Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Síða 62
Ólympíuráðið eða Alþjóða frjálsíþróttasambandið kunni að breyta dómi
þessum á annan hvorn veginn.
Evrópumeistaramótið í Osló
22.—25. ágúst 1946
Þetta þriðja Evrópumeistaramót í frjálsum íþróttum markaði tímamót í
sögu frjálsra íþrótta á fslandi. ísland sendi þá í fyrsta sinn keppendur á
Evrópumeistaramót — og það heilan hóp — 10 frjálsíþróttamenn. En það,
sem meira er um vert, þeir unnu sér þar mikinn orðstí og sýndu umheim-
inum, að ísland á ágæta íþróttamenn, sem eru þegar orðnir samkeppnis-
færir við íþróttamenn hinna Evrópuþjóðanna. Það sem vakti mesta athygli
af afrekum íslendinganna var að sjálfsögðu hinn glæsilegi sigur Gunnars
Huseby í kúluvarpi, en með honum tryggði hann íslandi fyrsta og eina
Evrópumeistaratitilinn, sem því hefur hlotnazt í íþróttakeppni.
Margt hefur verið rætt og ritað um þetta mót og þátttöku íslands í því,
bæði hér á íslandi og erlendis. Hafa flestir orðið sammála um, að árangur
íslendinganna hafi verið það, sem kom flestum á óvart og verið einna
atyglisverðast á mótinu.
Hér fer á eftir stutt frásögn af mótinu. Alls tóku þátt í því 20 þjóðir með
samtals 360 keppendur, þar af um 70 konur. Mótið hófst 22. ágúst kl. 5 e. h.
á Bislet-íþróttavellinum í Osló, að viðstöddum 30 þús. áhorfendum. Veður
var .ágætt, heitt og dálítill andvari. Keppendur gengu í stafrófsröð inn á
völlinn, fyrst Belgía, Danmörk o. s. frv., nema Norðmenn sem gengu síð-
astir. Norskir skátar gengu fyrir hverjum hóp með fána viðkomandi þjóða
og heilsuðu Hákoni konungi með fánakveðju. Hylltu áhorfendur mjög hin-
ar ýmsu þjóðir og fóru íslendingar ekki varhluta af því.
Þegar allir höfðu gengið inn á völlinn ávarpaði Mogens Oppegaard,
form. norska frjálsíþróttasambandsins, alla viðstadda og bauð þá vel-
komna. Að því loknu reis konungurinn, en hann var verndari mótsins, úr
sæti sínu og setti mótið. Loks tók til máls Svíinn Edström, forseti alþjóða-
frjálsíþróttasambandsins. Að því loknu hófst keppnin, og urðu helztu úr-
slit þessi hjá körlum:
Maraþonhlaup (42,195 km.): 1. Hietanen, Finnl. 2 klst. 24:55,0. 2. Mui-
onen, Finnl. 2 klst. 26:08,0. 3. Punjko, Rússl. 2 klst. 26:21,0.
Þrístökk: 1. Rautio, Finnl. 15,17 m. 2. Johnson, Svíþj. 15,15 m. 3. Áhman,
Svíþj. 14,96 m. 4. Haugland, Noregi 14,70 m. 5. Sonck, Finnl. 14,70 m. 6. P.
Larsen, Danmörku 14,65 m. 7. Stefán Sörensson, Islandi 14,11 m. — Stefán
62