Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Blaðsíða 119
SUND
Sundmótin í Reykjavík 1946
Árið 1946 er bezta sundár, sem Islendingar hafa lifað til þessa. Alls voru
staðfest 14 sundmet og er það einsdæmi síðan á „dögum“ Jónasar Hall-
dórssonar. 12 metarina voru sett á mótum í Reykjavík, en 2 á Landsmóti
U.M.F.I. að Laugum. Auk þess voru sett met í 200 m. skriðsundi (erlendis)
°g 3X100 m. boðsundi, sem hvorugt hafa þó verið staðfest. Á árinu kepptu
Islendingar í fyrsta sinn við danska sundmenn og báru sigur af hólmi.
Fór keppnin fram í Sundhöll Reykjavíkur og vakti mikla eftirtekt, einkurn
franrmistaða Ara Guðmundssonar og Sigurðanna Jónssonanna, en þeir
sigruðu allir dönsku keppendurna.
1 Reykjavík fóru alls fram 9 sundmót árið 1946, og eru þá meðtalin
bæði sundknattleiksmótin og skólasundin. Hér fer á eftir skýrsla um mótin.
Sundmót Ægis
var haldið í Sundhiill Reykjavíkur 7. fehr. Þátttaka var góð, samtals 54
keppendur frá 6 félögum. Helztu úrslit:
•50 m. skriSsund: 1. Ari Guðmundsson, Æ. 27,2 sek. 2.—3. Rafn Sigur-
vinsson, K.R. 28,6 sek. 2.—3. Sigurgeir Guðjónsson, K.R. 28,6 sek. — Með
þessum tíma lækkaði'Ari metið um 3/10 úr sekúndu, því að metið, sem
Rafn Si gurvinsson átti, var 27,5 sek. sett 1943. Þetta er fyrsta metið, sem
Ári setur. Sigurgeir og Rafn syntu ekki í sama riðii. Ari vann Hraðsunds-
bikarinn í annað sinn í röð.
50 m. bringusund karla: 1. Hörður Jóhannesson, Æ. 34,7 sek. 2. Guð-
niundur Jónsson, Æ. 35,0 sek. 3. Sigurður Jónsson, K.R. 35,3 sek.
400 m. bringusund kvenna: 1. Anna Ólafsdóttir, Á. 7:06,9 mín. 2. Sunn-
eva Olafsdóttir, Á. 7:43,4 mín. — Þessi tími Onnu er nýtt met og 32,6 sek.
betri en ganda metið, sem Steinunn Jóhannesdóttir, Þór, setti 1939.
700 m. bringusund drengja innan 16 ára: 1. Kristján Þórisson, S.R. 1:29,3
119