Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Page 153
Mér hefur orðið tíðrætt um bændaglímuna, en það er vegna þess, að ég
tel hana elzta og merkasta fyrirkomulag í glímu.
Skólarnir Hólaskóli, Skálholtsskóli og Bessastaðaskóli hafa allir átt
heilladrjúgan þátt í því að þroska glímuna í það form, sem hún nú er í.
( skólum þessum var glíma mikið iðkuð. Hún fullnægði hreyfiþörf skóla-
sveina, og eru margar sagnir urn afburða glímumenn, sem voru í skólun-
urn. Skólasveinar þóttu yfirleitt glíma mun betur en almenningur, og mun
það vafalaust hafa legið í því, að þeirra æfing hefur verið meiri.
I veiði- og verstöðvum voru oft háðar bændaglímur. Var þá oftast um að
ræða glímu á milli tveggja skipshafna, sýslna eða fjórðunga, og eru til
rnargar sagnir um slíkar glímur. Þar sem tveir menn hittust, var oft venja
að reynt væri með sér í glímu. Víða, þar sem menn söfnuðust saman, voru
glímur þreyttar, svo sem á veiðivötnum, t. d. Mývatni. Var þá glímt á hrím-
uðu svellinu eða snæviþöktu, og hefur svo verið gert fram á þennan dag.
Glímufundir, sem boðað var til, hafa tíðkazt bæði í yerstöðvum og sumum
sveitum síðustu aldirnar. Þá mun það og hafa verið algeng venja, að ungl-
ingar hafi glímt við kirkju eftir messu. Hefur það jafnvel tíðkazt í sveit-
um til skamms tíma.
II
Ármann og Reykjavíkurglímurnar til 1910
Nokkru fyrir aldamótin er Glímufélagið Árniann í Reykjavík stofnað. Er
það fyrsta íþróttafélagið, sem stofnað var hér á landi, og því mjög merki-
legur viðburður, eins og síðar skal greint, ekki hvað sízt fyrir glímuna,
|>ar sem það heitti sér þegar frá hyrjun fyrir eflingu liennar og útbreiðslu.
rlafði það strax hinum heztu glímumönnum á að skipa og hóf beina
kennslu í glímu með þrautreyndum forustumönnum.
Það er ekki hægt að minnast svo á sögu glímunnar síðan um og fyrir
aldamót, að saga Ármanns fléttist ekki að allverulegu leyti þar inn í,
ekki sízt þar sem fyrstu skráðu kappglímurnar, sem hægt er að rekja, er
þar að finna, kappglímur, sem árlega hefur verið haldið við af félaginu
fram á þennan dag.
Glímufélagið Ármann er stofnað 15. des. 1888. Aðalstofnendur þess voru:
Pétur Jónsson, blikksmiður í Reykjavík, sem var gamall og góður glímu-
maður, og Helgi Hjálmarsson frá Vogum í Mývatnssveit, sem var þá í
Bessastaðaskóla og æfði þar glímu undir leiðsögn Páls Melsteð sögukenn-
sinni og var orðinn afburða glímumaður. Vísir að þessari félagsstofnun mun
153