Árbók íþróttamanna - 01.12.1947, Side 162
umgang var lokið, stóðu þeir. jafnir að vígi þessir þrír: Hállgrímur, Sigur-
jóíi og Guðmundur Stefánsson, höfðu hlcrtið eina byltu hver. Þá runnu þeir
saman á ný og sá umgangur lyktaði á sama veg. Nú fór að vandast málið.
Ahorfendur urðu næsta spenntir fyrir úrslitum og kvað þétt við lof í lófa
þeirra. Eftir litla hvíld var hafinn annar umgangur milli þessara þriggja.
Var nú vígamóður næsta mikill — ekki einasta í köppunum — gamlir karlar
sem minnti, að þeir fyrir mannsaldri hefðu verið glímumenn, skulfu eins
og strá og ungu stúlkumar máttu ekki sætum halda. Enn fór sem fyrr.
Sigurjón lagði Hallgrím — Hallgrímur lagði Guðm. Stefánsson og Guðm.
Stefánsson lagði Sigurjón. Nú varð engin hvíld, nú varð til skarar að skríða,
þótt lúnir væru. Var nú sóknin öllu skarpari en í hinum fyrri- atlögum og
mátti nú ekki á milli sjá. Urslitin urðu þó von bráðar og greinileg, og allra
dómur var sá, að Hallgrímur hefði vel til skjaldarins unnið.“
Hinn 22. apríl þetta ár var keppt í 5 þyngdarflokkum: I fyrsta flokki
sigraði Sigurjón Pétursson, í öðrum Hallgrímur Benediktsson, í þriðja Hall-
dór Hansen, í fjórða Guðm. Sigurjónsson og í fimmta Olafur Magnússon.
A þjóðhátíð Reykvíkinga 2. ágúst var glímt í tveimur flokkum eftir þyngd.
Glímt var á Landakotstúninu og voru þátttakendur 12. Urslit urðu þau, að
í 1. flokki hlaut 1. verðlaun Sigurjón Pétursson, 2. Hallgrímur Benediktsson
og 3. Pétur Gunnlaugsson. I 2. flofeki hlaut 1. verðlaun Kristinn Pétursson,
2. Guðbrandur Magnússon og 3. Guðmundur Sigurjónsson.
III
Fyrstu Islandsglímurnar á Akureyri
Islandsglíman hefur ætíð þótt einhver sögulegasti viðburður íþróttanna,
því að í meðvitund þjóðarinnar stendur glíman á svo gömlum merg, að það
hefur jafnvel verið sagt, að hún væri okkur Islendingum í blóð borin. —
Fyrsta Íslandsglíman fór fram á Akureyri 20. ágúst 1906 og vann þá Olafur
V. Davíðsson Grettisbeltið og þar með sæmdarheitið „Glímukappi Islands“.
A Norðurlandi hafði frá ómunatíð verið lögð sérstök rækt við glímuna,
og þó fyrst og fremst í Suður-Þingeyjarsýslu, einkum í nágrenni við Mý-
vatn. Það má því segja,.að ekki væri nema eðlilegt, að það væru Norð-
lendingar, sem riðu á vaðið með að koma á stað allsherjarglímu fyrir allt
land. En hin fyrsta tslandsglíma átti talsverðan sögulegan aðdraganda,
sem var bæði skemmtilegur og merkilegur í senn, og sem ekki má gleym-
ast, þar sem um fyrirboða jafn merkilegs íþróttaviðburðar er um að ræða
sem Islandsglíman órieitanlega er. Þetta atvik, sem hér um ræðir, er hin
162