Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Síða 160
verðlaun Jónatan Þorsteinsson, söðlasmiður, II. verðl. Guðmundur Er-
lendsson frá Hlíðarenda, tvítugur piltur, sem glímdi tiltakanlega fimlega.
A árinu 1905 voru haldnar nokkrar sýningarglímur og kappglíma 2.
ágúst í sambandi við þjóðhátíðnia. Þar hlutu þessir verðlaun: I. verðlaun
Jónatan Þorsteinsson, II. verðl. Valdemar Sigurðsson og III. verðl. Þórhall-
ur Bjarnason.
Árið 1906 hélt Ármann kappglímu 2. ágúst, í sambandi við þjóðhátíðina.
Um þá glímu segir Þjóðólfur: „Glímurnar byrjuðu að minnsta kosti hálf-
um öðrum tíma síðar en ráð var fyrir gert, en fóru að öðru leyti mjög vel
fram og voru tvímælalaust bezta skemmtunin á hátíðinni. Byrjuðu þær
með bændaglímu, voru þeir Jónatan Þorsteinsson og Hallgrímur Benedikts-
son bændur. — I. verðlaun fyrir kappglímuna hlaut Jónatan Þorsteinsson,
11. verðl. Hallgrímur Benediktsson, III. verðl. Guðmundur Guðmundsson."
Isafold segir: „Fyrir glímuna fékk Jónatan Þorsteinsson I. verðlaun 10 kr.
og heiðurspening úr gulli. II. verðl. Hallgrímur Benediktsson að norðan,
10 kr. og heiðurspening úr silfri og III. verðl. Guðmundur Guðmundsson,
verzlunarmaður hjá Ziemsen. Glímumenn voru 17, allir úr Glímufél. Ár-
manni, og stýrði glímunni formaður þess, Pétur Jónsson blikksmiður.
Jónatan Þorsteinsson hefur oft hlotið verðlaun áður.“
A þessu ári, 17. apríl, höfðu Ármenningarnir efnt til verðlaunaglímu í
Bárubúð, í henni tóku þátt um 30 félagsmenn, ásamt einum utanfélags-
manni, Jóni Helgasyni frá Akureyri. I dómnefnd voru þessir kosnir af
stjórn félagsins: Halldór Jónsson, gjaldkeri við Landsbankann, Þórður J.
Thoroddsen, gjaldkeri við Islandsbanka, og Tryggvi Gunnarsson, banka-
stjóri. Verðlaun hlutu þessir: I. verðlaun Hallgrímur Benediktsson, II.
verðl. Jón Helgason (utanfél. frá Akureyri), III. verðl. Jónatan Þorsteinss.
Árið 1907 fór Ármannsglíman fram 6. febrúar og var háð í fyrrverandi
leikhúsi W. O. Breiðfjörðs. Aðsóknin var svo mikil, að inn komust mun
færri en vildu. Að þessu sinni tóku þátt í glímunni 23 félagsmenn. Þessir
hlutu verðlaun: I. verðlaun Guðmundur Stefánsson, II. verðl. Sigurjón
Pétursson, III. verðl. Pétur Gunnlaugsson. I dómnefnd voru: Tryggvi
Gunnarsson, bankastjóri, Þórður J. Thoroddsen, bankagjaldkeri, Hermann
Jónasson, spítalaráðsmaður. —- I þessari Ármannsglímu gat hvorki Hall-
grímur Benediktsson né Jónatan Þorsteinsson tekið þátt.
Fyrsta skjaldarglíma Ármanns var háð 1. apríl 1908. Þátttakendur voru
12, allir félagsmenn úr Ármanni. Skjöldinn hlaut Hallgrímur Benediktsson.
Hann hafði 11 vinninga. Næstur honum var Sigurjón Pétursson með 10
vinninga, Guðmundiir Stefánsson hlaut 9. vinninga, Jónatan Þorsteinsson
160