Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Page 157
Þorgrímur Jónsson, Laugarnesi Guðm. Guðmundsson, Eyrarbakka
Landakotstúni. Fræknastur var Þorgrímur Jónsson, söðlasmiSur, honum
næstur var Kristinn Ziemsen, verzlunarmaður, og 3. Jón Gíslason, iðnnemi.
Verðlaun voru kr. 40.00, kr. 30.00 og 20.00, auk þess voru tveimur öðrum
dæmdir verðlaunapeningar, þeim Magnúsi Hannessyni, gullsmið, og Er-
lendi Erlendssyni frá Miklaholti."
Arið 1899 var Pétur Jónsson aðalkennari félagsins, eins og oft áður. A
árinu voru nokkrar glímusýningar haldnar og kappglíma í sambandi við
hina árlegu þjóðhátíð Reykvíkinga. Um þá glímu segir Isafold: „Þá hófst
glíman og hlutu þessir verðlaun: I. verðl. hlaut Guðmundur Guðmundsson
frá Eyrarbakka, II. verðl. Valdimar Sigurðsson, sjómaður, III. verðl. Er-
lendur Erlendsson frá Miklaholti.
Eins og að venju vakti glíman eftirtekt og aðdáun áhorfenda, og ekki
síður útlendinga þeirra, sem viðstaddir voru. I þetla sinn var útlendingur
áhorfandi að glímunni, sem fengizt hafði við glímu sjálfur, líklega gríska
glímu, og þóttist góður í þeirri íþrótt. Var hann risi á vöxt, röskar 3 álnir,
og að sama skapi þrekinn. Þessi stóri útlendingur fylgdist vel með glím-
unni og þótti hún ekki beint átakamikil eða glímumenn þesslegir, að þeir
157