Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Side 140
500 metra bringusund:
Áslaug Stefánsdóttir, S.K.H. 9:00,5
Steinþóra Þórisdóttir, B. .. 10:15,4
Greta Jóhannesd., U.M.F.Ö. 10:31,0
Guðrún Welding, Hvöt .... 10:40,8
Sigrún Þorgilsdóttir, B. .. 10:47,6
Þuríður Aðalsteinsdóttir, Þ. 11:14,3
4x50 m. boðsund (jrj. aðf.):
U.M.F. Laugdæla (a-sveit) .. 3:20,2
U.M.F. Ölfushrepps............3:35,0
U.M.F. Laugdæla (b-sveit) .. 3:48,4
I 7 greinum hafa keppendur ekki
verið fleiri en 3—4, svo sem hér að
framan greinir.
Um ctfrekaskrána
Eins og þessi afrekaskrá ber með sér, er árangur þeirra fremstu mun
betri í flestum greinum en árið 1945, en það ár var betra en 1944 og svo
koll af kolli. Sýnir þetta greinilegan stíganda í árangri sundfólksins, eink-
um þess, sem mesta rækt leggur við keppnisþjálfunina. Á árinu gátu 3
íslenzkir sundmenn sér það frægðarorð að sigra 3 af beztu sundmönnum
Dana og sýndu þar með, að sundárangur íslendinga er að komast á al-
þjóðamælikvarða, eins og það er orðað. Því miður endurtókst nú sama
sagan og oft áður hvað snertir áhugaleysi fyrir sumum sundvegalengdum.
Og þar sem ekki er alltaf um sömu vegalengdir að ræða, gerir það allan
samanburð mun erfiðari. Enn hefur þeirri reglu verið fylgt að taka aðeins
þær greinar, sem minnst 3 hafa keppt í og hefur því orðið að sleppa nokkr-
um sígildum sundvegalengdum, þar sem aðeins einn eða tveir hafa keppt.
Auk þess gefa sumar sundgreinarnar alls ekki rétta hugmynd um hámarks-
getuna, þar sem vantað hefur beztu sundmennina. Af þeim 17 greinum,
sem eru sameiginlegar fyrir bæði árin hefur nú náðst betri árangur en 1945
í 12 greinum, jafngóður í einni og örlítið lakari í 4 greinum.
Bezti árangur ársins 1946 í þeim greinum, sem ekki eru teknar í afreka-
skrána, er þessi: Karlar: 200 m. skriðsund: Jónas Halldórsson, Æ. 2:26,0
mín., sem er nýtt met og 7/10 úr sek. betra en fyrra met hans. Hefur þó
af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ekki verið staðfest enn, þrátt fyrir
að það er sett á stóru móti erlendis og vegalengdin rúmlega 201 metri
(220 yards). Konur: 100 m. skriðsund: Villa María Einarsdóttir, Æ.
1:33,4 mín. 400 m. bringusund: Ánna Ólafsdóttir, Á. 7:06,9 mín. (nýtt ísl.
met). — 4x50 m. bringuboðsund: A-sveit Ármanns 3:10,1 mín.
140