Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Page 151
GLIMA
Ágrip af sögu glímunnar
Ejtir Kjartan Bergmann
I
Um uppruna glímunnar leyfi ég mér að vísa til gagnmerkrar ritgerðar,
sem Guðmundur Björnson landlæknir hefur ritað í glímubókina 1916.
Þar farast honum orð á þessa leið, eftir að hafa rakið þróunarsögu
glímunnar í stórum dráttum: „Hvað sem öðru líður, þá er ekki um að villast:
Glíman er alíslenzk íþrótt. Og glíman er ein sú fegursta íþrótt, sem fundin
hefur verið meðal germanskra þjóða.“
Glíman er þjóðaríþrótt okkar íslendinga, hún hefur þróazt og þroskazt
gegnum aldirnar, samkvæmt íslenzku þjóðareðli og skapgerð. Margir af
ágætustu mönnum þjóðarinnar hafa lagt fyrir sig og æft glímu, allt frá
söguöld og fram á þennan dag, og ef til vill hefur sá kjarni, sem þeir hafa
sótt í glímuna, andlegt og líkamlegt þrek og jafnvægi, skapað þá þraut-
seigju og þann kjark, sem margir okkar heztu menn hafa átt í ríkum mæli.
Enginn getur talizt góður glímumaður nema hann komi drengilega fram
í glímunni, enda skal drengskapur, karlmennska og fimi vera einkenni góðs
og háttvíss glímumanns. En til þess að hljóta slík einkenni, þarf glímumað-
urinn að hafa tamið skapgerð sína til fullnustu, hann verður að kunna að
taka ósigri sínum jafnt sem sigri, vera eins og sagt var um Halldór Snorra-
son: „Æðrulaus og jafnhugaður". — Góður glímumaður verður að hafa jafn-
mikið vald á skapgerð sinni sem hreyfingum; hann skiptir ekki skapi, þó
að hann verði fyrir móðgun, né stekkur upp á nef sér, heldur lítur á það
með rólegri yfirvegun þess manns, sem hefur vald á skapgerð sinni. Glím-
an er meira en æfing fóta og handa. Hún er skapgerðaríþrótt.
Sjálfstæði hverrar smáþjóðar hlýtur að byggjast á séreinkennum hennar.
Við íslendingar eigum sérstaka tungu, fornbókmenntir og glímu. Kúgun og
örbirgð feðra okkar var aldrei svo mikil, að þessi séreinkenni glötuðust,
þess vegna erum við nú í dag sjálfstæð þjóð.
151