Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Page 104
Þorgeirsson. — Á aðalfundi K.R.R. 27. marz 1947 var kosin ný stjórn og er
hún þannig skipuð: Formaður: Sigurjón Jónsson og meðstjórnendur
Sveinn Zóega, Lúðvík Þorgeirsson, Olafur Jónsson og Haraldur Guðmundss.
Knattspyrnudómarafélag Reykjavíkur (K.D.R.)
Á aðalfundi K.D.R. 5. apríl 1946 var kosin stjórn, sem er þannig skipuð:
Gunnar Akselsson, formaður og meðstjórnendur Sigurjón Jónsson, Þráinn
Sigurðsson, Hrólfur Benediktsson og Friðþjófur Thorsteinsson. K.D.R.
hefur samþykkt að gerast aðili að stofnun Alþjóðasambands knattspyrnu-
dóniara. Þá hefur verið samþykktur sérstakur búningur fyrir ísl. knatt-
spyrnudómara: svartur jakki og buxur með merki K.D.R. á vinstra barmi.
í félaginu eru nú samtals 29 dómarar, þar af 22 starfandi.
Knattspyrnudómarar
13. júní 1947 útskrifaði KnaUspyrnudómarafélag Reykjavíkur eftir-
talda 14 menn sem knattspyrnudómara (2. flokks):
Inga Eyvindsson, Jón Eiríksson, Svein Helgason og Helga Helgason úr
Val, Karl Guðmundsson, Gunnlaug Ólafsson, Magnús Kristjánsson, Krist-
ján Ólafsson, Sæmund Gíslason og Eystein Einarsson úr Fram, Jón Egils-
son, Sigurbjörn Þórðarson og Magnús Maríusson úr Haukum í Hafnar-
firði og Sveinbjörn Pálmason, F.H.
Bragi Friðriksson, K.R. og Örn Eiðsson frá Fáskrúðsfirði áttu eftir að
ljúka verklega prófinu.
Þeir, sem áður höfðu lokið prófi sem 2. flokks dómarar eru: Albert
Guðmundsson, Frfmann Helgason og Hrólfur Benediktsson úr Val, Guðbjörn
Jónsson, Óli B. Jónsson, Þórður Pétursson úr K.R. og Einar Pálsson úr
Víking.
1. jlokks dómarar eru: Baldur Möller (Víking), Guðm. Sigurðsson (Val),
Haukur Óskarsson (Víking), Jóhannes Bergsteinsson (Val), Sigurjón Jóns-
son (K.R.), Þráinn Sigurðsson (Fram) og Þorsteinn Einarsson (K.R.).
Milliríkjadómari: Guðjón Einarsson (Víking).
Auk þess eru eftirtaldir 1. flokks dómarar starfandi í félaginu, þótt þeir
liafi ekki dæmt að undanförnu: Gunnar Akselsson (Huginn), Friðþjófur
Thorsteinsson (Fram), Pétur Sigurðsson (Fram), Jón Þórðarson (Fram),
Ólafur Jónsson (Víking), Sighvatur Jónsson (Víking). Ennfremur er í
félaginu brezki milliríkjadómarinn Victor Rae frá Lundúnum.
104