Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Síða 78
Af liinum 26 sameiginlegu greinum beggja áranna, 1945 og 1946, hefur
nú náðzt betri árangur í 20 greinum en 1945, jafnt í einni og aðeins lakari
í 5 greinum. Er fróðlegt að bera þetta saman við samanburð afrekaskránna
frá 1944 og 1945, sem var álíka hagstæður síðara árinu. Haldi framfarirnar
í frjálsum íþróttum þannig áfram, ætti að vera hægt að senda álíka marga
þátttakendur á Olympíuleikana í London 1948 og sendir voru á Evrópu-
meistaramótið 1946.
Frjálsíþróttadómarafélag Reykjavíkur (F.D.R.)
24. febr. 1947 var stofnað Frjálsíþróttadómarafélag Reykjavíkur (F.D.R.),
Er félagið viðurkennt sem réttur aðili um öll mál, er varða störf og skipun
frjálsíþróttadómara í Reykjavík. Hlutverk þess er í aðalatriðum þetta: Að
halda uppi fræðslu- og kynningarstarfsemi meðal dómara. Að halda dóm-
aranámskeið, prófa dómara og löggilda og skipa í helztu störf á mót í
Reykjavík. Loks að flokka dómara um hver áramót og vera lögskýringa-
nefnd í leikreglum. I stjórn voru kosnir: Jóhann Bernhard, formaður,
Sigurður S. Olafsson, ritari og Steindór Björnsson, gjaldkeri. Vorið 1947
flokkaði F.D.R. eftirlalda menn sem landsdómara fyrir árið 1947:
Jóhann Bernhard, Skúla Guðmundsson, Sigurð S. Olafsson, Guðm. Sigur-
jónsson, Benedikt Jakobsson, Olaf Sveinsson, Steindór Björnsson, Þor-
stein Einarsson, Þórarin Magnússon, Óskar Guðmundsson, Harald Matt-
híasson, Sigurlaug Þorkelsson, Ingólf Steinsson, Brynjólf Ingólfsson og
Baldur Möller.
íþróttaráð Reykjavíkur (Í.R.R.) 15 ára
Á aðalfundi Í.R.R. 7. marz 1946 var stjórn I.R.R. þannig kosin: Guðm.
Sigurjónsson, form. og meðstjórnendur Páll Halldórsson, Ástvaldur Jóns-
son, Ingólfur Steinsson og Daníel Einarsson.
Á síðasta aðalfundi ráðsins, 18. marz 1947, var kosin stjórn og er hún
þannig skipuð: Guðm. Sigurjónsson, formaður og meðstjórnendur Oskar
Guðmundsson, Steinar Steinsson, Ástvaldur Jónsson og Böðvar Pétursson.
1. marz 1947 átti Í.R.R. 15 ára afmæli. Minntist stjórn ráðsins afmælis-
ins með kaffisamsæti 2. marz og bauð þangað öllum, sem verið hafa í
ráðinu. — Fyrsta stjórn ráðsins var þannig skipuð: Form.: Jón Kaldal (en
sagði fljótlega af sér og tók þá við Reidar Sörensen), meðstjórnendur
Ólaftir Sveinsson, Garðar S. Gíslason, Þorsteinn Einarsson og Stefán
Bjarnarson.
78