Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Qupperneq 130
mín. 2. A-sveit íslendinga 3:40,3 mín. 3. B-sveit íslendinga 3:51,4 mín. —
Í sveit Dana voru Bodal, Petersen og Christensen. A-sveit Islendinganna
setti nýtt glæsilegt íslandsmet. í sveitinni voru: Guðm. Ingólfsson, Sigurður
Þingeyingur og Ari, en í B-sveitinni: Leifur Eiríksson, Sigurður og Rafn eða
alit K.R.-ingar. Gamla metið var 3:48,4 mín. sett af Ægi.
Eftir fyrri dag höfðu íslendingarnir unnið 2 sund, en Danir 1.
SÍÐARI DAGUR: 400 m. skriðsund karla: 1. Ari Guðmundsson 5:14,8
mín. 2. Mógens Bodal, D. 5:18,7 mín. 3. Oskar Jensen 6:23,1 mín.
100 m. bringusund kvenna: 1. Anna Ólafsdóttir 1:36,1 mín. 2. Aslaug
Stefánsdóttir 1:36,4 mín. 3. Gyða Stefánsdóttir 1:42,5 mín.
100 m. baksund karla: 1. riðill: 1. Ólafur Guðmundsson 1:22,4 mín. 2.
Halldór Bachmann 1:30,7 mín. 3. Páll Jónsson 1:33,3 mín. 2. riðill: 1.
Mogens Bodal, D. 1:17,9 mín. 2. Guðm. Ingólfsson 1:20,9 mín. 3. Leifur
Eiríksson 1:23,6 mín. — Bodal synti hér á sínum iangbezta tíma og hafði
þó nýlega synt 400 m. skriðsund.
100 m. bringusund drengja: 1. Georg Franklínsson 1:30,4 mín. 2. Krist-
ján Sigurðsson 1:33,6 mín.
200 m. bringusund karla: 1. Sigurður Jónsson, Þing. 2:50,9 mín. (met)
2. Sigurður Jónsson, K.R. 2:54,3 mín. 3. Kaj Petersen, D. 2:56,7 mín. —
Þetta var einhver glæsilegasti sigur íslendinga í allri keppninni, þar sem
2 voru á undan Dananum, og báðir undir gamla ísl. metinu. — 2:55,2 inín.,
sem Sig. Þingeyingur átti.
Á undan keppni síðari daginn gerði Hörður Jóhannesson mettilraun í
50 m. bringusundi, sem mistókst. Synti hann á 34,4 sek. eða 1/10 sek.
rerra en met hans er.
Heildarúrslit keppninnar við Danina urðu því þau, að Íslendingar unnu
4 sund, en Danir 2 — og megum við vel við þau úrslit una. — Að keppn-
inni lokinni síðari daginn þakkaði Erlingur Pálsson hinum dönsku sund-
mönnum fyrir komuna og var síðan hrópað ferfalt húrra fyrir íslandi og
Danmörku. John Christensen þakkaði og lét þess getið, að þótt hann hefði
keppt víða erlendis, hefði hann hvergi mætt þvílíkri gestrisni og hér og
aldrei verið hylltur eins innilega af áhorfendum „bæði þegar við unnum
og þegar við töpuðum“ — og kvaðst hann æ mundi minnast þess. — í lok
hverrar keppni afhenti ErL Pálsson einstökum sigurvegurum fagra silfur-
bikara til eignar. Var öll stjóm mótsins framkvæmd af rausn og skörungs-
skap — og sjaldan eða aldrei mun skipulag og hraði hafa verið eins mikið
í sjálfri keppninni eins og í þetta sinn. — Ber að þakka öllum þeim, er
að þessari keppni stóðu, fyrir vel unnin störf og þá ekki sízt iandsþjálfar-
130