Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Page 112
af Vigfúsi Friðjónssyni, fyrrv. form. í. B. Siglufjarðar. Fyrsti leiktir móts-
ins var milli Magna, Höfðahverfi, og K.S. Urslit urðu þau, að K.S. vann
með 3:2. 29. sept. fór næsti leikur fram og vann þá K.A. (Akureyri) Magna
með 3:2. Að morgni 30. sept. fór svo úrslitaleikurinn fram milli K.A. og
K.S. Lauk þeim leik með jafntefli, eftir að framlengt hafði verið 3svar
sinnum. Var þá ákveðið, að annar úrslitaleikur skyldi fara fram næsta
sunnudag, 6. október. Þeim leik lauk þannig, að K.S. sigraði með 2:0.
Heiidarúrslit urðu þau, að K.S. vann mótið og þar með nafnbótina „Knatt-
spyrnumeistari Norðurlands 1946“. Keppt var um nýjan grip, bikar, sem
Hertervigsbakarí hafði gefið tii keppninnar, en auk þess fylgdu með 11
verðlaunapeningar handa hverjum einstökum leikmönnum þess félags, er
ynni mótið. Dómari var Helgi Sveinsson, Siglufirði.
KnattspYrnumót Austurlands
hófst á Reyðarfirði 22. júní og fór þar fram fyrri hluti mótsins, en ákveðið
að halda síðari hlutann um haustið, er bátar væru komnir heim af vertíð.
3 félög tóku þátt í fyrri hluta mótsins: Spyrnir, Fljótsdalshéraði, Austri,
Eskifirði, og Valur, Reyðarfirði. — 22. júní kepptu Austri og Valur og
vann Valur með 1:0. Næsta dag kepptu Spyrnir og Valur. Vann Spyrnir
með 3:0. Sama kvöld kepptu svo Austri og Spyrnir og vann Austri með 3:1.
— Um miðjan september fór síðari hluti mótsins fram á Seyðisfirði. 3
félög mættu til leiks: Spyrnir, Hrafnkell Freysgoði, Breiðdal, og Huginn,
Seyðisfirði. Því miður gátu Austri og Valur ekki haldið áfram keppni í
mótinu. Leikar fóru þannig: Huginn vann Spyrni með 2:1 og Hrafnkel
Freysgoða með 3:1. Varð Huginn þar með Austurlandsmeistari í knatt-
spyrnu 1946.
Vestmannaeyjar
Vormótin fóru fram í júnímánuði. Urslit urðu þessi: 1. flokkur (20.
júní). Týr vann Þór með 7:5, eftir framlengdan leik. — 2. flokkur (10.
júní). Týr vann Þór me, 3:2. — 3. flokkur (8. júní). Þór vann Tý með 4:1.
-—Haustmótin í september. — 1. flokkur (8. sept.). Týr vann Þór með 1:0.
— 2. flokkur (15. sept.). Þór vann Tý með 2:1. — 3. flokkur (22. sept.).
Þór vann Tý með 3:1.
5. ágúst kepptu Þór og Týr í 2. flokki og varð jafntefli, 1:1.
112