Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Page 7
FRJALSAR IÞROTTIR
Frjálsíþróttamótin í Reykjavík 1946
Enda Jjótt árið 1945 tæki fram öllu því, sem áður þekktist á sviði
-'jálsíþrótta, bar árið 1946 af því eins og gull af eiri. 1945 þótti það alveg
E'ábært að hægt skyldi vera að setja 18 ný íslandsmet, því hin fyrri voru
Þá álitin mjög góð. Þrátt fyrir ágæti þessara 18 meta hrundu flest þeirra
arið 1946 0g önnur bættust við, þannig að alls voru sett 30 ný met, en það
er met, sem erfitt mun reynast að slá. Mun engin þjóð hafa sömu sögu að
seSja. Af þessum 30 metum voru 8 sett erlendis, í hinni glæsilegu för Is-
lendinganna á Evrópumeistaramótið í Osló, en eitt var sett úti á landi (80
m- hlaup kvenna). — Finnbjörn Þorvaldsson setti 10 met og er fyrsti Is-
lendingurinn, sem það afrek vinnur i frjálsum íþróttum. Hlaut hann gull-
merki Í.S.f. fyrir
22 metin voru því sett á mótum í Reykjavík, enda er þetta blómlegasta
ífjálsíþróttasumarið, sem höfuðborgin hefur lifað. Hingað komu 4 frægir
stenskir frjálsíþróttamenn og tóku þátt í stærsta frjálsíþróttamóti, sem hald-
i» hefur verið á íslandi. Á því móti setti Gunnar Huseby okkar bezta met
1 frjálsum íþróttum, 15,69 metra í kúluvarpi, sem gaf góðar vonir um að
hann gæti orðið okkar fyrsti Evrópumeistari, sem hann og varð glæsilega.
Markar þessi sigur og hin myndarlega þátttaka okkar í Evrópumeistara-
motinu ný tímamót í sögu frjálsíþrótta á Islandi.
Árið 1946 fóru alls fram 19 frjálsíþróttamót í Reykjavík, þar af voru
2 víðavangshlaup, 2 götuboðhlaup, eitt skólamót og loks innanfélagsmót
ahra Reykjavíkurfélaganna. Hér fer á eftir skýrsla um mótin.
VÍÐAVANGSHLAUP OG GÖTUBOÐHLAUP
31. VÍÐAVANGSHLAUP Í.R. fór fram fyrsta sumardag, 25. apríl. Leiðin
var svipuð og 1945, en byrjað nálægt Golfskálanum og hlaupinn einn hring-
7