Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Page 116
Erlendar knattspyrnufréttir 1946
Hér verður getið þess helzta, sem skeði erlendis á knattspyrnusviðinu
árið 1946. Danir voru taldir hinir ókrýndu Norðurlandameistarar í knatt-
spyrnu 1946, enda voru þeir stighæstir hinna fjögurra Norðurlanda (Island
ekki meðtalið) eftir þá landskappleiki, sem þessi lönd háðu sín í milli. |
Unnu Danir 3 leiki, gerðu einn jafntefli og töpuðu einum. Hlutu því 7
stig og settu alls 14 mörk gegn 8. Svíar voru næstir með 5 stig, unnu 2
leiki, einn jafntefli og einn tapaðan,, markatala 14:6. Þá komu Norðmenn
með 4 stig, unnu 2 leiki og töpuðu tveimur, settu 14 mörk gegn 6. Finn-
land var síðast í röðinni og tapaði sínum 3 leikjum, setti 2 mörk gegn 24.
Einstakir leikir fóru annars þannig:
Danmörk—Svíþjóð (í Kaupmannahöfn) ................ 3:1
Danmörk—Svíþjóð (í Gautaborg) .................... 3:3
Danmörk—Noregur (í Kaupmannahöfn) ................ 2:0
Danmörk—Finnland (í Helsingfors) ................. 5:2
Noregur—Danmörk (í Osló) ........................ 2:1
Noregur—Finnland (í Bergen) ...................... 12:0
Svíþjóð—Noregur (í Osló) ...................... 3:0
Svíþjóð—Finnland (í Helsingfors) ................. 7:0
Geri maður samanburð á okkur Islendingum, megum við vel við una,
því við töpuðum að vísu með 0:3 fyrir iandsliði Dana; en unnum úrvalslið
þeirra með 4:1.
Á 50 ára afmæli danska knattspyrnufélagsins Köbenhavns Boldklub
(K.B.) heimsótti brezka atvinnumannafélagið Chelsea það og lék við það
einn leik í Kaupmannahöfn. Urslitin komu mjög á óvart, því K.B. vann
Chelsea með 2:1. Nokkru síðar lék Chelsea við úrvalslið frá Fjóni og
vann með 3:0.
Danmerkurmeistari í knattspyrnu varð B. 93. Lyn varð Noregsmeistari og
Norrköping Svíþjóðarmeistari.
I keppninni um Englandsbikarinn sigraði Derby County í úrslitaleik
við Charlton Athletic með 4:1. Aberdeen vann Skotlandsbikarinn í úr-
slitaleik við Glasgow Rangers, 3:2. j
Af landsleikjum Evrópulandanna má nefna: England vann Belgíu með
2:0, Sviss með 4:1, írland með 7:2 og Holland með 8:2, en tapaði fyrir
Skotlandi með 0:1, og Frakklandi með 1:2. Skotland vann írland með 3:2
og Sviss með 3:1, auk sigursins yfir Englandi. Sviss vann Júgóslava með
5:1 og Austurríki með 1:0, en gerði jafntefli við Itali með 4:4.
116
j