Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Síða 152
Glíman var algeng skemmtun á þingum í fornöld, og var þar oft stofnaS
til bændaglímu. Að glímur voru álitnar skemmtun á alþjóðarsamkomum
Islendinga við Oxará, sýnir bezt örnefnið Fangbrekka, sem getið er um í
fornum sögum. Tvívegis er glímuleika þar líka beinlínis getið. I Víga-
Glúms sögu segir svo: „Það gerðist eitt sumar á Alþingi, að í Fangbrekku
gengust menn að sveitum, Norðlendingar og Vestfirðingar. Gekk Norð-
lendingum þyngra. Var fyrir sveit þeirra Már, sonur Glúms. Kemur þar að
maður einn, er Ingólfur hét Þorvaldsson. Már mælti: „Þú ert þreklegur
maður, muntu vera sterkur; veit mér aðgang að fangs.“ Hann svarar: „Það
mun ég gera fyrir þínar sakir.“ Sá féll, er í móti var. Gengur fram annar
og hinn þriðji og fór svo. Nú hugnaði Norðlendingum. Þá mælti Már:
„Ef þú þarft míns formælis, skal ég þér að liði verða.“ Sýna þau ummæli
Más, að honum þótti góðra launa verður glímusigurinn.
Til þess að gera þessar ghmusýningar sem viðhafnarmestar, var þeim
fyrir komið sem eftirlíkingu á bardaga: Leikmönnum var skipað í tvær
sveitir, er horfðust við öndverðar, sín hvorum megin við sviðið eins og her-
fylkingar. Fyrirliðar voru sinn fyrir hvorri sveit og nefndust þeir bændur,
eins og enn er títt í bændaglímu. Til þess voru jafnan kjörnir mikils metn-
ir atgjörvismenn. Af Víga-Glúms sögu má sjá, að á Alþingi var það einatt
svo, að ungmennasveitir úr ýmsum fjórðungum þreyttu með sér. Leikurinn
hófst með því, að bændurnir sendu fyrst fram þá, sem liðléttastir þóttu.
Jafnótt og einn féll, gekk annar fram í hans stað, unz sigurvegarinn var
að velli lagður. Að sjálfsögðu var bændunum heimilt að leyfa þeint hvíld,
er fellt hafði viðfangsmann sinn, ef hann þóttist þess við þurfa, og láta
annan leysa hann af hólmi í svip. Svona gekk það koll af kolli, þar til
enginn stóð uppi af öðru hvoru liðinu nema foringinn einn. Varð hann þá
sjálfur að ganga í leikinn og fella alla þá, er uppi stóðu, og fyrirliðann
sjálfan að síðustu, svo framarlega sem hann vildi ganga frá með glæstu
sigurorði. En það var hægara ort en gjört, er mörgum var að mæta. Að sá,
er misst hafði alla menn sína, hafi mátt skora þá þegar á hinn fyrirliðann
til glímu og láta viðureign þeirra ráða leikslokum — svo sem sumir tíðka
í bændaglímum nú á dögum — þykir mér næsta ólíklegt, segir í íþróttum
fornmanna. —- Allt hnígur því að þeirri niðurstöðu, að til þess að sigra í
bændaglímu, hafi þurft að gjörsigra allan flokkinn, þ. e. a. s. fella bónd-
ann sjálfan og alla liðsmenn hans, og var þá fyrst um ótvíræðan sigur að
ræða. En hvort bóndinn byrjaði á að skora hinn bóndann á hólm eða ekki,
hefur honum sennilega verið í sjálfsvald sett, og svo hinum, hvort hann
tæki áskoruninni, meðan hann hafði mönnum á að skipa.
152