Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Qupperneq 128
Þessi setning mótsins tókst með þeim ágætum, að það hafði sín góðu
áhrif á allt mótið, keppendur, dómara og áhorfendur.
Aður en skýrt er frá úrslitum mótsins er rétt að kynna hina dönsku
sundkappa með fáum orðum:
John Christensen (fararstjóri) 31 árs, danskur meistari og methafi í 100
m. skriðsundi (59,9 sek.). Bezti tími hans 1945 var 1:02,6 mín. Hefur verið
í danska landsliðinu síðan 1933 og komst í semifinal á síðustu Olympíu-
leikum. 6 sinnum danskur meistari í 100 m. skriðsundi, en átti auk þess
um tíma danska metið í 100 m. baksundi. Blaðamaður að atvinnu.
Kaj Petersen, 24 ára. Nú talinn annar bezti bringusundsmaður Dana.
Hefur synt 100 m. á 1:19,0 mín. og 200 m. á 2:54,0 mín. Var í landsliði
Dana í ár. Lögregluþjónn að atvinnu, lenti í Buchenwald-fangabúðunum,
en var bjargað þaðan eftir 8 mánuði af Bernadotte greifa í apríl 1945.
Mogens Bodal, 18 ára. Alhliða sundmaður, syndir þó aðallega skrið-
sund (200 m. á 2:29,0 mín., 400 m. á 5:17,5 mín.). Einnig efnilegur bak-
sundsmaðúr — 100 m. á 1:21,0 mín., en syndir það lítið í keppni. Komst
í landslið Dana s. 1. haust. Er bakari að atvinnu.
Helztu úrslit sundkeppninnar urðu þessi:
FYRRI DAGUR. — 100 m. skriðsund. 1. riðill: 1. Rafn Sigurvinsson
1:06,6 mín. 2. Óskar Jensen 1:09,6 mín. 3. Ól. Diðriksson 1:19,3 mín. —
2. riðill: 1. Ari Guðmundsson 1:01,5 mín. (met). 2. John Christensen, D.
1:02,3 mín. 3. Sigurgeir Guðjónsson 1:07,8 mín. — Ari sigraði eftir spenn-
andi keppni á nýju íslenzku meti, en Christensen synti á bezta tíma sín-
um í ár.
100 m. bringusund karla. 1. ríðill: 1. Sigurður Jónsson, Þing. 1:18,7 mín.
(met). 2. Ragnar Steingrímsson 1:25,6 mín. — 2. riðill: 1. Sigurður Jóns-
son, K.R. 1:18,9 mín. 2. Kaj Petersen, D. 1:19,0 mín. 3. Hörður Jóhannes-
son 1:21,9 mín. — Sigurður KR-ingur vann einvígið við Petersen, en þó
skyggði það á, að Sigurður Þingeyingur skyldi ekki vera látinn synda í
sama riðli, því hann setti nýtt met án samkeppni í fyrra riðli. Sigurður í
K.R. átti fyrra metið, 1:19,3 mín., sett 1940, og fóru því 3 fyrstu menn
undir því.
200 m. bringusund kvenna: 1. Anna Ólafsdóttir 3:21,7 mín. (nýtt met).
2. Áslaug Stefánsdóttir 3:23,3 mín. 3. Gyða Stefánsdóttir 3:35,7 mín. —
Áslaug átti fyrra metið, 3:22,1 mín.
100 m. skriðsund drengja: 1. Ragnar M. Gíslason 1:14,5 mín. 2. Rúnar
Hjartarson 1:24,4 mín.
3x100 m. boðsund (bak-, bringu- og skriðsund): 1. Sveit. Dana 3:39,2
128