Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2022, Side 32
32 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 2. tbl. 98. árg. 2022 Heilsulæsi á Íslandi – hvar erum við stödd? BRYNJA INGADÓTTIR Landspítala, Háskóla Íslands NANNA FRIÐRIKSDÓTTIR Landspítala, Háskóla Íslands JÓHANNA Ó. EIRÍKSDÓTTIR Landspítala HILDUR EINARSDÓTTIR Landspítala JÓNÍNA SIGURGEIRSDÓTTIR Reykjalundi KATRÍN BLÖNDAL Landspítala MARGRÉT HRÖNN SVAVARSDÓTTIR Háskólanum á Akureyri BJÖRK BRAGADÓTTIR Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Höfundar Heilsulæsi hefur fram til þessa verið lýst sem hæfni einstaklinga til að afla sér upplýsinga, skilja þær og nýta til eflingar á eigin heilsu. Hugtakið hefur hlotið aukna athygli á Íslandi á undanförnum árum og verið í deiglunni erlendis í nokkra áratugi. Í Evrópu var stofnaður samstarfshópur árið 2010 sem hefur það að markmiði að efla heilsulæsi í álfunni með þekkingarþróun og miðlun bæði innan og milli landa ( https:// www.healthliteracyeurope.net/hls-eu). Meðal annars hefur hópurinn þróað mælitæki, Evrópska heilsulæsislistann (the European Health Literacy Survey Questionnaire – HLS-EU-Q) til að meta heilsulæsi og hafa rannsóknir hans meðal almennings sýnt að nærri helmingur þátttakenda (47%) hafði takmarkað eða ófullnægjandi heilsulæsi þótt tíðnin væri breytileg á milli landa (Sörensen o.fl. 2015). Með tímanum, hefur athyglin í auknum mæli beinst frá heilsulæsi einstaklinga (e. Personal health literacy) að svokölluðu heilsulæsi stofnana (e. Organisational health literacy) sem lýsir því hvernig stofnanir og starfsmenn þeirra auðvelda einstaklingum/notendum að finna, skilja og nýta sér til gagns upplýsingar og þjónustu t.d. varðandi upplýstar ákvarðanir um eigin heilsu og annarra. Áherslan á heilsulæsar stofnanir endurspeglast til dæmis vel í bandarísku heilbrigðisstefnunni Healthy People 2030 (https://health.gov/healthypeople). En hvað vitum við um heilsulæsi á Íslandi? Við óformlega leit á vefnum og í Skemmunni fundust nokkrar fræðigreinar svo og lokaverkefni háskólanemenda um heilsulæsi eða þar sem hugtakið heilsulæsi kemur fram, bæði innan hjúkrunarfræði, upplýsingafræði og menntavísinda. Yfirlit um þessi verk má sjá í lista á blaðsíðu 31, en vera má að það sé ekki tæmandi. Nokkrar íslenskar rannsóknir hafa verið gerðar á heilsulæsi innan heilbrigðisvísinda. Sonja Stellý Gústafsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, og samstarfsfólk hennar hefur unnið að rannsóknum á heilsulæsi, þar með talið að meta heilsulæsi hjá eldri borgurum á Norðurlandi og þýtt og kannað próffræðilega eiginleika íslenskrar útgáfu 16 atriða Heilsulæsi á Íslandi

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.