Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Síða 94
íslenzka landsliðið var þannig skipað: Hermann Hermannsson, Karl Guð-
mundsson, Sigurður Olafsson, Sæmundur Gíslason, Brandur Brynjólfsson,
Haukur Óskarsson, Þórhallur Einarsson, Albert Guðmundsson, Sveinn
Helgason, Jón Jónasson, Ellert Sölvason, talið frá markmanni til vinstri út-
herja. Auk þess gengu þessir varamenn inn í stað þeirra Brands, Þórhalls og
Hermanns, er meiddust: Hafsteinn Guðmundsson, Ottó Jónsson og Anton
Sigurðsson.
Danska landsliðið var þannig: Ove Jensen, Axel Petersen, Bastrup Birk,
Knud Lundberg, Leo Nielsen, Ivan Jensen, J. Leschly Sörensen, Karl Aage
Hansen, Kaj Christiansen, Aage Rou Jensen, Harald Lyngsaa, talið frá mark-
verði til vinstri útherja. — Fyrirliði Islendinga var Brandur Brynjólfsson, en
Dana Karl Aage Hansen.
Annar leikur Dananna var við Islandsmeistarana Fram og sigruðu Danir
nteð 5:0. Þótti Fram sýna öllu betri leik en úrvalsliðið.
Þriðji leikur þeirra var svo við úrval Reykjavíkurfélaganna og fór hann
fram 21. júlí. Var lið Dana nokkuð breytt frá landsliðsleiknum, þó léktt af
þeirra hálfu þar 7 landsliðsmenn. Hins vegar var íslenzka liðið mikið breytt
frá landsliðsleiknum. Þessum leik lattk með algjörum sigri íslenzka úrvals-
iiðsins, 4:1, í fyrri hálfleik með 2:0 og í þeim síðari með 2:1. Albert setti 2
mörk og Haukur ogEllert eitt hvor.
I leik þessum sýndu landarnir ólíkt rneiri snerptt og dugnað en í landsliðs-
leiknum, enda var liðið heilsteyptara og nú var allur taugaóstyrkur víðs
fjarri.
Danska liðið sýndi ekki í leik þessum það öryggi, sem einkenndi þá í hin-
um fyrri leikjum. Virtist sem hraði og þróttur íslendinganna kæmi þeint
mjög á óvart og mörkin draga úr þeim kjark.
Úrvalslið Reykjavíkurfélaganna var í þessum leik þannig skipað, talið
frá markverði til v. úth.: Anton Sigurðsson, Hafsteinn Guðmundsson, Sig-
urður Ólafsson, Sveinn Helgason, Birgir Guðjónsson, Kristján Ólafsson, Þór-
hallur Einarsson, Haukur Óskarsson, Albert Guðmundsson, Jón Jónasson og
Ellert Sölvason.
I ágústmánuði bófust svo Reykjavíkurmót I. og II. jl. Þar sigraði K.R. í
I. fl., en Fram í II. fl., svo og loks Reykjavíkurmót meistarajlokks, en þar bar
Valur sigur úr býtum. Landsmót þau, sem samkvæmt ákvörðun I.S.Í. áttu að
fara fram utan Reykjavíkur fórust fyrir að þessu sinni, nema í II. fl., en það
mót var háð á Akranesi og voru öll Reykjavíkurfélögin þar þátttakendur.
Mótið hófst 18. ágúst og sigruðu þar Akurnesingar með 6 stigum.
Um miðjan september lögðu reykvískir knattspyrnumenn upp í knatt-
94