Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Síða 110
breytni var við þetta mót, að keppni fór fram í 4. aldursflokki, en í þeim
flokki hefur keppni fallið niður í nokkur ár, og var keppt í 2 flokkum, A
og B. Garðar S. Gíslason gaf bikar til keppninnar í A-flokki, en Jón Magn-
ússon, form. F.H., gaf styttu til keppninnar í B-flokki Leikar fóru svo, að
F.H. sigraði í báðum flokkum með 2:0 hvorn. (4. fl. keppnin var ekki
reiknuð til stiga). Keppnina í 3.. aldursflokki unnu Haukar glæsilega, eða
6:0. í 2. aldursflokki sigraði F.H. með 10:0. Keppnin í 1. aldursflokki fór
fram 10. júní s.l. og lauk þannig, að F.H. bar sigur úr býtum eftir mjög
skemmtilegan leik með 3:1. — Haustmótið. 6. okt. lauk haustmótinu með
leik milli F.H. og Hauka í 1. aldursflokki. Vann F.IJ. þann leik með 4:2.
Áður hafði F.H. sigrað í 2. og 3. flokki á haustmótinu. — Heildarúrslit
Knattspyrnumóts Hafnarfjarðar urðu því þau, að F.JI. vann mótið með
yfirburðum og titilinn „Bezta knattspyrnufélag Hafnarfjarðar 1946“. F.H.
sigraði í 1. og 2. flokki á báðum mótunum, en í 3. flokki á haustmótinu.
Alls hefur verið keppt um þenna titil 7 sinnum og hefnr F.IJ. hlotið hann
4 sinnum, en Haukar þrisvar.
Reykholt
I byrjun marz kepptu nemendur Reykjaskóla í Hrútafirði við nemendur
Reykholtsskóla í knattspyrnu. Fór keppnin fram í Reykholti og var haldin
í sambandi við knattspyrnunámskeið Axels Andréssonar. Ur'slit urðu þau,
að Reykhyltingar unnu með 2:0.
Hvanneyri
t febrúar fór fram knattspyrnukeppni fyrir forgöngu Axels Andréssonar
milli nemenda úr Reykholti og af Hvanneyri. Keppnin fór fram á Hvann-
eyri og var keppt um styttu þá, sem Haraldur Á. Sigurðsson hefur gefið
skólunum í þessu skyni. Að leikslokum var jafntefli, 1:1, og var því fram-
lengt. Urslit urðu þaú, að Reykhyltingar unnu með 4:1. Um 200 manns
horfðu á leikinn, en hann fór fram á grasi, í ágætu veðri. Þetta var í ann-
að sinn, sem Reykhyltingar vinna styttuna, en Hvanneyringar hafa unnið
einu sinni. Keppni þessi fór fram í sambandi við knattspyrnunámskeið
Axels Andréssonar í áðurnefndum skólum.
ísafjörður
KNATTSPYRNUMÓT VESTFJARÐA. 1. flokks mótið fór íram 1. sept.
Keppendur voru Hörður og Vestri og sigraði Hörður með 2:0. Heldur fé-
110