Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Page 106
leikárið við hinn bezta orðstí. í júní 1946 kom Albert heim til Islands og
lék hér sem kunnugt er í landsleiknum móti Dönum. Síðan fór hann aftur
utan og gerði nú samning við hið fræga knattspyrnufélag Arsenal um að
leika með því sem áhugamaður. Sýndi þetta vel það álit, serii Arsenal
hafði á Albert, því að það þykir alveg sérstakur heiður að fá að leika með
svo heimsfrægu félagi. Veturinn ’46—’47 lék Albert því með Arsenal og
jafnan sem innherji. Vann hann sér þar mikið frægðarorð og þótti oft
hezti maðurinn á vellinum.
Með þessari frammistöðu sinni hefur Albert gert íslandi og ísl. íþrótta-
lífi mikið gagn og verið góð landkynning.
Knattspyrnan úti d landi 1946
Hér fer á eftir stutt frásögn eða skýrsla um þau knattspyrnumót, sem
fram hafa farið utan Reykjavíkur og kunnugt er um. Sjálfsagt vantar
marga leiki í þetta yfirlit og er þó allt týnt til, sem sent hefur verið til
Í.S.I., og meira til. En því rniður virðist áhugi fyrir því að senda skýrslur
um íþróttastarfsemina vera frekar lítill.
Akureyri
IIRAÐKEPPNI ÍÞRÓTTABANDALAGS AKUREYRAR í knattspyrnu
fór fram á K.A.-vellinum í maí. Fyrst kepptu A-lið Þórs og B-lið K.A.
Þór sigraði með 2:1. Þá kepptu A-lið íþróttafélags menntaskólans (I.M.A.)
og B-lið Þórs. Var leikurinn tvíframlengdur, en úrslit urðu 1:1. Síðan
kepptu A-lið K.A. og B-lið Í.M.A., og sigraði K.A. með 1:0 eftir tvífram-
lengdan leik. — Síðan lék A-lið Í.M.A. og A-lið K.A. Sigraði K.A. með
1:0. Urslitaleikurinn fór svo fram milli A-liðs K.A. og A-liðs Þórs og
sigraði Þór með 3:0. A-lið Þórs vann því mótið. —- Veður var ágætt og
fór mótið vel fram. Urslit í stigum urðu þessi: 1. A-lið Þórs 4 stig, mörk
5:1. 2. A-lið K.A. 4 stig, miirk 2:3. 3. A-lið Í.M.A. 1 stig, mörk 1:2. 4. B-lið
Þórs 1 stig, mörk 1:2. 5. B-lið K.A. 0 stig, mörk 1:2. 6. B-lið Í.M.A. 0 stig,
mörk 0:1. — Dómarar voru Bragi Friðriksson, Ilaraldur Sigurðsson og
Jakob Gíslason.
VORMÓT meistaraflokka f knattspyrnu fór fram í maímánuði. Kepptu
meistaraflokkar K.A. og Þórs, og fóru leikar svo, að K.A. vann með þrem
mörkum gegn einu.
106