Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Síða 87
KNATTSPYRNA
Knattspyrnuárið 1946
Eftir Einar Björnsson
Arið 1946 inun ætíð marka sérstök tímamót í sögit íslenzkrar knattspyrnu-
hreyfingar, vegna þess að á þessu ári háðu íslenzkir knattspyrnumenn sinn
fyrsta milliríkjaleik. Leikur þessi fór fram, eins og kunnugt er, hér í Reykja-
vík 17. júlí við danska landsliðið.
Vegna undirbúnings í sambandi við komu Dananna og væntanlegra leikja
við þá, samþykkti K.R.R. að láta flýta vormótum meistaraflokks að þessu
sinni.
Knattspyrnan hófst í meistaraflokki með Tuliníusarmótinu, eins og verið
hefur undanfarin ár. Mótið hófst 5. maí og tóku þátt í því öll Reykjavíkur-
félögin. Að þessu sinni var mótið háð til ágóða fyrir Val, í tilefni af 35 ára
afmæli félagsins. Leikar fóru svo, að K.R. bar sigur úr býtum í úrslitaleik
Við Víking, þó eftir framlengingu, sigraði með 3:1.
Ymislegt var vissulega vel gert í leikjum mótsins, en vantaði þó mikið á,
að í heild gætu þeir talizt góðir. Ýmsu má efalaust um kenna, m. a. óhag-
stæðu veðri og hversu snemma mótið hófst og þess vegna ónógur tími til
undirbúnings og æfinga.
Hinn 27. maí hófst svo Knattspyrnumót Islands. Auk Reykjavíkurfélag-
anna tóku þátt í því tvö félög utan af landi, frá Akranesi og Akureyri. Þetta
var í fyrsta skipti, sem Akurnesingar voru þátttakendur í Islandsmóti, höfðu
hins vegar áður tekið þátt í I. fl. móti og getið sér góðan orðstír. Islands-
mótinu lauk með sigri Fram, eftir úrslitaleik við Val, þar sem Fram sigraði
með 2:1. Fram hlaut 9 stig og heiðurstitilinn „Bezta knattspyrnufélag Is-
lands“. íslandsmeistarar Fram voru: Magnús Kristjánsson, Karl Guðmunds-
son, Haukur Antonsen, Valtýr Guðmundsson, Sæmundur Gíslason, Kristján
Olafsson, Þórhallur Einarsson, Sigurður Ágústsson, Magnús Ágústsson,
Gísli Benjamínsson og Hermann Guðmundsson. Utanbæjarfélögin hlutu sín
87