Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Síða 141
Jónas Halldórsson lýkur námi í Bandaríkjunum
Síðla árs 1944 fór frægasti sundmaður okkar, Jónas Halldórsson, til
Bandaríkjanna ásamt konu sinni til aS leggja stund á sundnám og fleiri
íþróttir viS Iowa-háskólann. Auk námsins tók Jónas mikinn þátt í sund-
keppnum milli Iowa-háskólans og annarra háskóla. Gat hann sér þar ágæt-
an orSstí og var oftast fyrstur í sínum greinum. AriS 1945 var hann t. d.
annar stighæsti maður skólans og kjörinn foringi sundflokksins. Á hinu
árlega háskólasundmóti 1945, sem allir háskólar Bandaríkjanna taka þátt
í, var Jónas eini keppandi Iowa-háskólans og hlaut 5. verðlaun í báðum
þeim greinum, sem hann keppti í. Einn frægasti sundkennari Banda-
ríkjanna, Ambrewster aS nafni, varð mjög hrifinn af frammistöSu Jónasar
og skrifaSi um hann sérstaka grein, þar sem hann telur árangur Jónasar
undraverSan meS tilliti til allra aSstæðna. Dró hann ennfremur þá ályktun
af frammistöðu og frásögn Jónasar um sundskyldu okkar, að sundmennt
Islendinga lilyti að standa á mjög háti stigi og við værum ein af iindvegis-
sundþjóðum heimsins.
Jónas kom heim aftur í ársbyrjun 1947 að loknu 2t/2 árs íþróttanámi,
en greinar þær, sem hann lagði stund á, voru: sund, dýfingar, nudd, meS-
ferð ljós- og gufubaða, frjálsar íþróttir og basketball.
Keppni Jónasar Halldórssonar erlendis 1946
2. jebr. lowa gegn Wisconsin (keppt í Madison, Wis.).
1. í 220 yards frjáls aðferð ...................... á 2:26,0 mín.
1. í 440 — — — á 5:18,1 —
Tími Jónasar í 220 yards (201 m.) er 7/10 sek. betri en íslandsmet hans.
8. febr. lowa gegn Nebraska (keppt í Iowa City).
1. í 220 yards frjáls aðferð ....................... á 2:28,1 mín.
1. í 440 — — — á 5:17,3 —
16. febr. Iowa gegn Purdue (keppt í Lafayette, Ind.).
3. í 220 yards frjáls aðferð ....................... á 2:27,5 mín.
3. í 440 — — — á 5:19,0 —
22. febr. lowa gegn Minnesota (keppt í lowa City).
2. í 220 yards frjáls aðferð ....................... á 2:27,0 mín.
3. í 440 — — — á 5:17,3 —
3. marz. Iowa gegn Illinois (keppt í Champaign, 111.).
2. í 220 yards frjáls aðferð ....................... á 2:27,8 mín.
2. í 440 — — — á 5:14,7 —
141