3 18,3 141,8 Oddur 21-539 Krókur 20-149 Lækjarbugur 96,2 136,6 148,1 127 15,8 10,7 28,5 2,6 17,2 144,8 Svarti-Pétur 20-593 Glæpon 17-809 Nýpugarðar 102,3 136,5 132,4 123,7 15,9 11,1 6,7 29,5 3 17,9 166,5 Þór 20-398 Mjölnir 16-828 Gilsbakki 96,9 135,5 137,6 123,3 17,1 10,7 5,9 30,2 2,6 17,8 117,9 Örn 20-761 Fálki 17-821 Klifshagi 2 106,3 135,4 124,2 121,9 15,8 10,7 5,5 29,1 2,2 17,9 139,1 Brúsi 21-104 Brúsi 17-127 Hólar 89,9 135,3 113,8 113 16,5 10,7 6,3 28,7 3 17,9 136,3 Kjammi 20-252 Rammi 18-834 Sámsstaðir 95,8 134,2 130,2 120,1 16,3 10,5 5,9 31 3,1 17,9 134,4 Glitri 21-567 Glitnir 19-848 Hellur 101,7 132,5 105,3 113,2 18,2 12,3 6,1 31,1 2,4 17,7 159,5 Manni 21-052 Börkur 17-842 Hrifla 111,4 132,5 157 133,7 18,2 11,4 7,2 34,2 2,4 18,4 141,3 21-509 Börkur 17-842 Nýpugarðar 97,7 131,8 127,2 118,9 15,6 10,6 6,2 29,2 2,8 17,8 146,5 Þorvaldur 21-072 Viðar 17-844 Hlíð 96,5 131,5 100,3 109,5 16,5 10,3 5,9 29,8 2,4 17,8 143,8 Hrímnir 21-073 Ísar 19-101 Burstarfell 93,7 131,1 114,7 113,2 17,9 9,9 5,8 30,3 2,5 17,6 130,6 Birtingur 19-105 Skuggi 18-293 Burstarfell 109,1 130,7 123,3 121,1 19,5 10,7 6,2 30,8 2,5 17,5 128,1 Hades 20-306 Amor 17-831 Valþúfa 99,5 129,2 138 122,3 17,7 10,7 6,1 31,3 2,6 17,4 134,6 Broddi 21-680 Hnikill 18-053 Svertingsstaðir 96,3 129 130,4 118,6 18,2 12,3 7,3 28,8 2,4 18,2 140 21-507 Börkur 17-842 Nýpugarðar 99,8 128,3 100 109,4 15,8 10,6 6,3 27,8 2,9 17,4 152,1 Draugur 20-143 Vestri 16-144 Yzti-hvammur 107,7 128,1 129,3 121,7 16,4 11,9 6,5 32,5 2,9 18,4 150,3 Nixon 20-221 Fönix 18-131 Mýrar 2 111,2 125,7 125 120,6 20,2 12,8 7,5 30,1 3,5 18,1 Lækur 18-581 15-754 Nýpugarðar 95 125,6 121,7 114,1 15,4 10,5 6,6 28,2 2,3 17,6 163,6 Blær 21-252 Kostur 19-849 Skerðingsstaðir 106,4 125,5 104 112 17,3 10,3 5,9 30 3 17,5 142,7 Barði 20-448 Þristur 19-437 Klifmýri 113,3 125,5 125,1 121,3 18,8 11 6,7 33 2,7 17,9 152 Skari 21-392 Mjölnir 16-828 Teigur 108,6 125,2 126,9 120,2 18,5 11 6,4 32,2 2,3 18,2 156,7 20-523 19-501 Svarfhóll 91,7 125,1 112,1 109,6 17 10,3 5,8 28,5 3,4 17,8 146,2 Skápur 19-069 Durtur 16-994 Litlu-Reykir 97,8 125 115,6 112,8 16,8 11,5 7 32,8 2,5 18,3 147,7 Tafla 2. Hrútar sem sýna mesta yfirburði í kjötmatseinkunn í samanburði innan bús. Þór 19-307 í Innri-Múla á Barðaströnd.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.