Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Page 71
við þó einn Evrópumeistara og hinir stóðu sig yfirleitt allir með ágætum.
Sett voru 5 íslenzk met og eitt jafnað og er þá ekki talinn með hinn glæsi-
legi árangur Gunnars Huseby í kúluvarpi rétt fyrir mótið, en þá varpaði
hann 15,88 í æfingakeppni (er gefur 1034 stig). — Að öllu samanlögðu
mun þessi för hafa orðið Islandi einhver bezta landkynning á síðari árum.
— Fararstjóri Islendinganna var dr. Björn Björnsson hagfræðingur, en
þjálfarar þeir Benedikt Jakobsson íþróttaráðunautur og Georg Bergfors,
sænski íþróttakennarinn. Eiga þessir menn allir vafalaust' sinn þátt í því
hversu vel förin tókst.
Keppni Oslófaranna í Svíþjóð
Að Evrópumeistaramótinu loknu fóru íslenzku keppendurnir yfir til Sví-
þjóðar og tóku þátt í nokkrum íþróttamótum, sem haldin voru fyrir Evrópu-
meistaramótskeppendurna áður en þeir færu heimleiðis. Verður hér skýrt
frá helztu úrslitum þessara móta, en þó aðallega þeim greinum, sem Is-
lendingarnir tóku þátt í.
ÍÞRÓTTAMÓT í MÁLMEY
Finnbjörn Þorvaldsson og Skúli Guðmundsson fóru til Málmeyjar ásamt
Benedikt Jakobssyni, en þangað voru þeir boðnir af M.A.I., stærsta íþrótta-
féiagi á Skáni. Gunnari Huseby hafði einnig verið boðið, en hann forfail-
aðist og gat ekki farið með. Keppt var að kvöldi 27. ágúst við rafmagns-
Ijós. Helztu úrslit:
100 m. hlaup: 1. Mac Donald Bailey, Engl. 10,7 sek. 2. J. Archer, Engl.
10,8 sek. 3. Finnbjörn Þorvaldsson, Isl. 10,9 sek. 4. Stig Danielsson, ÖIS,
Svíþ. 11,0 sek. 5. Lennart Palm, Jönköping Svíþ. 11,2 sek. — Evrópumeist-
arinn varð að lúta í lægra haldi fyrir negranum Bailey, en Finnbjörn vann
það afrek að vera ekki nema 1 og 2 m. á eftir beztu spretthlaupurum
álfunnar.
800 m. hlaup: 1. R. Gustafsson, Svíþjóð 1:50,0 mín. 2. O. Wint, Engl.
1:50,6 mín. 3. Stig Lindgaard, Svíþjóð 1:51,2 mín. — Evrópumeistarinn
náði bezta tíma ársins í heiminum. Wint er negri, ca. 195 cm. á hæð.
1 mílu hlaup: 1. L. Strand, MAI, Svíþjóð 4:06,6 mín. 2. Erik Ahldén,
Bellev. Svíþjóð 4:09,4 mín. 3. D. Wilson, Engl. 4:16,0 mín. — Strand
náði bezta tíma ársins. Keppt var um svonefndan Dicksonsbikar, sem keppt
hefur verið um í míluhlaupum (og 1500 m. hl.) síðan 1895.
Hástökk: 1. Rune Reiz, Svíþj. 1,95 m. 2. Ragnar Björk, Svíþj. 1,95 m.
71