Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Side 158
myndu vera mjög sterkir menn. Þessi mikli maður gekk nú fram og skor-
aði á hvern þann, sem þyrði að koma í glímu við sig. Flestir glímumann-
anna voru þess ófúsir að leggja í tröll þetta, en þó varð niðurstaðan sú, að
Erlendur Erlendsson skyldi glíma við hann til að reyna að bjarga heiðri
glímumannanna. Erlendur var lítill maður, en vel glíminn. Utlendingnum
þótti hann víst ekki mikill fyrir mann að sjá og leit á hann heldur smáum
augum.
• Gengu þeir nú fram og heilsuðust. Stærðarmunur þeirra var sá, að Er-
lendur mundi hafa getað staðið undir handarkrika hins. Ekki var hægt að
segja, að þeir tækju venjulegum glímutökum, heldur runnu þeir saman.
Um leið beygði Erlendur sig, til þess að hinn næði síður til hans, og þaut
á hann, greip báðum höndum um hann miðjan og lagði á hann snöggan
hælkrók aftur fyrir báða fætur og hljóp í fang honum. Ahlaupið var svo
Ieiftursnöggt og svo óvænt fyrir hinn, að hann missti jafnvægið og féll
endilangur á bakið með öllum sínum þunga. Fall þetta var svo mikið, að
hann átti erfitt með að standa upp. Hafði hann sig á hrott hið bráðasta og
sýndist mönnum hann vera mun lægri en áður.“
Árið 1900 fóru fram nokkrar sýningarglímur, en kappglímur voru þá
ekki haldnar.
1901 hélt Ármann kappglímu. 1. verðlaun hlaut Ásgeir Gunnlaugsson,
II. verðl. Jónatan Þorsteinsson og III. verðl. Bjarnhéðinn Jónsson.
Árið 1902 var háð kappglíma hjá Ármanni í sambandi við þjóðhátíðina
2. ágúst. I. verðlaun hlaut Ásgeir Gunnlaugsson, II. verðl. Jónatan Þor-
steinsson og III. verðl. Bjarnhéðinn Jónsson.
I Ármannsglímunni 1903, sem háð var 2. ágúst sem að undanfömu, var
óvenjulega h'til þátttaka eða aðeins 5 eða 6. I. verðlaun hlaut Valdemar
Sigurðsson, stýrimaður, II. verðl. Jónatan Þorsteinsson og III. verðl. Ás-
geir Gunnlaugsson.
Árið 1904 féllu glímusýningar niður, en í sambandi við þjóðhátíðina 2.
ágúst var háð ein sú fjölmennasta og þróttmesta kappgh'ma, sem Ármenn-
ingar höfðu háð um lengri tíma. Voru þar komnir nokkrir glímumenn aust-
an úr sveitum til að keppa við þá. Um þá glímu segja blöð bæjarins:
Þjóðólfur segir: „17 þátttakendur voru í glímunni. I. verðlaun hlaut Jóna-
tan Þorsteinsson, II. verðl. Guðmundur Erlendsson frá Hlíðarenda í Fljóts-
hlíð, III. verðl. Valdimar Sigurðsson. Glímunni stjórnaði nú eins og að
undanförnu Pétur Jónsson, blikksmiður, voru þær nú með lang-fjörugasta
móti.“ — Isafold segir: „Glímtina þreyttu um 20 manns. Þar hlaut I.
158